Langahlíð 3, þjónustuíbúðir

Fjölbýlishúsið að Lönguhlíð 3 var tekið í notkun árið 1978. Íbúðir í húsinu eru 33, þar af 32 einstaklingsíbúðir og 1 tvíbýli. Í húsinu er starfrækt félags- og tómstundastarf, hárgreiðsla og fótsnyrting.  Hægt er að kaupa fullt fæði alla daga og fá aðstoð við böðun svo eitthvað sé nefnt. Heimaþjónusta er veitt samkvæmt einstaklingsbundnu mati.  Öryggiskerfi er í öllum íbúðum og vakt allan sólarhringinn.

Verkefnisstjóri er yfirmaður allrar starfsemi í húsinu. Sími hans er 552 4161.

  • Langahlíð 3, þjónustuíbúðir.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 0 =