Skrifstofa þjónustu og reksturs

Skrifstofa þjónustu og reksturs hefur yfirumsjón með og annast samræmingu á þjónustu borgarinnar, sérstaklega rafrænni þjónustu, þjónustu í framlínu og upplýsingatæknimálum borgarinnar. Skrifstofa þjónustu og reksturs skipar fjórar starfseiningar: þjónustudeild, skjaladeild, upplýsingatæknideild og rafræna þjónustumiðstöð.

Skrifstofustjóri SÞR er Óskar J. Sandholt.

 

Framlínuþjónusta

Þjónustudeildin er ráðgefandi um þjónustumál og gegnir samræmingarhlutverki á sviði framlínuþjónustu hjá borginni. Þjónustuver Reykjavíkurborgar sinnir móttöku gesta og erinda á Höfðatorgi og í ráðhúsi Reykjavíkur, ásamt símsvörun, vöktun upplýsinganetfangs borgarinnar og úrvinnslu fyrir flest svið og skrifstofur. Þjónustudeildin ber ábyrgð á rekstri Ráðhúss, Höfðatorgs, Höfða, Tjarnargötu 12 sem og umsjón með mötuneytum Ráðhúss og Höfðatorgs
Deildarstjóri þjónustudeildar er Halldór N. Lárusson.

Skjalamál

Skjaladeild tilheyra skjalaverið á Höfðatorgi og skjalasafn Ráðhúss. Þessar einingar hafa umsjón með skjalamálum miðlægrar stjórnsýslu og sviða sem hafa aðsetur á Höfðatorgi. Þar er jafnframt ábyrgð á faglegri þróun hópvinnu- og skjalavistunarkerfisins GoPro hjá Reykjavíkurborg.

Deildarstjóri skjaladeildar er Halla María Árnadóttir.

 

Upplýsingatæknimál 

Upplýsingatæknideild hefur yfirumsjón með upplýsingatæknimálum Reykjavíkurborgar. Skrifstofan ber ábyrgð á þjónustu vegna tölvubúnaðar, rekstri miðlægra kerfa, tæknilegu þróunarstarfi, hugbúnaðarþróun, samskiptum og samningum við birgja.

Deildarstjóri UTD er Jón Ingi Þorvaldsson.

Skrifstofa þjónustu og reksturs
Borgartúni 12 - 14,
Sími: 4 11 11 11,
Netfang: upplysingar@reykjavik.is.

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 2 =