Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfirisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

23.11.2015
Hér með má sjá dagskrá aðventunnar að Aflagranda 40. Klikkið á textann þá sjáið þið dagskrána neðan til hægra megin á síðunni. Tökum vel á móti öllum, alltaf. 
17.11.2015
Í vetur stendur frístundamiðstöðin Frostaskjól fyrir foreldrafræðslu í samvinnu við Vesturgarð og foreldrafélögin í Vesturbænum.
Fræðslan fer fram í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli, Frostaskjóli 2, og er markmiðið að bjóða uppá skemmtilega og fjölbreytta fræðslu fyrir foreldra í hverfinu.
 
Miðvikudaginn 18. nóv. kl. 19.30 - 21.30 mun Páll Ólafsson fjalla um jákvæð samskipti, af hverju eru þau mikilvæg?
Páll mun fjalla um jákvæð samskipti foreldra og barna, uppeldi , hvernig á að tala við og hlusta á börn, barnavernd, netnotkun barna, o.s.frv. Lifandi, áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur.
 
Hvetjum alla foreldra og aðra áhugasama til þess að mæta, því þetta er áhugavert efni hjá páli.
 
Skrifað var undir í Höfða í dag.
16.11.2015
Skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í Höfða í dag. Þátttaka var framar öllum vonum en alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 0 =