Fjölmenningarráð

Umboð

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar starfar í umboði borgarráðs með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt þessari, samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 og eftir því sem lög mæla fyrir um. 

Verksvið

Fjölmenningarráðið skal vera borgarstjórn og nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru innflytjendur. Ráðið skal stuðla að hvers konar upplýsingagjöf og samstarfi Reykjavíkurborgar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til borgarráðs sem varðar verksvið þess. Ráðið skal leitast við að tengja saman fjölmenningarleg samfélög á Íslandi, byggja brýr á milli Íslendinga og innflytjenda, koma málefnum innflytjenda á framfæri og stuðla að friðsamlegu fjölmenningarlegu samfélagi. 

Hlutverk

Fjölmenningarráðið er vettvangur samráðs borgarbúa sem eru innflytjendur, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og er virkur þátttakandi í allri stefnumörkun málaflokksins. Fjölmenningarráðið er ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og stuðlar, í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru innflytjendur. 

Skipan

Fjölmenningarráðið er skipað 5 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs tvo fulltrúa og tvo til vara, þrír fulltrúar og þrír til vara eru kosnir beinni kosningu til tveggja ára í senn á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn kýs formann ráðsins en fjölmenningaráðið sjálft kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.
 
Netfang fjölmenningarráðs er: fjolmenningarrad@reykjavik.is

Fjölmenningaráðs fréttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =