17. júní - Þjóðhátíð í Reykjavík

Dagskráratriði óskast fyrir 17. júní

Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Í tilefni af afmæli kosningaréttar kvenna eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum 17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 8. maí

Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@reykjavik.is

  • Blómsveigur borinn að leiði Jóns Sigurðssonar
    Blómsveigur borinn að leiði Jóns Sigurðssonar

Heimasíða 17. júní

Saga 17. júní

Í Reykjavík hefur þjóðhátíðardagurinn verið haldinn hátíðlegur með sérstakri hátíðardagskrá á Austurvelli. Fyrst var haldið opinberlega upp á 17. júní á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar árið 1911. Árlega er auglýst eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir skemmtunina í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum.

Hvaða dagskrá er á 17. júní?

Árlega er auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum.

Í Reykjavík hefur þjóðhátíðardagurinn verið haldinn hátíðlegur með sérstakri hátíðardagskrá á Austurvelli, skrúðgöngum, barnaskemmtunum, íþróttum, tónleikum og dansleikjum og fer dagskráin að mestu fram utanhúss. Lengst af hafði íþróttahreyfingin veg og vanda af hátíðarhöldunum en síðari ár hefur íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur borið hitann og þungann af dagskrárgerðinni.

Hvernig er sótt um að hafa atriði?

Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á heimasíðu 17. júní.

Árið 2015 rennur umsóknarfrestur út laugardaginn 9. maí.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Upplýsingar má nálgast í gegnum síma 411 5502 eða netfangið hitthusid@hitthusid.is.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 0 =