Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg

1. gr.
 
Innheimta skal gjald fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg svo sem nánar greinir í gjaldskrá þessari.
 
2. gr.
 
Gjald fyrir blandaðan heimilisúrgang:
 
Gjaldflokkur Tegund íláts og hirða kr./ílát á ári
A.1 120 l spartunna, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 14 daga fresti 12.700
A.2 120 l spartunna, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 14 daga fresti 17.200
A.3 240 l grá tunna, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 14 daga fresti 22.800
A.4 240 l grá tunna, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 14 daga fresti 28.400
A.5 660 l ker, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 14 daga fresti 62.700
A.6 660 l ker, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 14 daga fresti 78.100
 
 
Gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, pappírsefni:
 
 
Gjaldflokkur Tegund íláts og hirða kr./ílát á ári
B.1 240 l blá tunna, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 9.400
B.2 240 l blá tunna, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 13.100
B.3 660 l blátt ker, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 25.850
B.4 660 l blátt ker, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 36.025
 
 
Gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, plastefni:
 
Gjaldflokkur Tegund íláts og hirða kr./ílát á ári
C.1 240 l græn tunna, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 9.300
C.2 240 l græn tunna, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 13.000
C.3 660 l grænt ker, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 25.575
C.4 660 l grænt ker, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 21 dags fresti 35.750
 
Sorphirðugjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við ílát, hirðu og förgun úrgangs.
  • Merktir pokar fyrir tilfallandi umfram blandaðan úrgang: 850 kr./stk.
  • Merktir pokar fyrir tilfallandi umfram pappírs- eða plastúrgang: 550 kr./stk.
  • Gjald fyrir aukalosun blandaðs úrgangs: 2.464 kr./ferð auk 973 kr./ílát sem losað er.
  • Gjald fyrir aukalosun pappírs- eða plastúrgangs: 2.464 kr./ferð auk 397 kr./ílát sem losað er.
  • Gjald vegna reksturs endurvinnslustöðva: 13.340 kr./íbúð. Gjaldi vegna endurvinnslustöðva er ætlað að standa undir kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar í rekstri endurvinnslustöðva Sorpu bs.
  • Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu, aksturs og skráningar sorpíláta, er 3.100 kr. fyrir hvert sinn sem óskað er breytinga.

3. gr.

Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi. Innheimtudeild Reykjavíkurborgar annast innheimtu gjalda skv. gjaldskrá þessari.

4. gr.

Gjalddagi gjalda skv. 2. gr. er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga, séu gjöld ekki greidd á eindaga.

5. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af borgarráði Reykjavíkurborgar með heimild í 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunar­varnir, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavíkurborg, nr. 1251/2015.

Borgarstjórinn í Reykjavík, 15. desember 2016.

Dagur B. Eggertsson.

 

B deild - Útgáfud.: 28. desember 2016
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 4 =