Hverfisráð Kjalarness - 7. fundur

Hverfisráð Kjalarness

HVERFISRÁÐ KJALARNESS

Ár 2003, miðvikudaginn 7. maí, var haldinn 7. fundur Hverfisráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:00. Viðstaddir voru Marsibil Sæmundsdóttir, formaður, Kolbrún H. Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt sat fundinn Jón Pétur Líndal varamaður og Halldóra Gunnarsdóttir, frá Þróunar- og fjölskyldusviði Reykjavíkurborgar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Eftirfylgd við ábendingar er fram komu á opnum fundi í Fólkvangi 27.
mars s.l.
Farið yfir drög að bréfum sem send verða út til að fylgja eftir umbótamálum.

2. Erindi frá Íbúasamtökum Kjalarness, styrkumsókn.
Lögð fram umsókn frá Ibúasamtökum Kjalarness um rekstrarstyrk að upphæð 300.000. Halldóru Gunnardóttur falið að taka saman fjárhagsáætlun fyrir hverfisráðið. Jafnframt að athuga hvernig Íbúasamtökin hyggjast verja þessum fjármunum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3. Erindi frá ýmsum félögum á Kjalarnesi til borgarstjórnar þess efnis að Fólkvangur verði gerður að Menningarhúsi Kjalarness, lagt fram til umræðu.
Rætt um ýmsa kosti og galla við þá leið.

3. Önnur mál.
Mál til kynningar í hverfisráði.
Formaður vakti athygli á mikilvægi þess að málefni sem snerta Kjalarnes og eru til umræðu í öðrum nefndum borgarinnar komi til kynningar í Hverfisráði Kjalarness. Halldóru Gunnarsdóttur falið að senda formönnum nefnda og ráða bréf þess efnis.
Reglur um vanhæfi.
Gerð var stuttlega grein fyrir reglum um vanhæfi sem finna má í grein 23 – 26 í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001.

Fundi slitið kl. 15:30

Marsibil Sæmundóttir
Kolbrún H. Jónsdóttir Marta Guðjónsdóttir