Afgreiðslutími

Mánudaga - föstudaga 11:00 - 19:00,
Sunnudaga 12:00 - 16:00 (1. sept. - 31. maí).

Sögubíllinn Æringi hefur bækistöð í Menningarhúsi Árbæ.

Borgarbókasafnið – menningarhús Árbæ opnaði í febrúar 2004. Safnið sem er um 550 m2er í Ásnum og í góðu sambýli við m.a. verslun, bakarí og pítsustað.
Safnkosturinn er um það bil 30.000 eintök, bækur, tímarit, mynddiskar, íslenskir tóndiskar, hljóðbækur, tungumálanámskeið og margmiðlunarefni.
Öll aðstaða er til fyrirmyndar í safninu. Barnadeildin er björt og aðlaðandi, góð lestraraðstaða er fyrir gesti, tölvur eru fyrir almenning og heitur reitur. Hægt er að panta sögustundir og safnkynningar.
Þá eru haldnar sýningar af ýmsu tagi á Veggnum og í safninu er starfandi leshringurinn Karla- og konubækur. Hann hittist fyrsta miðvikudag í mánuði yfir veturinn kl 16.15. Nánari upplýsingar um lesefni og annað má nálgast hér. Prjónaklúbburinn Árdokkurnar hittast alla þriðjudaga kl. 13-15 yfir veturinn.
 
Safnstjóri er Katrín Guðmundsdóttir