Jólaskógur í Ráðhúsinu

  • ""

Jólaskógurinn í Ráðhúsinu verður opinn alla aðventuna.  Opnunartími um helgar er milli kl. 13 og 17.  Börnin geta leikið sér í jólakofanum auk þess sum ýmsir skemmtilegir viðburðir verða haldnir í jólaskóginum á aðventunni sem auglýstir verða sérstaklega.   Meðal þeirra er norska fjölskyldumyndin Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði sem verður sýnd alla sunnudaga kl. 14.  Jólamyndin er talsett á íslensku og er gjöf Oslóarborgar til ungra Reykvíkinga.  Við hvetjum alla að gera sér ferð í miðbæinn í desember og koma við í Ráðhúsinu á sunnudögum í ókeypis tvö-bíó.  Þá er hægt að sjá alla jólavættir borgarinnar í Jólaskógi Ráðhússins.

Stikla úr myndinni Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 1 =