Jólin í Listasafni Reykjavíkur

Allir jólavættir Reykjavíkurborgar verða til sýnis bæði í Hafnarhúsinu og á Kjarvalsstöðum frá 2. desember og fram yfir hátíðarnar. Að auki verður jólainnsetning til sýnis í Hafnarhúsinu sköpuð af sérfræðingum safnsins. Á Kjarvalsstöðum verða jafnframt opnar jólavinnustofur fyrir fjölskyldur laugardagana 3. 10. og 17. desember milli kl. 11–13. Myndlistarkonan Berglind Jóna Hlynsdóttir sér um námskeiðin og fangar jólaandann með þátttakendum.  Þátttaka á námskeiðinu er ókeypis. Nánari upplýsingar: listasafnreykjavikur.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 8 =