Aðventuhátíð - Ljósin tendruð á Óslóartrénu

Ljósin eru tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli fyrsta sunnudag í aðventu. Í mörg ár hefur verið til siðs að halda upp á þessa vinargjöf með bæði hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum. Fjölskyldur safnast saman á Austurvelli þennan sunnudag og taka við trénu frá sendiherra Noregs.

Fyrsta Óslóartréð kom 1951

Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Í mörg ár hefur verið til siðs að halda upp á þessa vinargjöf með hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum. Fjölskyldur safnast saman á Austurvelli þennan sunnudag og taka við trénu frá sendiherra Noregs.

Dagskráin

Árið 2015 verða ljósin tendruð á Óslóartrénu sunnudaginn 29. nóvember kl.15.30 - 17.00.
Stefán Hilmarsson og Ragnheiður Gröndal syngja jólin inn ásamt einvala liði tónlistamanna þegar ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli sunnudaginn 29. nóvember. Kynnir er okkar ástsæla Gerður G. Bjarklind.
Fyrir hönd Reykvíkinga mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veita grenitrénu viðtöku frá Khamshajiny (Kamzy) Gunaratnam varaborgarstjóra Óslóar sem afhendir Reykvíkingum tréð að gjöf. Að loknu þakkarávarpi mun hin sjö ára norsk-íslenski Birkir Elías Stefánsson tendra ljósin á trénu.
Heyrst hefur að Skyrgámur, Kertasníkir og Bjúgnakrækir líti við, en þeir hafa stolist í bæinn til að segja börnunum sögur og syngja jólalög ásamt hljómsveit.
Giljagaur er tíundi óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og rennur allur ágóði af sölu hans til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Í óróanum fer saman íslenskur menningararfur, ritsnilld og hönnun - ásamt mikilsverðu málefni. Steinunn Sigurðardóttir & Sigurður Pálsson leggja félaginu lið með túlkun sinni á Skyrgámi – Sigurður Pálsson hefur gert kvæði um Skyrgám og Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann. Reykjavíkurborg hefur frá upphafi stutt verkefnið en óróar Styrktarfélagsins hafa prýtt Óslóartréð, jólatré Reykvíkinga og verið eina skrautið á trénu auk jólaljósanna.
Eimskip hefur frá upphafi flutt Óslóartréð til Reykjavíkur, borgarbúum að kostnaðarlausu.
Dagskrá hátíðarinnar verður túlkuð á táknmáli, heitt kakó og kaffi mun verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið til að auðvelda gestum aðgengi að hátíðarsvæðinu.
 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða, í gegnum síma 411 6010 og netfangið gudmundur@visitreykjavik.is, eða Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða, í gegnum síma 411 6006 og netfangið bjorg@visitreykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 6 =