Bugðuhátíð á Klambratúni

Fjórir leikskólar sem taka þátt í svonefndu Bugðu-samstarfi verða með vorhátíð á Klambratúni miðvikudaginn 16. maí. Þetta eru leikskólarnir Brákarborg, Garðaborg, Klambrar og Rauðhóll. Þar munu börn, starfsfólk og foreldrar skemmta sér saman í leik og sköpun.

Settar verða upp stöðvar á túninu þar sem hátíðargestum stendur til boða að skemmta sér og leika. Börnin munu fara á milli stöðva í litlum hópum með kennurum sínum og eru foreldrar og aðrir aðstandendur einnig velkomnir að vera með.

Sjá auglýsingu fyrir Bugðuhátíðina.