Áfanga- og stöðuúttektir

Byggingarstjóri skal annast áfangaúttektir verkþátta á byggingartíma til staðfestingar á uppbyggingu og útfærslu til samræmis við byggingarleyfi.

Stöðuúttekt og vottorð er staðfesting með skoðun byggingarfulltrúa á verkstöðu og byggingarstigi byggingarleyfis. 

Áfangaúttektir

Byggingarstjóri sem eigandi hefur ráðið fyrir útgáfu byggingarleyfis skal hafa yfirumsjón með framkvæmdum og innra eftirlit með þeim. Áfangaúttektir eru hluti af innra eftirliti og skal byggingarstjóri sjá til að viðeigandi staðfest hönnunargögn verkþátta séu á verkstað áður en vinna við þá hefst. Þegar áfangaúttektarskyldur verkþáttur iðnmeistara er tilbúinn til úttektar skal byggingarstjóri taka hann út samkvæmt gæðakerfi sínu og skoðunarlistum og stoðriti áfangaúttekta frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til staðfestingar á skoðun og skrá niðurstöður á byggingarleyfi í Mannvirkjaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.  Séu athugasemdir gerðar við skoðun skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt verði úr og úttekt endurtekin.

Skráning áfangaúttekta byggingarstjóra er í gegnum vefviðmót í Mannvirkjaskrá.

Byggingarfulltrúi fer í stöðuskoðanir sem úrtaksskoðanir til að kanna um framvindu byggingarleyfis samkvæmt samþykkt og samkvæmt skoðunarlista Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Kannað er með skoðun um skráningu ábyrgðaraðila á byggingarleyfi,  framkvæmd áfangaúttekta byggingarstjóra og um stöðu uppdrátta samkvæmt verkstöðu.

Stöðuúttektir

Á byggingartíma og áður en mannvirki er tekið í notkun með öryggis- og lokaúttekt getur byggingarstjóri eða eigandi óskað efir stöðuúttekt og vottorði byggingarfulltrúa um staðfestingu á byggingarstigi.  Skráning á byggingarstigi mannvirkis í Fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gerð í kjölfar úttektar byggingarfulltrúa. Stöðuúttekt með fokheldisvottorði er byggingarstig B2.

Unnið er að því að koma beiðni um úttekt á Mínar síður Reykjavíkur en þangað til er sótt um í tölvupósti á upplysingar@reykjavik.is með útfylltu eyðublaði ásamt viðeigandi gögnum.

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfang byggingarfulltrúa: byggingarfulltrui@reykjavik.is