Hinsegin málefni

Verkefni mannréttindaskrifstofu sem snúa að kynhneigð og kynvitund í má sjá starfsáætlun í mannréttindamálum 2016. Eldri starfsáætlanir í mannréttindamálum má nálgast hér.
 
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar kemur fram að óheimilt er að mismuna fólki vegna kyns. Hvatt er til jafnrar þátttöku og áhrifa kvenna, karla og transgender fólks í borgarsamfélaginu. Í stefnunni kemur einnig fram að óheimilt er að mismuna fólki vegna kynhneigðar. Hvatt er til þess að starfsfólk leggi sig fram um að skapa andrúmsloft sem sé laust við fordóma gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transgender samstarfsfólki.
 
Reykjavíkurborg og Samtökin '78 gerðu árið 2015 samstarfssamning til tveggja ára. Samtökin '78 skuldbinda sig til þjónustu við hinsegin fólk í Reykjavík ásamt fræðslu í skólum og til fagstétta borgarinnar.
 
Rannsókn á meðal hinsegin starfsfólks hjá Reykjavíkurborg hefur leitt í ljós að þótt margir hafi góða reynslu af vinnustöðum borgarinnar einkennast vinnustaðirnir af gagnkynhneigðarhyggju. Enn fremur skorti fræðslu um málefni hinsegin fólks til að útrýma fordómum, en fordómar gagnvart hinsegin fólki fyrirfinnast á vinnustöðum borgarinnar. 
 
 
Reykjavík - Heteró eða hinsegin? Nánar um rannsókn Freyju Barkardóttur á reynslu og upplifun hinsegin starfsfólks hjá Reykjavíkurborg.
 
Hinsegin hugtökin. Skilgreiningar á hinsegin hugtökum eins og kynhneigð, kynvitund og intersex. 
 
 
Glærukynning á verkefninu „Er Reykjavík bara heteró eða líka hinsegin?“ má finna hægra megin á síðunni undir Tengdum skjölum.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 3 =