Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, fimmtudaginn 14. febrúar, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 72. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 1 og hófst kl. 11,00. Mættir voru: Guðrún Erla Geirsdóttir, formaður, Sigrún Elsa Smáradóttir og Kjartan Magnússon. Auk þeirra sátu fundinn Björn Júlíusson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ellý K. J. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, kom á fundinn og skýrði skipurit Umhverfis- og heilbrigðisstofu og sagði frá helstu áherslum í starfi stofunnar til að byrja með og tengslunum við Vinnuskóla Reykjavíkur sem fellur undir svið hennar en er undir sérstakri stjórn.

2. Rætt um laun leiðbeinenda í sumarstarfi hjá Vinnuskólanum og samanburð við laun annarra hópa eins og t.d. kennara og verkstjóra. Skólastjóri fer á fund í Kjaraþróunardeild síðar í dag þar sem fjallað verður um launatöflu leiðbeinenda og starfskjör hópsins.

3. Skólastjóri greindi frá því að sumarstörfin hjá Vinnuskólanum eru kynnt á heimasíðu skólans og hægt er að sækja um og skrá sig rafrænt. Síðar í febrúar verða sumarstörf leiðbeinenda auglýst í dagblöðum og á veggspjöldum sem sett verða upp í skólum á háskólastigi og fleiri stöðum.

Fundi slitið kl. 12,30

Guðrún Erla Geirsdóttir
Kjartan Magnússon
Sigrún Elsa Smáradóttir