Fundur borgarráðs 6. október 2016

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 6. október, var haldinn 5425. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 13. september 2016. R16010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 26. september 2016. R16010012

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 22. september 2016. R16010013

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. ágúst 2016. R16010025

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. október 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R16100013

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16100001

- Kl. 9.08 taka borgarstjóri og Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits. R16100007
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 á svörum skipulagsfulltrúa vegna athugasemda Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags athafnasvæðis á Esjumelum á Kjalarnesi. R16040023
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 á lýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag á Hofslandi á Kjalarnesi við Esjurætur. R16100006
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 á lýsingu vegna vinnu við deiliskipulag Hrafnhóla á Kjalarnesi. R16100005
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. september 2016, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt. R16060109
Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. október 2016:

Lagt er til að borgarráð samþykki 5 mkr. viðbótarfjárveitingu í ár til skóla- og frístundasviðs vegna aukins kostnaðar íþróttafélaga við frístundaakstur fyrir yngstu nemendur grunnskólanna í samvinnu við íþróttafélögin í borginni, sbr. hjálagt minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Viðbótarfjárhæðin verður fjármögnuð af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. Tillagan felur ekki í sér breytingu á niðurstöðu rekstrar, efnahags eða sjóðsstreymi A-hluta eða samstæðu og þessi fjárráðstöfun kallar ekki á jafnréttismat.

Einnig er lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um frístundaakstur, dags. 4. október 2016. R14090016
Vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fimm milljóna króna aukafjárveitingu vegna aukins kostnaðar íþróttafélaga við frístundastrætó fyrir yngstu nemendur grunnskóla. Er fjárveitingin í samræmi við ítrekaðan tillöguflutning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa árum saman bent á að framlög borgarinnar til frístundaaksturs dugi engan veginn. Tregða núverandi borgarstjórnarmeirihluta við að hækka framlög til frístundaaksturs er ámælisverð í ljósi þess að hverfisíþróttafélögin í borginni hafa þurft að greiða verulegar fjárhæðir með þessum akstri, sem var ekki ætlunin þegar honum var á sínum tíma komið á að tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fyrirliggjandi aukafjárveiting kemur því vonum seinna enda er ljóst að þol ákveðinna hverfisíþróttafélaga til að greiða með akstrinum er þrotið og hefðu þau hætt honum að óbreyttu nú á haustdögum eins og fram kemur í bréfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Tekið er undir þá skoðun sviðsstjórans að skoða verði málið heildstætt sbr. tillögu Sjálfstæðisflokksins um málið, sem borgarráð samþykkti 23. júní sl. að vísa til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2017.

14. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 25. gr. fundargerðar borgarráðs frá 22. september sl., um að fella niður byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðarinnar við Suðurlandsbraut 72 og 74. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. R16020171
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Á fundi borgarráðs þann 4. febrúar síðastliðinn var samþykkt einróma erindi ráðgjafasviðs KPMG fyrir hönd Hjálpræðishersins um að fá úthlutað lóðunum að Suðurlandsbraut 72 og 74 í Sogamýri. Í erindinu kom skýrt fram að Hjálpræðisherinn gerði sér grein fyrir því að við úthlutun lóðanna bæri að greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar auk sanngjarns lóðarverðs. Borgarráð fól skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviði að hefja viðræður við Hjálpræðisherinn um nauðsynlegar breytingar á skipulagi og eðlilegt endurgjald fyrir lóðirnar. Á fundi borgarráðs þann 3. mars var síðan samþykkt einróma tillaga skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um að veita Hjálpræðishernum vilyrði fyrir lóðunum á grundvelli umsamins endurgjalds, sem fram kom í greinargerð með tillögunni. Ferli úthlutunar og samninga um endurgjald hefur því verið með öllu athugasemdalaust fram að þessu. Hvergi í ferlinu fór nokkur aðili fram á að byggingarréttargjald yrði fellt niður og því er heldur óvanalegt að borgarráðsfulltrúar leggi það allt í einu til á lokastigi ferlisins að gjaldið verði fellt niður.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Hjálpræðisherinn hefur í meira en 120 ár staðið fyrir umfangsmikilli hjálpar- og góðgerðastarfsemi í Reykjavík. Samtökin hófu að veita heimilislausu fólki mat og húsaskjól auk margvíslegrar annarrar þjónustu löngu áður en eiginlegri velferðarþjónustu var komið á í borginni og hafa gert það með öflugum hætti allar götur síðan. Hjálpræðisherinn hyggst nú flytja á nýjan stað í borginni og efla um leið starfsemi sína. Í ljósi þessarar starfsemi er því rétt að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74 en greiði hins vegar gatnagerðargjald. Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Sá málflutningur að úthlutun lóðar til Hjálpræðishersins sé sambærileg við úthlutun lóðar til Félags múslima undir tilbeiðslustarf er það villandi að hann hlýtur að teljast ámælisverður. Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Fyrir liggur að tveimur skráðum trúfélögum hefur nú verið úthlutað sambærilegum lóðum á eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni. Ljóst er að borgaryfirvöldum bar ekki skylda til að úthluta umræddum trúfélögum lóðum á þessum stað. Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.

15. Lagt er til að Hildur Sverrisdóttir taki sæti Mörtu Guðjónsdóttur í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og að Halldór Halldórsson taki sæti sem varamaður í stjórninni. R14060127
Samþykkt.

16. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 3. október 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september sl., um hverjir heyra undir kjaranefnd Reykjavíkurborgar. R16090106

17. Lagt er til að Áslaug Friðriksdóttir taki sæti Mörtu Guðjónsdóttur sem fulltrúi í stýrihóp um mótun heildstæðrar stefnu í málefnum innflytjenda. R16080114
Samþykkt.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. október 2016, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg gerist aðili að sameinuðum sáttmála sveitarfélaga um orku og loftslagsmál (Covenant of Mayors for Climate and Energy). Covenant of Mayors for Climate and Energy er sameining þriggja verkefna sem Reykjavíkurborg er nú þegar aðili að: Covenant of Mayors, Mayors Adapt og Compact of Mayors.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16100003
Samþykkt.

19. Lagðar fram tillögur borgarstjóra um lýðheilsu og heilsueflingu, dags. 3. október 2016, ásamt fylgigögnum:

Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 var lögð fram skýrsla stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, dags. í mars 2016. Skýrslunni var vísað til vinnslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Lagt er til að tillögu nr. 2 um hlutverk þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar, tillögu nr. 4 um heilsueflingarteymi innan hverfa, tillögu nr.  6 um hlutverk velferðarsviðs, tillögu nr. 8 um hlutverk verkefnastjóra og tillögu nr. 9  um heilsueflingarhópa verði samþykktar og vísað til meðferðar velferðarsviðs.

Samþykkt.
Vísað til meðferðar velferðarsviðs. 

Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 var lögð fram skýrsla stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, dags. í mars 2016. Skýrslunni var vísað til vinnslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Lagt er til að tillögu nr. 5 um hlutverk forvarnarteymis, tillögu nr. 7 um heilsueflingarstarf í skóla- og frístundastarfi, tillögu nr. 10 um hlutverk embættis landlæknis, tillögu nr. 12 um samstarf starfsstöðva, tillögu nr. 13 um hlutverk skóla- og frístundasviðs, tillögu nr. 14 um mat á heilsueflandi starfi og tillögu nr. 15 um heilsueflingarstarf til starfsmanna skóla- og frístundasviðs verði samþykktar og vísað til meðferðar skóla- og frístundarsviðs.

Samþykkt.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundasviðs.

Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 var lögð fram skýrsla stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, dags. í mars 2016. Skýrslunni var vísað til vinnslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Lagt er til að tillögu nr. 16 um hlutverk Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og tillögu nr. 17  um leiksvæði verði samþykkar og vísað til meðferðar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Samþykkt.
Vísað til meðferðar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 var lögð fram skýrsla stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, dags. í mars 2016. Skýrslunni var vísað til vinnslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Lagt er til að tillögu nr. 18 um verkefnið á samfélagsmiðlum, tillögu nr. 19 um hönnun merkis og tillögu nr. 21  um stofnun samráðshóps verði samþykktar og vísað til meðferðar verkefnisstjóra lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Samþykkt.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 var lögð fram skýrsla stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, dags. í mars 2016. Skýrslunni var vísað til vinnslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Lagt er til að tillaga nr. 20 um innleiðingu heilsueflingarstarfs og tillaga nr. 22  um stýrihóp verði samþykktar og vísað til meðferðar stýrihóps um lýðheilsu og jöfnuð.

Samþykkt.
Vísað til meðferðar stýrihóps um lýðheilsu og jöfnuð.
R14110061

20. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 3. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að semja við Arion banka um lúkningu á innheimtu krafna sem útgefnar hafa verið á árinu 2016 og fyrr. R16080096
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. september 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki meðfylgjandi tilboð í íbúð í eigu Reykjavíkurborgar að Tjarnargötu 10a. R16080136
Samþykkt.

- Kl. 9.59 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita vilyrði fyrir byggingu gróðurhvelfingar á lóð við Stekkjarbakka með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. R16090164
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu þessa máls á þessu stigi málsins.  Viðskiptahugmyndin sem hér er á borðinu hefur augljósa kosti en líka galla.  Þar sem meirihlutinn samþykkir þessa viljayfirlýsingu nú fyrir þetta tiltekna verkefni, Biodome, gróðurhúsahvelfingu, þá munum við fylgjast náið með viðbrögðum íbúa Breiðholts og ef af verkefninu verður þá er mikilvægt að tryggt sé að ljósmengun verði takmörkuð.  Mikilvægt er að sátt verði um uppbyggingu á þessum stað í Breiðholtinu, en þetta er ekki fyrsta staðsetning sem fyrirtækið sækir um hjá borginni.  Hverfisráð Breiðholts hefur veitt verkefninu mjög jákvæða umsögn.  Nálægð við Elliðaárdalinn og lágreist byggð í nágrenni Stekkjabakka mun verða áskorun við uppbyggingu þessa verkefnis og ljóst er að fara þarf varlega.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.

23. Fram fer kynning á stöðu mála vegna málefna Ártúnshöfða vegna landþróunar, fyllinga og dýpkun og stöðu Björgunar m.a. vegna lóðarinnar að Sævarhöfða 33. Einnig er lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags. 4. október 2016.

Gísli Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13070040

24. Lögð fram til kynningar dagskrá ráðstefnunnar Lýðheilsa, skipulag og vellíðan - Ráðstefna um heilsueflandi samfélag sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 11. október 2016. R16100022

25. Lagður fram héraðsdómur Reykjavíkur nr. E-5075/2014: Reykjavíkurborg gegn Kópavogsbæ, Grindavíkurbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. R11060093

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. október 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti á lóðinni Suðurlandsbraut 68-70. R16090235
Samþykkt.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. október 2016, ásamt drögum að viljayfirlýsingu:

Lagt er til að borgarráð samþykki að veita borgarstjóra umboð til að undirrita meðfylgjandi viljayfirlýsingu um samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Knattspyrnusamband Íslands um að kanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs í Laugardal. Kostnaður Reykjavíkurborgar eru 7 mkr. sem greiðast af kostnaðarstað 04101, þróunarverkefni.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15020197
Samþykkt.

28. Fram fer kynning á stöðu samningaviðræðna við ríkið vegna hjúkrunarheimila í Reykjavík.   R16100030

29. Fram fer kynning á borgarlínunni og kynnisferð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. R16100012

Hrafnkell Proppé og Þorsteinn Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Mikilvægt er að sem mestar og bestar upplýsingar liggi fyrir þegar pólitísk ákvörðun verður tekin um verkefnið og hvaða leið verður farin. Pólitískur ágreiningur kemur til með að verða um tímasetningu framkvæmdanna, val á akstursleiðum/stoppistöðvum, val á fjárfestingarleiðum og val um gerðir, þ.e.a.s. vagnar eða lestir. Mikilvægt er að fjárhagsáhætta og rekstraráhætta Reykjavíkurborgar verði alltaf lágmörkuð, enda um gríðarlega fjárfestingu að ræða.  Að öðru leyti vísum við til bókunar okkar í borgarstjórn, dags. 4. okt.

30. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. október 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samkomulagi um uppbyggingu og rekstur bílageymslna og almenningsrýma á lóðinni Austurbakki 2. R14120135
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. október 2016, ásamt fylgigögnum:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða innleiðingaráætlun loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar. Í henni koma fram margþættar aðgerðir sem er skipt niður í verkefni sem heyra undir mismunandi fagsvið borgarinnar. Fagsvið og ábyrgðarmenn eru skilgreindir fyrir hvert verkefni fyrir sig eins og kemur fram í meðfylgjandi áætlun um innleiðingu á loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að ábyrgðarmenn skilgreini hvert verkefni fyrir sig, hver staðan er í dag, áætli aðföng s.s fjármagn og/eða vinnustundir og tímasetji áætluð verklok. Niðurstaða hvers verkefnis verði lögð fyrir stýrihóp Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum. Stýrihópurinn beini hverju verkefni fyrir sig til viðeigandi meðferðar innan Reykjavíkurborgar eftir því sem við á.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15080093
Samþykkt.

32. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Ekki er að sjá að meirihluti Samfylkingar, Bjartar framtiðar, Vinstri grænna og Pírata hafi nokkrun áhuga á að tryggja jöfn laun kynjanna innan borgarkerfisins eða að útrýma kynbundnum launamun kynjanna, en áætlun um útrýmingu kynbundins launamunar er eitt af markmiðum samstarfssáttmála meirihlutans.  Þann 17. mars 2015 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tillögu í borgarstjórn um jafnlaunavottun, sem var svohljóðandi: Í tilefni þess að í ár er fagnað 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi, samþykkir borgarstjórn að gerð verði jafnlaunaúttekt hjá Reykjavíkurborg sem staðfest verður með jafnlaunavottun á afmælisárinu. Ekki fékkst tillagan samþykkt í borgarstjórn en henni var vísað til borgarráðs. 17. september 2015 var tillagan ítrekuð á fundi borgarráðs. Nú er óskað eftir svari frá borgarstjóra hvernig meðferð þessa máls alls hefur verið háttað, hvenær var það embættisafgreitt, hefur verið leitað umsagna og hvenær má ætla að borgarráð afgreiði tillöguna? R16100035

33. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í mörgum tölvupóstum og símtölum sem borgarfulltrúum Framsóknar og flugvallarvina berast frá íbúum Reykjavíkurborgar, er erindið oftar en ekki kvartanir eða athugasemdir um skipulagsmál. Í samstarfssáttmála meirihlutans, Samfylkingar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata er sett fram sem eitt af markmiðum samstarfsins að bæta eigi kynningu og upplýsingagjöf til íbúa í tengslum við skipulagsmál, bæði stór og smá.  Í ljósi þess óska Framsókn og flugvallarvinir eftir skriflegu svari hvernig verklagi hefur verið breytt á núverandi kjörtímabili við kynningu og upplýsingagjöf í tengslum við skipulagsmál, bæði stór og smá? R16100036

34. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Meirihluti borgarstjórnar lætur sér í léttu rúmi liggja augljósan kynjahalla meðal kennara og eftir atvikum annarra starfsmanna borgarinnar ef marka má áhugaleysi við afgreiðslu á, jafnvel eigin, tillögum.  Í borgarstjórn þann 21. apríl 2015 var lögð fram tillaga Framsóknar og flugvallarvina um að stofna starfshóp sem kæmi fram með tillögur og leiðir til að auka hlutfall karlkynskennara í grunnskólum borgarinnar og hafa þannig að markmiði að auka jafnréttisfyrirmyndir fyrir grunnskólabörn á uppvaxtaárum þeirra.  Meirihluti Samfylkingar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lagði til málsmeðferðartillögu þar sem tillögu Framsóknar og flugvallarvina, var vísað til mannréttindaráðs sem tæki til umfjöllunar kynjahalla meðal kennara og eftir atvikum annarra starfsstétta Reykjavíkurborgar.  Ráðið átti einnig að taka til skoðunar hvort ástæða væri til að bregðast við slíkum halla og móta, ef svo ber undir, tillögur í því skyni.  Óskað er eftir upplýsingum um hvernig málið hefur verið embættisafgreitt, hvar hefur verið leitað umsagna og hvenær ætla má að tillögur liggi fyrir úr þessari vinnu. R16100037

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarráð feli sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að sjá til þess að tafarlaust verði gerðar úrbætur á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í þágu gangandi vegfarenda. Á fundi borgarráðs 29. september var lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins um að strax yrði gripið til aðgerða í því skyni að bæta umferðaröryggi á umræddum gatnamótum vegna sérstakra aðstæðna þar sem skapað hafa mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur, ekki síst börn á leið í og úr Vesturbæjarskóla. Tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs en málið var þó ekki tekið fyrir á fundi þess miðvikudaginn 5. október. Viku eftir afgreiðslu tillögunnar í borgarráði hefur því ekkert verið aðhafst til að bæta öryggi gangandi vegfarenda á umræddum stað þrátt fyrir brýna nauðsyn. Í gær bárust fregnir af því að legið hefði við slysi á þessum stað sbr. meðfylgjandi ábendingu og er því ljóst að úrbætur þola ekki frekari bið. R16100038

Frestað.

36. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Til að kjörnir fulltrúar allra flokka getið tekið upplýsta pólitíska ákvörðun í borgarlínumáli er óskað eftir því að borgarráðsfulltrúum verði útvegaðar rekstrarúttektir sem gerðar hafa verið vegna verkefna í borgum sem heimsóttar hafa verið í aðdraganda þessarar vinnu.  Þá er óskað eftir því að borgarlögmanni verði falið að taka saman þau lögfræðilegu álitaefni sem fyrirséð er að uppi kunna að vera, út frá þeim álitaefnum sem voru uppi í þeim borgum sem hér hafa verið nefndar.  Fram hefur komið í kynningunni að framkvæmdir um borgarlínur, t.d. í Kaupmannahöfn hafa verið teknar þegar samdráttur er í samfélaginu, því er óskað eftir áliti fjármálaskrifstofu um fjárhagsleg, hagfræðileg áhrif, sérstaklega með tilliti til þenslu og kaupmáttar, atvinnustigs og tímasetningar í því tilliti í tengslum við þessar framkvæmdahugmyndir. R16100039

Fundi slitið kl. 12.40

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

borgarrad_0610.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_0610_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
59.37 KB
Skráarstærð
59.37 KB
hvr_breidholts_1309.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_breidholts_1309.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.76 KB
Skráarstærð
19.76 KB
hvr_laugardals_2609.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_laugardals_2609.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.63 KB
Skráarstærð
19.63 KB
hvr_midborgar_2209.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_midborgar_2209.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
16.4 KB
Skráarstærð
16.4 KB
stjorn_or_2208.pdf
Skrá
/sites/default/files/stjorn_or_2208.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
24.51 KB
Skráarstærð
24.51 KB
fg_0510_nr_164.pdf
Skrá
/sites/default/files/fg_0510_nr_164.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
125.01 KB
Skráarstærð
125.01 KB
embaettis.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettis.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.34 MB
Skráarstærð
1.34 MB
umssagnir_rekstrarleyfi.pdf
Skrá
/sites/default/files/umssagnir_rekstrarleyfi.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
21.14 KB
Skráarstærð
21.14 KB
usk_hafnarstraetisreitur_1_118_5.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_hafnarstraetisreitur_1_118_5.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.03 MB
Skráarstærð
5.03 MB
usk_kjalarnes_esjumelar.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_kjalarnes_esjumelar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
27.25 MB
Skráarstærð
27.25 MB
usk_kjalarnes_hof.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_kjalarnes_hof.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.27 MB
Skráarstærð
1.27 MB
usk_kjalarnes_hrafnholar.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_kjalarnes_hrafnholar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.79 MB
Skráarstærð
1.79 MB
usk_skipholt_11-13.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_skipholt_11-13.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
709.77 KB
Skráarstærð
709.77 KB
domur_hr_582016.pdf
Skrá
/sites/default/files/domur_hr_582016.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.1 MB
Skráarstærð
5.1 MB
sfs_fristundaakstur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs_fristundaakstur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
366.64 KB
Skráarstærð
366.64 KB
sea_hjalpraedis.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_hjalpraedis.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
30.78 KB
Skráarstærð
30.78 KB
svar_fyrirspurn_um_kjaranefnd.pdf
Skrá
/sites/default/files/svar_fyrirspurn_um_kjaranefnd.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
273.14 KB
Skráarstærð
273.14 KB
covenant_of_energy.pdf
Skrá
/sites/default/files/covenant_of_energy.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
514.78 KB
Skráarstærð
514.78 KB
loftslagsmal.pdf
Skrá
/sites/default/files/loftslagsmal.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
71.99 KB
Skráarstærð
71.99 KB
lydheilsa.pdf
Skrá
/sites/default/files/lydheilsa.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
8.3 MB
Skráarstærð
8.3 MB
tillaga_lukningar.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_lukningar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
278.77 KB
Skráarstærð
278.77 KB
sea_stekkjarbakki.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_stekkjarbakki_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.36 MB
Skráarstærð
1.36 MB
sudurlandsbraut_68_70_framsal.pdf
Skrá
/sites/default/files/sudurlandsbraut_68_70_framsal.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
328.52 KB
Skráarstærð
328.52 KB
heilsueflandi_samfelag.pdf
Skrá
/sites/default/files/heilsueflandi_samfelag.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
134.82 KB
Skráarstærð
134.82 KB
laugardalur.pdf
Skrá
/sites/default/files/laugardalur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
38.8 KB
Skráarstærð
38.8 KB
austurbakki.pdf
Skrá
/sites/default/files/austurbakki.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
90.86 KB
Skráarstærð
90.86 KB