Jólaþorpið í Hafnarfirði

  • ""

Jólaþorp Hafnarfjarðar verður opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 12.00 – 17.00 á aðventunni. Komdu og upplifðu heimilislega jólastemningu með ljúfum tónum og fjölbreyttri skemmtun á sviði.  Jólasveinar, Grýla, Jólálfur, Jólafía og Bettína með hestvagninn sinn verða á vappi um Strandgötuna. Gestir geta gengið á milli jólahúsa á Thorsplani þar sem m.a. er í boði fjölbreytt og falleg íslensk hönnun og handverk, fengið sér kakó eða kaffi, skellt sér á sýningu í Hafnarborg og endað jólalegu menningarferðina með ókeypis myndatöku í Firði verslunarmiðstöð.

Það eru allir velkomnir á Jólaþorpið í Hafnarfirði!

Gleðilega aðventu!

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =