Skrifstofa þjónustu og reksturs

Skrifstofa þjónustu og reksturs hefur yfirumsjón með og annast samræmingu á þjónustu borgarinnar, sérstaklega rafrænni þjónustu, þjónustu í framlínu og upplýsingatæknimálum borgarinnar. Skrifstofu þjónustu og reksturs skipa þrjár deildir: þjónustudeild, skjaladeild og upplýsingatæknideild.

Skrifstofustjóri er Óskar J. Sandholt.

 

Framlínuþjónusta

Þjónustudeild er ráðgefandi um þjónustumál og gegnir samræmingarhlutverki á sviði framlínuþjónustu. Þjónustuver Reykjavíkurborgar sinnir móttöku gesta og erinda á Höfðatorgi, ásamt símsvörun, vöktun upplýsinganetfangs borgarinnar og úrvinnslu fyrir flest svið og skrifstofur. Rekstur og þróun Rafrænnar Reykjavíkur heyrir nú undir þjónustudeildina og fer það vel með starfsemi þjónustuversins. Er markmiðið að gera Rafræna Reykjavík enn aðgengilegri fyrir íbúana. Rekstur stjórnsýsluhúsanna, Ráðhússins, Höfðatorgs, Höfða, ásamt Tjarnargötu 11, sem og mötuneyti Ráðhúss og Höfðatorgs eru í umsjón þjónustudeildarinnar. 

Deildarstjóri þjónustudeildar er Halldór Nikulás Lárusson.

 

Skjalamál

Skjaladeild tilheyra skjalaverið á Höfðatorgi og skjalasafn Ráðhúss. Þessar einingar hafa umsjón með skjalamálum miðlægrar stjórnsýslu og sviða sem hafa aðsetur á Höfðatorgi. Þar er jafnframt ábyrgð á faglegri þróun hópvinnu- og skjalavistunarkerfisins GoPro hjá Reykjavíkurborg.

Deildarstjóri skjaladeildar er Halla María Árnadóttir.

 

Upplýsingatæknimál 

Upplýsingatæknideild hefur yfirumsjón með upplýsingatæknimálum Reykjavíkurborgar. Skrifstofan ber ábyrgð á þjónustu vegna tölvubúnaðar, rekstri miðlægra kerfa, tæknilegu þróunarstarfi, hugbúnaðarþróun, samskiptum og samningum við birgja.

Deildarstjóri UTD er Jón Ingi Þorvaldsson.

Skrifstofa þjónustu og reksturs
Borgartúni 12 - 14,
Sími: 4 11 11 11,
Netfang: upplysingar@reykjavik.is.

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 1 =