Vesturbær

  • Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfirisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

04.05.2016
Nýjar lóðir í Vesturbugt við gömlu höfnina eru nú tilbúnar til útboðs, en Reykjavíkurborg hefur óskað eftir umsóknum frá áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali og samkeppnisviðræðum vegna byggingarréttar og uppbyggingar á lóðum 03 og 04 við Hlésgötu í Vesturbugt. 
 
04.05.2016
Manngæska og fagþekking einkennir einstaklingana, verkefnið og starfstaðinn sem hlutu hvatningarverðlaun velferðarráðs 2015. Verðlaunin voru veitt í  fimmta sinn við hátíðlega athöfn í safni Ásmundar Sveinssonar.
Borgarstjóri ásamt þeim sem fengu viðurkenningu f.v. Fjóla Ösp Baldursdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Hekla Soffía Gunnarsdóttir, Erna Þórey  Sigurðardóttir,  Freyja Dís Gunnarsdóttir, Þorgerður Þorkelsdóttir og Kári Pálsson.
04.05.2016
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók þátt í hreinsunarátaki í dag ásamt starfsfólki ráðhúss Reykjavíkur og hirti upp rusl og tók til í nágrenni við ráðhúsið. Hann notaði tilefnið og heiðraði nokkra unga eldhuga í umhverfismálum sem hafa meðal annars komið á fund til hans og staðið fyrir hreinsunarátaki á eigin vegum í nágrenni sínu. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =