Samþykkt stefnumörkun

Á starfsárinu 2017-2018 er eins og undanfarin ár lögð áhersla á eftirfarandi fjóra meginumbótaþætti: Málþroska, læsi og lesskilning; Verk-, tækni- og listnám; lýðræði, jafnrétti og mannréttindi og fjölmenningu.

Skóla- og frístundasvið

Stefna Reykjavíkur um líffræðilega fjölbreytni var samþykkt árið 2016. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun til 10 ára.

Skrifstofa náttúru og garða
Umhverfis- og skipulagssvið

Stefna Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni var samþykkt 5. janúar 2016.

Skrifstofa náttúru og garða
Umhverfis- og skipulagssvið

Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands efndu  til hugmyndasamkeppni um rammaskipulag fyrir Elliðavog og Ártúnshöfða í Reykjavík. 
Tillaga Arkís, Landslags og Verkís (2015) varð hlutskörpust í samkeppninni og lögð til grundvallar tillögu að rammaskipulag fyrir svæðið í heild sinni.
Vinna við tillögu að rammaskipulagi hófst á vormánuðum 2016. Verkefnið hefur verið unnið í nánu samráði við Umhverfis- og skipulagssvið, önnur svið og stofnanir borgarinnar, eftir því sem við átti, undir forystu skipulagsfulltrúa.

Skipulagsfulltrúi

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt árið 2006. Endurskoðuð útgáfa var samþykkt í borgarráði í október 2016. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar eru mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og alþjóðlegir sáttmálar lagðir til grundvallar, svo sem Barnasáttmáli og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastefnan er byggð á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.

Skrifstofa borgarstjórnar
Reykjavíkurborg tekur skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í starfsmannastefnu borgarinnar segir:
„Starfsmaður, sem með orðum, látbragði eða atferli, ógnar, truflar eða ögrar öðrum á vinnustað, leggur starfsmann í einelti eða sýnir honum kynferðislega
áreitni, telst brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað“. Slík hegðun getur leitt til áminningar og eftir atvikum starfsmissis.
Skrifstofa borgarstjórnar

Reykjavíkurborg er þjónustuaðili sem leggur áherslu á að veita borgarbúum aðgengilega, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Stærstur hluti starfsemi Reykjavíkurborgar felst í þjónustu með einum eða öðrum hætti. Íbúar borgarinnar og gestir hennar eru þannig viðskiptavinir hennar og þeir eiga að vita hvers þeir geta vænst þegar þeir sækja þjónustu. Allt starfsfólk borgarinnar þarf að vera samstíga í því að veita góða þjónustu.

Skrifstofa borgarstjórnar

Hér má finna nokkur af helstu stefnuskjölum upplýsingatæknideildar sem varða íbúa og viðskiptavini Reykjavíkurborgar.

Skrifstofa borgarstjórnar

Skjalastefnu Reykjavíkur er ætlað að tryggja örugga meðferð og vörslu opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslu borgarinnar og varðveislu sögu Reykjavíkurborgar að leiðarljósi.

Skrifstofa borgarstjórnar

Upplýsingastefnan var samþykkt í borgarráði 9. júlí. Hún var unnin af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og tekur við af eldri stefnu frá árinu 2000. Stefnan, sem varð til í víðtæku samráðsferli, byggist á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé lykilþáttur í starfsemi borgarinnar. Henni er ætlað að  gera aðgang að upplýsingum og þjónustu við borgarbúa greiðari, skilvirkari og markvissari. Stefnan nær til allra fagsviða borgarinnar, ráða og nefnda, stofnana, starfseininga, kjörinna fulltrúa, fyrirtækja og byggðasamlaga í meirihlutaeigu borgarinnar.

Skrifstofa borgarstjórnar

Stefnan var gefin út í október 2012. Í henni segir m.a. að nemendur skuli fá kennslu og þjálfun í mismunandi lestrarlagi eða lestrartækni, s.s. ítarlestri, nákvæmnislestri, leitarlestri eða skimunarlestri. Einnig að laga skuli kennslu að ólíkri getu nemenda innan hvers nemendahóps. Þá er hvatt til þess að skólar hafi aðgang að kerfisbundnu námsmati sem nái til allra þátta lestrarnámsins og allra aldursstiga svo taka megi réttar ákvarðanir fyrir hvern og einn um áframhaldandi lestrarnám og þjálfun. Einnig er stefnt að því að viðfangsefni barna og unglinga í lestri séu merkingarbær, fjölbreytt og áhugaverð.

Skóla- og frístundasvið

Leiðarljós: Reykjavík gegnir menningarlegu forystuhlutverki. Sjálfsmynd borgarinnar byggir á skapandi hugsun, frumkvæði og menningarlífi í samspili við alþjóðlegar stefnur og strauma. Menningarlífið einkennist af metnaði, fjölbreytni, samvinnu og virkri þátttöku íbúa og gesta. 

Menningar- og ferðamálasvið

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 3 =