Fundur borgarráðs 8. september 2016

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 8. september, var haldinn 5421. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Halldóra Káradóttir, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Bjarni Þóroddsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. september 2016, þar sem tilkynnt er að Jóna Björg Sætran hafi verið kosin varamaður í borgarráði í stað Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. R14060106

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. september 2016. R16010015

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. ágúst 2016. R16010027

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 29. ágúst 2016. R16010012

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. september 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagður fram listi yfir embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, alls 5 mál. R16090002

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16090001

8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna dagskrár þann 10. október 2016.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði þann 19. júní 2014.

9. Lögð fram til kynningar samantekt yfir störf öldungaráðs 2015-2016.

Guðrún Ágústsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl 9.14 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum. R16080156

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir þakka góða kynningu og taka undir margt sem fram kom í kynningunni. Sérstaklega áréttun um að skilja þurfi að málaflokk eldri borgara og öryrkja þar sem um er að ræða hópa sem hafa fátt sameiginlegt. Mikilvægt er að skoða þá nálgun af alvöru og beina áskorun þess efnis til Alþingis.

10. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bættar leiðir milli Grafarholts og Úlfarsársdals fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. ágúst sl., ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. R16080043
Tillögunni er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

11. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um frestun upptöku rafrænna samræmdra prófa, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. ágúst 2016, ásamt umsögn skóla og frístundasviðs. R16080120
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Því miður þá getum við ekki tekið undir þá niðurstöðu skóla- og frístundasviðs sem kemur fram í bréfinu. Áhyggjur okkar eru enn til staðar, um að fyrirlögn í haust muni ekki skila gagnlegum upplýsingum og þekkingu fyrir nemendur, heldur aðeins fyrir embættismenn. Þá erum við ekki heldur sammála því að fyrirlögn þessi og tengd vinna geti stuðlað að jafnari stöðu skóla og nemenda þegar fram í sækir, þar sem það hefur ítrekað sýnt sig að hin hefðbundnu könnunarpróf hafi ekki leitt til þess.

12. Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins, dags. 30. ágúst 2016, um formlegar viðræður ríkis og Reykjavíkurborgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. R16010041
Borgarráð tekur jákvætt í erindið og viðræður við ríkið á grundvelli niðurstaðna Rögnunefndarinnar. Borgarráð felur borgarstjóra að öðru leyti að svara efnisatriðum bréfsins og leggja það svar fyrir borgarráð.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

Vinna Rögnunefndarinnar snérist aldrei um að skoða hagkvæmni áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, né heldur var skoðað hagkvæmnismat við færslu innanlandsflugsins til Keflavíkur. Við getum því ekki stutt bókun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem þrengir viðræðugrundvöll við ríkið við samningaviðræður á grundvelli Rögnunefndarinnar, enda er það ekki inntak bréfs innanríkisráðherra, heldur þvert á móti. Við styðjum þó allar samningatilraunir til að ná sátt um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni eins og bréfið ber raunverulega með sér, þar sem segir „ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022.“

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að farið verði í viðræður við innanríkisráðherra á grundvelli þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Sjálfsagt er að kalla eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila.

13. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. september 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 1. september 2016 á tillögu að breytingu á 13. og 29. gr. reglna um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Reykjavík, dags. 23. ágúst 2016. R15020189
Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lögð fram lokaskýrsla starfshóps um Elliðaárdal ásamt fylgigögnum.

Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15030224

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um samkomulag vegna kaupa á 89 bílastæðum við Austurbakka 2 og samkomulag um kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar vegna flutnings götustæðis Geirsgötu. R14120135
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun 13.000 fermetra lóðar við Suðurlandsbraut 68-70, ásamt fylgiskjölum. R13020035
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að framlengja leigusamning vegna Hólmaslóðar 2 um 2 ár eða til 31. desember 2018, ásamt fylgiskjölum. R16080139
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf borgarlögmans, dags. 5. september 2016, um afléttingu veðkvaðar af byggingarlóð E við Hlíðarenda. R10100319
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

19. Lögð fram umsögn Borgarsögusafns um bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 27. júlí 2016, þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi ákveðið að hefja undirbúning að tillögu til forsætisráðherra að friðlýsingu Hljómskálans. R16070114
Samþykkt.

20. Lagt fram að nýju bréf Félagsstofnunar stúdenta, dags. 24. ágúst, um lóð undir stúdentaíbúðir í Skerjafirði sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2016. R14010115
Borgarráð tekur jákvætt í erindi Félagsstofnunar stúdenta og tekur undir að áhugavert væri að gera ráð fyrir byggingu stúdentagarða á hinu nýja uppbyggingarsvæði í Skerjafirði og uppfylla þannig hluta viljayfirlýsingar um átak í fjölgun stúdentaíbúða í borginni. Eðlilegt er að fulltrúar stúdenta verði einn af lykilhagsmunaaðilum í mótun skipulagssvæðisins og er því beint til að umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að tryggja að svo verði. Þá verði haft samráð við fjármálaráðuneytið til að tryggja að úthlutun lóða til uppbyggingar stúdentaíbúða að loknu skipulagsferli falli að ákvæðum kaupssamnings borgarinnar á landi ríkisins í Skerjafirði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að Félagsstofnun stúdenta eigi aðkomu að mögulegu skipulagi í Skerjafirði en benda á að framundan eru viðræður vegna framtíðarstaðsetningar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni og leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir telja það ekki tímabært nú að vekja væntingar og vonir um uppbyggingu á landinu í Skerjafirði sem hefur verið undir neyðarbraut 06/24 á meðan að borgarstjóri er í samningaviðræðum við innanríkisráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sbr. bókun okkar undir lið 13. Við lýsum þó yfir fullum stuðningi við að Félagsstofnun stúdenta fái úthlutað lóðum í Reykjavík til áframhaldandi uppbyggingar.

Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

21. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

Í ljósi bréfs frá innanríkisráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar er lögð fram tillaga um að a) aðalskipulag á flugvallarsvæðinu verði endurskoðað með það að markmiði að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði settur aftur á skipulagið og b) að engar breytingar verði samþykktar á því svæði sem var undir braut 06/24, svokallaðri neyðarbraut, á meðan að samningaviðræður borgarstjóra og innanríkisráðherra fara fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar. R16010041

Frestað.

22. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

Við óskum eftir því að innri endurskoðanda verði falið að skoða alla verkferla við sölu/ráðstöfun allra fasteigna og lóða sem hafa verið í eigu Reykjavíkurborgar síðastliðin 4 ár. Sérstaklega skal horft til ákvarðanatöku við verðlagningu og sérstaka ívilnandi samningsskilmála sem kunna að hafa verið settir. R16090052

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.35.

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Heiða Björg Hilmisdóttir
Sóley Tómasdóttir Halldór Halldórsson
Kjartan Magnússon Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

borgarrad_0809.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_0809.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
33.61 KB
Skráarstærð
33.61 KB
kosning.pdf
Skrá
/sites/default/files/kosning.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
16.63 KB
Skráarstærð
16.63 KB
innkauparad_0209.pdf
Skrá
/sites/default/files/innkauparad_0209.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.51 KB
Skráarstærð
17.51 KB
straeto_2608.pdf
Skrá
/sites/default/files/straeto_2608.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
37.07 KB
Skráarstærð
37.07 KB
hvr_laugardals_2908.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_laugardals_2908.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
26.72 KB
Skráarstærð
26.72 KB
umhverfis_og_skipulagsr_0709.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsr_0709.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
256.01 KB
Skráarstærð
256.01 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
73.34 KB
Skráarstærð
73.34 KB
umsagnir_rekstrarleyfi.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_rekstrarleyfi_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
21.03 KB
Skráarstærð
21.03 KB
styrkri_borgarrad_0809.pdf
Skrá
/sites/default/files/styrkri_borgarrad_0809.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
131.79 KB
Skráarstærð
131.79 KB
mar_oldungarad_samantekt.pdf
Skrá
/sites/default/files/mar_oldungarad_samantekt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
80.01 KB
Skráarstærð
80.01 KB
tillaga_grafarholt.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_grafarholt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
248.39 KB
Skráarstærð
248.39 KB
tillaga_og_umsogn_samraemd_prof.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_og_umsogn_samraemd_prof.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
803.75 KB
Skráarstærð
803.75 KB
framtid_flugvallar.pdf
Skrá
/sites/default/files/framtid_flugvallar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
149.72 KB
Skráarstærð
149.72 KB
ellidaardalur_kynning.pdf
Skrá
/sites/default/files/ellidaardalur_kynning.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.52 MB
Skráarstærð
3.52 MB
lokask_ellidaardal_bref.pdf
Skrá
/sites/default/files/lokask_ellidaardal_bref.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
18.6 KB
Skráarstærð
18.6 KB
sea_austurbakki.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_austurbakki.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.55 MB
Skráarstærð
2.55 MB
sea_sudurlandsbraut.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_sudurlandsbraut.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
34.63 KB
Skráarstærð
34.63 KB
holmaslod_2_r16080139.pdf
Skrá
/sites/default/files/holmaslod_2_r16080139.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.98 MB
Skráarstærð
1.98 MB
blo_afletting_vedrettar.pdf
Skrá
/sites/default/files/blo_afletting_vedrettar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
21.77 KB
Skráarstærð
21.77 KB
hljomskalinn.pdf
Skrá
/sites/default/files/hljomskalinn.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
409.99 KB
Skráarstærð
409.99 KB
fs_studentaibudir.pdf
Skrá
/sites/default/files/fs_studentaibudir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
330.53 KB
Skráarstærð
330.53 KB