Styrkir vegna fasteignagjalda

Í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 segir að sveitarstjórnum sé heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf. Er sveitarfélögum skylt að setja sér reglur um veitingu styrkja á grundvelli ákvæðisins.

Þann 9. september 2004 samþykkti borgarráð að ekki skuli veittir styrkir til niðurfellingar eða lækkunar fasteignaskatta. Á fundi sínum 3. júní 2010 áréttaði borgarráð fyrri samþykkt um málið og samþykkti breytingar á 3. gr. styrkjareglna Reykjavíkurborgar. Í 3. gr. er nú tekið fram að hvorki séu veittir styrkir til kaupa á húsnæði né sérstaklega til greiðslu fasteignaskatts.

Með vísan til ákvörðunar borgarráðs og 3. gr. styrkjareglna Reykjavíkurborgar er ekki hægt að sækja um styrki til greiðslu fasteignagjalda.