Dagþjónusta og virkni fyrir fatlað fólk

Markmið og hlutverk stoðþjónustu er að veita fólki með fötlun vinnu við sitt hæfi og félagslega aðlögunarhæfni til að takast á við vinnuumhverfi. Einstaklingar eiga að fá borguð laun og lífeyrisgreiðslur. Undir stoðþjónustu heyrir Gylfaflöt og Hólaberg - Iðjuberg.

 • Hólaberg - Iðjuberg, dagþjónusta.
  Hólaberg - Iðjuberg, dagþjónusta.
 • Margir þekkja þessar fallegu ljósaseríur, sem búnar eru til í Iðjubergi.
  Margir þekkja þessar fallegu ljósaseríur, sem búnar eru til í Iðjubergi.
 • Í Gylfaflöt er listsköpun þáttur í dagþjónustunni og þar er þó nokkuð unnið með leir.
  Í Gylfaflöt er listsköpun þáttur í dagþjónustunni og þar er þó nokkuð unnið með leir.
 • Englar eru vinsælir á árlegum jólamarkaði Gylfaflatar.
  Englar eru vinsælir á árlegum jólamarkaði Gylfaflatar.

Hvað er Gylfaflöt?

Dagþjónusta fyrir ungt fatlað fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Megináhersla er á tómstundir og er meðal annars starfrækt listasmiðja sem gengur undir nafninu Smiðjan.

Ferill umsóknar/þjónustu

Gylfaflöt er starfseining hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og þar er hægt að fá allar nánari upplýsingar. Hægt er að hafa samband í gegnum síma 411 1300 og netfangið breidholt@reykjavik.is.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Auk þjónustumiðstöðvarinnar er hægt er að hafa samband við Gylfaflöt í gegnum síma 567 3155 eða netfangið gylfaflot@visir.is. Gylfaflöt á líka sína eigin síðu á Facebook, samfélagsmiðli.
 

Hólaberg - Iðjuberg

Iðjuberg veitir fólki með einhverfa fötlun vinnu við sitt hæfi. Vinnan fellst aðallega í alhliða pökkun á blöðum, tímaritum, geisladiskum og alls konar límmerkingum og fleiru.

Engin eiginleg bein framleiðsla fer fram á vinnustofunni, en á dagvist Iðjubergs fer fram gerð ýmissa listmuna. Iðjuberg er skipt í tvær sjálfstæðar deildir, dagvist og vinnustofu. Mötuneyti er á staðnum.

Markmið og hlutverk vinnustofunnar er að veita fólki með einhverfa fötlun vinnu við sitt hæfi og félagslega aðlögunarhæfni til að takast á við vinnuumhverfi. Einnig er markmið vinnustofunnar að greiða einhverfum laun og lífeyrisgreiðslur.

Endanlegt markmið er að einhverfu starfsmennirnir geti sótt vinnu úti á almennum vinnumarkaði.

Ferill umsóknar/þjónustu

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts í gegnum síma 411 1300 og netfangið breidholt@reykjavik.is.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hólaberg - Iðjuberg er með sína eigin heimasíðu. Starfið er til húsa í Gerðubergi 1, 111 Reykjavík. Sími: 567 7745.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 5 =