Styrkir skóla- og frístundaráðs

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir árlega almenna styrki til ýmissa verkefna og starfsemi sem á einn eða annan hátt stuðlar að bættu starfa á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Umsókn um almenna styrki fer fram í gegnum Rafrænu Reykjavík.  

Auk þess veitir ráðið styrki til ýmissa þróunar- og samstarfsverkefna á starfsstöðum sviðsins.  

Umsóknarfrestur um þróunarstyrki er auglýstur ár hvert og er 1.október 2016 fyrir úthlutanir til verkefna á árinu 2017.

Þróunarstyrkjum skóla- og frístundaráðs er úthlutað  í samræmi við áherslur sem settar eru í starfsáætlun sviðsins. Markmiðið er að styðja við ýmis verkefni sem stuðla að nýjungum, rannsóknum eða nýbreytni í uppeldis- og fagstarfi leikskóla og grunnskóla og í frístundastarfi. 

Vakin er athygli á að ekki eru tilgreindar ákveðnar áherslur þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs fyrir árið 2017 en bent á áherslur og forgangsröðun í starfsáætlun SFS 2016.

Skila skal umsóknum um þróunarstyrki ásamt fylgiskjölum til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 eða á netfangið sfs@reykjavik.is.      

  • ""
  • Styrkþegar úr Fellahverfi 2013.
  • Frá afhendingu styrkja skóla- og frístundaráðs á árinu 2012

Frekari upplýsingar um þróunarstyrki 

Frekari upplýsingar um reglur og umsóknir veitir Guðlaug Sturlaugsdóttir fyrir grunnskóla, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir fyrir leikskóla og Soffía Pálsdóttir, fyrir frístundastarf.
 


 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 8 =