Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

8. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 4. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ölduselsskóla og var þetta 8. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Félagi skólastjóra og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð og Reynir Daníel Gunnarsson, skólastjóri Ölduselsskóla.

1. Skólastjóri Ölduselsskóla bauð fræðsluráð velkomið í skólann og reifaði tvö mál sem að hans mati brenna á skólanum. Annars vegar úrræði í framhaldsskólum fyrir nemendur sem ekki ljúka grunnskólaprófi, hins vegar umsjón með tölvuneti skóla sem orðin er afar umsvifamikil en er metin til örfárra tíma á viku (2 tímar á viku miðað við fullt starf).

2. Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar skóla og leikskóla frá 28. október sl.

3. Formaður gerði grein fyrir fundum með skólastjórum í Árbæ, Vesturbæ og Laugarneshverfi þar sem fjallað var um áætlun um einsetningu grunnskóla á næstu 5 árum. Í Árbæ er eindreginn vilji skólastjóra fyrir byggingu nýs barnaskóla og að gera Árbæjarskóla að safnskóla fyrir unglingastig, í Laugarneshverfi voru skólastjórar hins vegar ekki á því að byggja nýjan barnaskóla í Kirkjutúnshverfi og í Vesturbæ eru enn uppi fleiri en ein hugmynd um hvernig rétt sé að standa að byggingamálum. Vísað til Fræðslumiðstöðvar og byggingadeildar að áætla kostnað af tvenns konar útfærslu í Vesturbæ og Laugarnesi.

Rætt um skiptingu milli barnaskóla og unglingaskóla: Vísað til Fræðslumiðstöðvar að safna rökum, menntunarlegum og félagslegum fyrir því hvort heppilegra sé að flutningur milli skóla eigi sér stað í 7. eða 8. bekk. Vísað til foreldrafélaga að taka upp umræðu um þetta mál.

Kl. 13.20 tóku Inga Jóna Þórðardóttir og Bryndís H. Bjartmarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Ölduselsskóla, sæti á fundinum og Guðmundur Gunnarsson og Reynir Daníel Gunnarsson viku af fundi.

4. Lagt fram erindi frá skólastjóra Selásskóla, dags. 16. október sl., varðandi húsnæðismál skólans. Vísað til byggingarnefndar skóla og leikskóla.

5. Lagt fram erindi frá foreldraráði Álftamýrarskóla, dags. 25. október sl., varðandi framkvæmdaáform í húsnæðismálum skólans. Vísað til byggingarnefndar skóla og leikskóla.

6. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun: Fræðsluráð telur afar æskilegt að aukið samráð verði haft milli umhverfismálaráðs og fræðsluráðs um skólalóðir og opin leiksvæði í borginni. Nú stendur m.a. fyrir dyrum viðbygging og hönnun lóðar við Æfingaskóla KHÍ. Í því skólahverfi er skortur á leiksvæðum fyrir börn og því brýnt að vel takist til um hönnun leiksvæðis þar.

7. Fræðslustjóri gerði grein fyrir vinnu við fjárhags- og starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar og kynnti að á næsta fundi fræðsluráðs yrðu lögð fram drög að þessari áætlun.

8. Lagðar fram tillögur úthlutunarnefndar Þróunarsjóðs grunnskóla Reykjavíkur um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Samþykkt.

9. Lagt fram til kynningar þakkarbréf frá foreldrafélagi Æfingaskólans, dags. 9. október sl., vegna afstöðu fræðsluráðs í byggingamálum skólans.

10. Lagt fram erindi frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum í Kópavogi, dags. 15. október sl., um fjárframlag til skólans vegna nemenda sem búsettir eru í Reykjavík. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar á Fræðslumiðstöð.

11. Lögð fram til kynningar drög að samningi Reykjavíkurborgar við Barnavinafélagið Sumargjöf.

12. Lögð fram tillaga frá Huldu Ólafsdóttur svohljóðandi: Fræðsluráð samþykkir að fela fræðslustjóra að gera áætlun um hvernig koma megi til móts við þarfir barna með sérstaka hæfileika á einhverju sviði. Hér getur verið um s.k. afburðagreind börn að ræða og börn með ákveðna sérgáfu. Leitast verði við að skilgreina hæfileikarík börn og þarfir þeirra og safna upplýsingum um fjölda slíkra barna í grunnskólum Reykjavíkur. Greinargerð fylgir tillögunni. Umfjöllun frestað til næsta fundir.

13. Lagðar fram umsóknir eftirfarandi kennara um launalaus leyfi: Elín Viðarsdótttir kt.: Hvassaleitisskóla 1. ág. 1996 - 31. júl. 1997 Sólveig Bergs kt.: Seljaskóla 1. maí - 4. jún. 1997 Svanfríður S. Franklínsdóttir kt.: Laugarnesskóla 15. jan. - 5. jún. 1997 Samþykkt.

14. Lögð fram umsókn Helgu Stefánsdóttur, kt.: 191150-2449, kennara við Árbæjarskóla, um aukningu á stöðuhlutfalli úr 2/3 í 1/1. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14.30

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber