Vesturbær

  • Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfirisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Listin flytur inn í gömlu síldarverksmiðjuna í haust
12.02.2016
Í dag var gengið formlega frá samningum um Marshall húsið, en byggingin fær á haustmánuðum nýtt hlutverk þegar listamannarekin gallerí og vinnustofur listamanna opna þar. Marshall húsið er að Grandagarði 20, byggt 1948 sem síldarverksmiðja, sem að hluta til var fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna. 
 
11.02.2016
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnarverkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum eða almennt í borginni.  
Samstarfsverkefni Breiðholtsskóla og leikskólanna Borgar og Bakkaborgar fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Fjölmenningarhátíð í Neðra Breiðholti.
10.02.2016
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs voru afhent á árlegri fagstefnu grunnskólakennara í dag, Öskudagsráðstefnunni, þar sem 600 kennarar settust á rökstóla um nemendamiðað skólastarf. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 1 =