Athuga að pantanir fyrir matarsendingar er í síma 411 9450

Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra og stuðla að því að þeir geti búið lengur heima.

Í dagdvöl er boðið upp á tómstundaiðju, léttar leikfimiæfingar, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Gestir dagdvalar eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis. Dvalartími getur verið frá einum upp í fimm daga í viku. Dagdvöl er rekin á daggjöldum frá velferðarráðuneyti og með greiðsluþátttöku gesta.

Dagdvöl á Lindargötu er skilgreind sem hjúkrunardagdvöl, en þangað koma einstaklingar sem greindir hafa verið með minnissjúkdóma af völdum heilabilunar. Pláss er fyrir 18 einstaklinga í senn.

Þegar pláss losnar er hringt í aðstandanda umsækjanda og honum ásamt umsækjanda boðið á kynningu á dagdvöl. Skriflegar umsóknir eiga að berast til deildarstjóra og skilyrði fyrir vist er að hinn aldraði sé með heilabilun.

Hjúkrunardeildarstjóri er Ásta Sigríður Sigurðardóttir