Hvað er Höfuðborgarstofa?

Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á heildarkynningu Reykjavíkur á sviði ferðamála innanlands og utan. Stofan vinnur stöðugt og markvisst að því að skilgreina sóknarfæri og styrkleika Reykjavíkur á sviði ferðamála, m.a. með samþættingu nýsköpunar og vöruþróunar, markaðssetningar og viðburða.

Höfuðborgarstofa rekur einnig öfluga upplýsingamiðlun fyrir  ferðamenn þar sem lögð er áhersla á faglega þjónustu sem tekur til landsins alls. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11.

Höfuðborgarstofa sér um framkvæmd á skilgreindum borgarhátíðum og er farvegur fyrir undirbúning, framkvæmd og kynningu á viðburðadagatali borgarinnar auk þess að sinna samráði og ráðgjöf við skipuleggjendur viðburða.

Hefðbundið starf ferða- og markaðsmála má flokka með þrennum hætti; innra starf, staðbundin markaðssetning og alþjóðleg markaðssetning. 

Helstu verkefni í ferða- og markaðsmálum

  • Almannatengsl. Móttaka erlendra blaðamanna og aðila í ferðaþjónustu er stór hluti af starfsemi starfsmanna ferða- og markaðsmála og skilar sér í öflugri kynningu á Reykjavík í erlendum fjölmiðlum og ferðabæklingum. Höfuðborgarstofa er í samstarfi við lykilaðila í ferða- og markaðsmálum vegna komu erlendra blaðamanna svo sem Ferðamálastofu og Icelandair. Höfuðborgarstofa sinnir einnig blaðamönnum sem hingað koma vegna hátíða og viðburða í borginni.
  • Ýmiskonar markaðstengt samstarf við lykilaðila í ferðaþjónustu og útflutningi.
  • Alþjóðleg markaðssetning á helstu lykilmörkuðum.
  • Þátttaka í ferðasýningum innanlands og erlendis.
  • Ferðavefsvæðið www.visitreykjavik.is er opinber ferðavefur Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni í hátíða- og viðburðahaldi

Stofnun og tilgangur

Höfuðborgarstofa tók til starfa í ársbyrjun 2003 og sinnir hún þríþættum verkefnum fyrir hönd Reykjavíkurborgar; rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík (UMFR), almennum ferða- og kynningarmálum Reykjavíkur auk þess að bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd ýmissa lykilviðburða á vegum borgarinnar, s.s. Safnanætur, Menningarnætur, Aðventuhátíðar o.fl. og vera ráðgefandi fyrir skipuleggjendur stórra viðburða í borginni.

Með stofnun Höfuðborgarstofu undirstrikar Reykjavíkurborg aukna áherslu á mikilvægi ferða- og markaðsmála fyrir borgina í heild. Hjá miðstöðinni hefur orðið til nýr vettvangur fyrir samstarf á vettvangi ferðaþjónustu. Skýr farvegur fyrir ferða- og kynningarmál í tengslum við viðburðaskrifstofu skapar jafnframt nýja möguleika í vöruþróun t.d. á sviði menningar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu og er því mjög þýðingarmikið framlag til að styrkja stöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar Íslands í samkeppni á alþjóðavettvangi.

Heimilisfang: 
Tjarnargata 11
101 Reykjavík
Sími: 
411 6000

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 8 =