Mannlíf

Lífið í borginni

Mannlífsfréttir

Ráðhúsið er mjög vel staðsett í miðborginni.
5. febrúar 2016
Auglýst er eftir gestgjafa í Ráðhúsið en húsnæði á fyrstu hæð hússins er laust til leigu fyrir veitingarekstur
3. febrúar 2016
Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen hdl., mun á næstu vikum sækja einstök hverfi Reykjavíkurborgar heim. Laugardaginn 6. febrúar nk. verður hann í Gerðubergi í Breiðholti frá kl. 13:00 til 16:00.
Kátir krakkar á öskudegi í Mjódd
2. febrúar 2016
Öskudagur nálgast nú óðfluga, en hann er miðvikudaginn 10. febrúar næstkomandi. Foreldrafélög í Breiðholti ásamt fleiri aðilum hafa tekið höndum saman um að hvetja til að þess að börn gangi milli húsa milli kl. 17:00 og 19:00, syngi og fái góðgæti að launum - í stað þess að þau fari í verslanamiðstöðvar og fyrirtæki utan hverfis. Þessi háttur hefur verið hafður á í hverfinu undanfarin tvö ár og þykir hafa...
Frá Vetrarhátíð 2012. Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson
1. febrúar 2016
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin frá 4. – 7. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hátíðin hefst með setningarathöfn og mikilli ljósasýningu við Hörpu, fimmtudagskvöldið 4. febrúar.