Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Miðvikudaginn 16. ágúst var haldinn 307. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:15.
Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kjartan Magnússon, Benedikt Geirsson og Frímann Ari Ferdinandsson.
Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri.
Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf Auðar Ólafsdóttur dags. 15. maí sl. ásamt drögum að svari íþrótta- og tómstundaráðs.

2. Lagt fram bréf Jónasar Páls Björnssonar og Raj Bonifacius dags. 3. júlí sl. varðandi byggingu tennishúss og íþróttahúss fyrir M.H..
Greinargerð og kostnaðaráætlun fylgir bréfinu.

3. Lagður fram samningur varðandi aðstöðu fyrir Brettafélag Reykjavíkur.

4. Lagðar fram reglur um styrkveitingar til íþróttamannvirkja íþróttafélaga í Reykjavík.

5. Lagðar fram reglur ÍBR og ÍTR um styrki vegna æfinga og keppni.

6. Lagðar fram reglur ÍBR um ferðastyrki til íþróttafélaga.

7. Lagt fram afrit af bréfi framkvæmdastjóra ÍTR og borgarverkfræðings dags. 11. júlí sl. varðandi viðbótarsamning vegna Egilshallar.
Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júlí sl. varðandi samþykkt borgarráðs um mál Egilshallar.

8. Rætt um gerð starfsáætlunar og fjárhagsáætlunar vegna ársins 2002.

9. Lagt fram bréf Knattspyrnudeildar Fjölnis dags. 26. júlí sl. með ósk um afnot af Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi fyrir tónleika og dansskemmtun.
Vísað til framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra.

10. Lagt fram bréf Bjarna E. Sigurðssonar dags. 31. júlí sl. vegna starfsemi Reiðskólans Þyrils og ósk um styrk vegna starfsemi fyrir fatlaða.
Vísað til framkvæmdastjóra.

11. Lögð fram drög að samstarfssamningi milli ÍTR og Skíðadeilda ÍR og Víkings varðandi skíðasvæðið við Hengil.
Frestað.

12. Lögð fram að nýju drög að samskiptasamningi milli ÍBR og ÍTR.
Samþykkt að taka samninginn til endurskoðunar innan árs.

13. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum fyrri helming ársins.

14. Lögð fram skýrsla ÍBR og ÍTR um skipulag íþróttastarfs í Reykjavík.

15. Rætt um samskiptafyrirkomulag við íþróttafélög og deildir vegna styrkja o.fl.

16. Lagðir fram til kynningar fyrri samningar við Fylki, Víking og Fram vegna íþróttastarfsemi.

17. Rætt um mögulegar kynnisferðir fulltrúa ÍTR.
Vísað til framkvæmdastjóra.

18. KM með fyrirspurn varðandi húsnæðismál Sniglanna.

Kl. 13:55 vék Kolbeinn Óttarsson Proppé af fundi.

19. Sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í framhaldi af átaki Reykjavíkurborgar og fleiri aðila gegn veggjakroti er æskilegt að gripið verði til víðtækari aðgerða til að stemma stigu við slíku háttalagi. Íþrótta- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna um slíkt við fyrirtæki eða aðila sem búa yfir sérfræðiþekkingu á þessu sviði.
Greinargerð
Veggjakrot hefur færst í aukana í Reykjavík á undanförnum árum og má jafnvel líkja því við faraldur í sumum hverfum borgarinnar. Ekki er lengur um það að ræða að veggjakrot sjáist helst á afviknum stöðum, heldur virðist sem krotvargar leggi æ meiri áherslu á að krota, úða og mála á framhliðar íbúðarhúsa, veggi verslana og fyrirtækja og jafnvel á hliðar sendibíla til að sem flestir sjái verk þeirra. Veggjakrot er alþjóðlegt vandamál og hafa upplýsingar borist um að erlendir krotvargar hafi komið til Íslands gagngert í þeim tilgangi að vinna slík skemmdarverk.
Ljóst er að einstaklingar og fyrirtæki verða árlega fyrir miklu eignatjóni vegna veggjakrots. Auk mikils kostnaðar vegna þrifa og málningarvinnu veldur það húseigendum margvíslegum óþægindum sem ekki verða metin til fjár, t.d. vegna sjónmengunar.
Í sumar hefur staðið yfir sérstakt átak gegn veggjakroti á vegum Reykjavíkurborgar, Hörpu-Sjafnar og fleiri aðila. Snýst það um að má út eða mála yfir veggjakrot og er því ekki fyrirbyggjandi í sjálfu sér. Átakið hefur einnig þann annmarka að það er einvörðungu bundið við eignir borgarinnar en ljóst er að einstaklingar og fyrirtæki hafa einnig orðið fyrir miklum eignaspjöllum af völdum veggjakrots. Ekki er hægt að útiloka að átak, sem miðast einvörðungu við borgareignir, geti haft þær afleiðingar í för með sér að krotvargar beini brúsum sínum í ríkari mæli að eignum einstaklinga og fyrirtækja. Því er æskilegt að slíkt átak beinist gegn öllu veggjakroti með það að markmiði að verja jafnt eignir einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera.
Vegna sívaxandi veggjakrots er brýnt að grípa til markvissra aðgerða gegn slíkum háttalagi með áherslu á forvarnarstarf. Því er lagt til að leitað verði liðsinnis fyrirtækis eða aðila, sem hafa sérfræðiþekkingu á þessu sviði.

Frestað.

Fundi slitið kl. 14:05.
Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson