Vesturbær

  • Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfirisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

27.05.2016
Fjölbreytileikanum í borginni verður fagnað í áttunda sinn í Hörpu laugardaginn 28. maí á árlegum Fjölmenningardegi borgarinnar.  Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 15.000 manns sóttu hátíðina í fyrra og sökum vinsælda var ákveðið að færa hátíðahöldin í Hörpuna. 
Fjölmenni á málþinginu sem nú stendur yfir.
27.05.2016
Fjölmenni er á málþingi i Listasafni Reykjavíkur sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir í samvinnu við Reykjavíkurborg. Yfirskrift málþingsins er Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.  
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur kvikmyndleikstjóri og eigandi RVK Studios undirrita samninginn.
27.05.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur undirrituðu í dag samning um kaup kvikmyndafyrirtækisins RVK Studios á fasteignum í Gufunesi undir kvikmyndaver.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 4 =