Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf

Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf er keppni um tæknilausnir fyrir aldraða og fatlað fólk. Höfuðborgir Norðurlandanna fimm, Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Reykjavík, ásamt Nordic Innovation leita samstarfsaðila til að koma á nýrri tegund samstarfs og skipulagningu er varðar lausnir í velferðarþjónustu. 

  • Frá vinstri; Ran Ma, sem hlaut nemendaverðlaun, Vilde Lepsøy, Camilla Strand og Trond Morten Træet en þau eru að baki verðlaunalausnarinnar AbleOn Medical og að síðustu eru þau Ingrid Lonar, Halvor Wold og Eirik Gjelsvik hugsmiðir Assistep.

Markmið samkeppninnar er að þróa nýjar tæknilausnir sem geta hjálpað öldruðu og fötluðu fólki til þess að lifa sjálfstæðu lífi, þannig að það sé síður háð kostnaðarsamri opinberri þjónustu.

Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfi við einkafyrirtæki, sprotafyrirtæki, rannsóknastofnanir, námsmenn, heilbrigðisstarfsmenn innan sveitarfélaga sem utan og við áhugasama einstaklinga. Markmiðið er að veita brautargengi hugmyndum sem byggja á nýsköpun í þjónustu  við aldraða og fatlað fólk og tæknin geti á eigin forsendum veitt þeim betri lífsgæði.

Fagna ber framlögum frá stofnunum á sviði heilbrigðis- og velferðarmála og frá öðrum aðilum. Markmiðið er að skapa frjóan jarðveg eða vettvang til að skiptast á hugmyndum og miðla nýrri innsýn til þess að þær geti þróast áfram. Vonast er til að þróaðar verði nýjar lausnir til aðstoðar við aldrað og fatlað fólk eða fagfólk sem veitir því þjónustu auk þess að skapa viðskiptatækifæri bæði fyrir starfandi og ný fyrirtæki í nýsköpun.

Hverjum leitar þú lausna fyrir?

Leitað er lausna sem auðvelda fötluðu fólki og öldruðum að lifa sjálfstæðu lífi.  Ef þú vilt kynnast markhópnum betur er hægt að kynna sér ólíkar þarfir hópsins á vef samkeppninnar. Meðal verkefna eru lausnir sem hjálpa fólki að muna, að fara milli staða eða draga úr einveru. Keppnin er um lausnir sem gera fólki kleift að taka virkan þátt í samfélaginu og njóta sömu lífsskilyrða og aðrir þrátt fyrir öldrun eða fötlun.

 

Samkeppnin verður í þremur áföngum:

  1.  Í fyrsta áfanga verður áhugasömum aðilum boðið að gera grein fyrir hugmyndum sínum en hægt er að senda hugmyndir inn á http://www.realchallenge.info/ til 18. mars 2015. Valdar verða 75 hugmyndir og þátttakendum boðið að taka þátt í vinnusmiðjum í Kaupmannahöfn 4. og 5. maí 2015. Þar skapast vettvangur til að deila hugmyndum og veittar verða upplýsingar um fyrirliggjandi þarfir og kröfur sem gerðar eru til lausna í samkeppninni fyrir næsta niðurskurð en 25 hugmyndir verða valdar til að halda áfram keppni.
  2. 25 fyrirtæki eða hópar verða valdir úr fyrsta áfanga til þess að gera frumgerðar, þar sem hugmyndir þeirra geta þróast í raunverulegar tækninýjungar eða lausnir. Veitt verður leiðsögn og stuðningur til að beita þeim á hagnýtan hátt og leiðbeina um hvernig hægt er að markaðsetja 
  3. Í þriðja áfanga fara þeir fimm aðilar sem komast í úrslit og fá þeir tækifæri til að prófa lausnirnar í raunverulegum aðstæðum í höfuðborgunum fimm. Keppendur fá styrk að upphæð 300 þúsund NKR (rúmlega 5 milljónir ISK) til þess að mæta kostnaði við þróun hugmynda.

Að lokum verða veitt fyrstu verðlaun að upphæð 1 milljón norska króna eða tæplega 17 milljónir íslenskra króna.  Auk aðalverðlauna verða veitt sérstök verðlaun fyrir þverfaglega norræna samvinnu og námsmannaviðurkenning.

Á meðan á samkeppninni stendur munu Norrænu höfuðborgirnar fimm aðstoða umsækjendur eins og kostur er við þróun hugmynda. Þetta verður gert með því að veita þeim, styrk og skilning á þörfum markhópsins og þess fagfólks sem annast hann. Sú vinna verður í samvinnu við fagfólk í borgunum, frumkvöðla og þróunarfyrirtæki. Auk þessa verður samráð við alþjóðlega sérfræðinga sem hafa þekkingu á nýsköpun sem á sér stað í gegnum verðlaunakeppni sem þessa.

Netfang keppninnar á velferðarsviði Reykjavíkur er sjalfstaettlif@reykjavik.is
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 1 =