Reglur um útleigu Tjarnarsals

 • Frá bókamessu í Tjarnarsal 2013
 • Stóra upplestrarkeppnin í Tjarnarsalnum 2013
 • Móttaka í Tjarnarsalnum
TJARNARSALUR RÁÐHÚSS REYKJAVÍKUR
 
 •  Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur er leigður undir sviðsviðburði, ráðstefnur, fundi og uppákomur. Salurinn er ekki leigður fyrir einkasamkvæmi. Salurinn skiptist í austur- og vestursal og er ýmist hægt að leigja annan hvorn eða báða salina í einu. Einnig er hægt að leigja gönguás undir viðburði.
 • Óheimilt er að innheimta aðgangseyri að viðburðum en minni háttar sala, s.s. sala geisladiska eða annars efnis tilheyrandi viðkomandi viðburðum er heimil. Þá eru allar auglýsingar fyrirtækja óheimilar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
 • Viðburðastjórn Ráðhúss er tengiliður fyrir leigu á Tjarnarsal. Viðburðastjórn aðstoðar leigutaka við skipulagningu en uppsetning er alfarið á ábyrgð og í höndum leigutaka sem skal hafa samráð við húsvörslu Ráðhúss. Engin ábyrgð er tekin á munum eða sýningargripum.
 • Innifalið í leigu á Tjarnarsal eru stólar, senupallur, fatahengi, flettitafla, ræðupúlt og hljóðkerfi fyrir fundi.
 • Í leigu á Tjarnarsal er ekki innifalið hljóðkerfi fyrir tónlistarflutning, hljóðmaður, skjávarpi, tölva eða veitingar. Hægt er að leigja tölvu, skjávarpa og tjald gegn gjaldi samkvæmt verðskrá. Engin sýningarskilrúm eru til staðar og óheimilt er að setja slíkt upp nema í samráði við viðburðastjórn.
 • Heimilt er að bera fram veitingar í Tjarnarsal gegn því skilyrði að einn starfsmaður að lágmarki á vegum Tjarnarsalar sé ráðinn til framreiðslu og greiðist kostnaður við það aukalega samkvæmt verðskrá. Hægt er að útvega fleira starfsfólk til framreiðslu sé þess óskað.
 • Fari fjöldi gesta yfir 50 eða fari viðburður fram utan hefðbundins opnunartíma Ráðhússins bætist við kostnaður fyrir viðbótar starfsmann samkvæmt verðskrá. Opnunartími Ráðhúss Reykjavíkur.
 • Við bókun þarf að greiða staðfestingargjald, kr.20.000 að viðbættum 25,5% virðisaukaskatti. Staðfestingargjaldið er óafturkræft en dregst frá heildarupphæð við uppgjör.
 • Ofan á leigutaxta bætist við 25,5% virðisaukaskattur.
Verðskrá (verð án VSK 25,5%)
 
Leiga fyrir sýningarhald í Ráðhúsi Reykjavíkur
A) Austur- eða vestursalur Grunnleiga 15.000kr.
     Daggjald 5.000kr.
B) Austur- og vestursalur Grunnleiga 30.000kr.
     Daggjald 10.000kr.
C) Gönguás Grunnleiga 15.000kr.
      Daggjald 5.000kr.
 
Leiga fyrir vörusýningar/stuttar sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur:
A) Austur- eða vestursalur Daggjald 25.000kr.
B) Austur- og vestursalur Daggjald 50.000kr.
C) Gönguás Daggjald 25.000kr.
 
Leiga fyrir ráðstefnur, fundi eða sviðsviðburði í Tjarnarsal Ráðhúss:
 
Grunnleiga mánudaga til föstudaga.
A) Vestur- eða austursalur Hálfur dagur – 1 til 4 klst. 60.000kr.
B) Vestur- eða austursalur Heill dagur – 1 til 7 klst. 80.000kr.
C) Vestur- og austursalur Hálfur dagur – 1 til 4 klst. 120.000kr.
D) Vestur- og austursalur Heill dagur – 1 til 7 klst. 160.000kr.
 
Grunnleiga laugardaga og sunnudaga:
A) Vestur- eða austursalur Hálfur dagur – 1 til 4 klst. 75.000kr.
B) Vestur- eða austursalur Heill dagur – 1 til 7 klst. 100.000kr.
C) Vestur- og austursalur Hálfur dagur – 1 til 4 klst. 150.000kr.
D) Vestur- og austursalur Heill dagur – 1 til 7 klst. 200.000kr.
 
Annað:
 
Borðbúnaður
Bollar 60kr.
Diskar, hnífapör o.fl. 100kr.
Glös 60kr.
Dúkar, litlir 800kr.
Dúkar, stórir 1.400kr.
Tækjabúnaður:
Tölva 5.000kr.
Skjávarpi og tjald 10.000kr.
Aðstoð:
Viðbótarstarfsmaður 30.000kr.
Framreiðsla lágmark 16.000kr.
Hljóðmaður lágmark 18.000kr.
 
Fyrirspurnir og pantanir berist á vidburdastjorn@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 4 =