Hlutverk Ljósmyndasafns Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur skal varðveita ljósmyndir, glerplötur, filmur og skyggnur  með þeim hætti að borgarbúar og gestir þeirra hafi sem bestan aðgang að ljósmyndum í eigu safnsins.  Safninu er jafnframt ætlað að byggja upp og varðveita safn íslenskra ljósmynda sem varpa ljósi á sögu greinarinnar, skrá það, varðveita og sýna. Leitast skal við að afla myndasafna sem endurspegla sem best íslenskan ljósmyndaarf, sem og myndefnis sem tengist Reykjavík.

 

Opnunartími

Skrifstofur og safnbúð opið mánudaga – föstudaga 10:00 – 16:00
Sýningar opnar mánudaga til föstudaga 12:00 – 19:00
Föstudaga 12:00 – 18:00
Um helgar 13:00 -17:00

Meginmarkmið

  • Ljósmyndasafn Reykjavíkur sé öllum aðgengilegt.
  • Safnið gegni hlutverki sínu á framúrskarandi hátt.
  • Skipulag starfseminnar skýr og stjórnun hennar.
  • Starfsemin einkennist af þrótti og metnaði.
  • Ljósmyndir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna.
  • Að tryggja örugga varðveislu safnkosts.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er eina sjálfstætt starfandi ljósmyndasafnið á landinu.  Það var upphaflega stofnað sem einkafyrirtæki árið 1981 en árið 1987 eignaðist Reykjavíkurborg safnið. 

Starf safnsins

Ljósmyndasafn Reykjavíkur leggur einnig stund á og stuðlar að rannsóknum á ljósmyndun á öllum sviðum, svo sem ljósmyndasögu, listfræði og forvörslu svo nokkuð sé nefnt.  Ljósmyndasafnið skapar fræði- og fagfólki aðstöðu og tækifæri til fjölbreyttra rannsókna á ljósmyndum og þáttum henni tengdri.  Það er með safnkennslu fyrir öll skólastigin um sögu ljósmyndarinnar s.s tækniþróun, sem listgrein og heimild.

 

Aðstaðan

Á safninu er starfrækt myndvinnsla sem annast vinnslu á myndum fyrir safnið og viðskiptavini. Safnið veitir almenningi, fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar ráðgjöf og þjónustu á sviði ljósmyndunar.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir ljósmyndaefni sitt við fullkomnar geymsluaðstæður í geymslum sem eru hannaðar samkvæmt ströngustu kröfum um varðveisluskilyrði.  Á staðnum er sérútbúið forvörsluverkstæði.  Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölda ljósmyndasýninga ár hvert, bæði eitt og sér, og í samstarfi við önnur söfn og fyrirtæki.  Sýningarsalur Ljósmyndasafnsins er á 6.hæð Grófarhúss.

http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 13 =