Menntastefna til 2030 í mótun

Í upphafi árs 2017 hófst þverfagleg og þverpólitísk vinna við mótun nýrrar menntastefnu fyrir borgina fram til ársins 2030. Útgangspunktur þeirrar stefnumótunar er barnið sjálft. Menntastefnan verður mótuð í víðtæku samráði allra hagsmunaaðila í skólasamfélaginu og með ráðgjöf færustu sérfræðinga innlendra sem erlendra. 

Markmiðið er að ná breiðri samstöðu um mikilvægustu markmið til lengri og skemmri tíma og brýnustu aðgerðir í menntamálum með áherslu á hag barna og ungmenna í reykvísku skólasamfélagi. Er stefnunni ætlað að vera hvatning og innblástur fyrir leikskóla,  grunnskóla og frístundamiðstöðvar borgarinnar, þar sem þessar stofnanir mynda samverkandi heild fyrir börnin í borginni.

Borgarbúum var boðið til fyrri hluta samráðs um menntastefnuna á Betri Reykjavík frá því um miðjan maí til 15. júní.

Seinni hluti samráðsins fer fram á haustmánuðum 2017

 

 

 

  • ""
  • ""
  • ""
  • ""
  • ""
  • ""

Í stefnumótunarvinnunni er rýnt í fyrirliggjandi gögn og ígrundað hvert skuli stefna í formlegri og óformlegri menntun barna.  Leitast er við að svara spurningunni „Hvers konar samfélag viljum við skapa í borginni til framtíðar?“. 

Til að ná sem víðtækastri samstöðu um markmið, úrbætur og aðgerðir var settur á laggirnar samráðsvettvangur undir forystu borgarstjóra.  Þar eiga fulltrúa stjórnendur, kennarar og foreldrar sem tengjast skóla- og frístundastarfi borgarinnar, auk kjörinna fulltrúa og fulltrúa framhalds- og háskóla. Með vettvangnum starfar einnig hópur ráðgjafa – þau Arna Hólmfríður Jónsdóttir,  Gerður G. Óskarsdóttir, Jón Torfi Jónasson og Vanda Sigurgeirsdóttir, ásamt finnska menntafræðingnum Pasi Sahlberg. Sjá Finnish Lesson 2.0

Stýrihópur skipaður kjörnum fulltrúum leiðir verkefnið og ber ábyrgð á framkvæmd þess, en dagleg umsýsla er í höndum verkefnisstjórnar sem í sitja valdir stjórnendur og starfsmenn miðlægrar skrifstofu skóla- og frístundasviðs , auk formanns stýrihóps og verkefnisstjóra vinnunnar.

Í febrúar, mars og apríl fer fram hugmyndasöfnun með hugarflugsfundum stjórnenda og starfsfólks í skóla- og frístundastarfinu í borginni, svo og með  börnum og foreldrum. Jafnframt fer fram opið samráð á samráðsvettvangnum Betri Reykjavík á tímabilinu 9. maí - 6. júní. Þar geta borgarbúar skoðað hugmyndir að stefnumiðum í menntamálum, sett fram rök með og á móti hugmyndum og forgangsraðað þeim.

Á haustmánuðum verða síðan fundir á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs og í öllum hverfum borgarinnar um stefnumiðin og jafnframt boðið upp á frekari samráð á Betri Reykjavík.

Stefnt er að því að samþykkja nýja menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 um miðjan nóvember á þessu ári.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =