Fundur borgarráðs 6. apríl 2017

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 6. apríl, var haldinn 5449. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 23. mars 2017. R17010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 27. mars 2017. R17010012

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 29. mars 2017. R17010014

4. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30. mars 2017. R17010026

5. Lögð fram fundargerð stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 24. mars 2017. R17010022

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R17040004

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17030033

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042
Samþykkt að veita framleiðslufyrirtækinu Elínóru styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna gerðar fræðslumyndar um stafrænt ofbeldi.
Samþykkt að veita Hjólakrafti styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna búningakaupa.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á stefnu um íbúðarbyggð í  Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. R11060102
Samþykkt.

Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að breyting á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar vegna fjölgunar íbúða verði sett í auglýsingu en setja þann fyrirvara að tekin verði afstaða til hvers og eins reits þegar sérstaklega kemur að skipulagi hans.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir taka undir bókun sjálfstæðismanna undir þessum lið.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árbæjar-Seláss á þann veg að afmörkuð er lóð og byggingarreitur um lóðina að Árbæjarblett 62/Þykkvabæ 21. R17040012
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Fálkagötureit 1.553/1554.2 (hluti) vegna lóðanna að Þrastargötu 1 og 5. R17040006
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26. R17020239
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. apríl 2017 sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn. R16030162
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingum á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.2 vegna lóðanna 66-68 og 70 við Laugaveg.  R17040007
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Njálsgötureits, reits 1.190.3 vegna gististarfsemi við Barónsstíg.  R17040010
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars 2017 á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 23 við Skipholt. R17040009
Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er staðfest.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars 2017 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. R16120091
Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er staðfest.

19. Lagt fram álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2017 til Reykjavíkurborgar, dags. 4. apríl 2017, vegna skipulagsmála vegna samkeppnishamlana á eldsneytismarkaði. R15020083

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Með vísan til þess er fram kemur í áliti Samkeppniseftirlitsins um að stofnunin sé reiðubúin að vinna með Reykjavíkurborg, sem og öðrum sveitarfélögum, með það að markmiði að tryggja að stefna í aðalskipulagi og fyrirkomulag skipulagsmála hamli ekki samkeppni óskar borgarráð eftir samstarfi við Samkeppniseftirlitið um hvernig fækka megi bensínstöðvum í Reykjavík, m.a. á grundvelli loftslagsmarkmiða Reykjavíkurborgar og stjórnvalda, án þess að samkeppnissjónarmiðum sé ógnað.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Það er mat Samkeppniseftirlitsins að háttsemi Reykjavíkurborgar raski samkeppni á eldsneytismarkaðnum almenningi til tjóns og því er beint til borgarinnar að beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr samkeppnishömlum og leiti leiða til að tryggja að málefnalegum umhverfismarkmiðum verði náð án þess að það feli í sér beinar aðgangshindranir að eldsneytismarkaði sem sporna gegn vaxtamöguleikum smásala. Meirihluti borgarstjórnar í umhverfis- og skipulagsráði vildi t.d ekki dælur fyrir eldsneyti á lóðum stórmarkaða út á Granda, þann 17.08.2016.  Framsókn og flugvallarvinir og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu slíkt og byggði það á umhverfissjónarmiðum, neytendavernd, skipulagssjónarmiðum, fjárhagslegum sjónarmiðum og samkeppnissjónarmiðum og vísum við til bókunar okkar í umhverfis- og skipulagsráði, dags. 17.08.2016, liður 12.

Borgarráðfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að í áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2017 kemur fram stuðningur við álit borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að eðlilegt sé að Reykjavíkurborg heimili aðilum að setja upp bensínstöðvar með minni yfirbyggingu, s.s. sjálfsafgreiðslustöðvar á smærri lóðum eða á lóðum þar sem fólk gerir stórinnkaup. Slíkt myndi til lengri tíma skapa hvata fyrir núverandi stærri keppinauta til að bregðast við og hagræða í rekstri, mögulega með fækkun bensínstöðva á stærri sérlóðum.

- Kl. 9.55 víkur Björn Axelsson af fundinum.

20. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. mars 2017, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 27. mars 2017 á samstarfssamningum menningar- og ferðamálasviðs ásamt fylgigögnum. R17010183
Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Við afgreiðslu borgarráðs á tillögum menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamninga er áréttað að viðsemjendum borgarinnar ber að fylgja stefnu borgarinnar og öðrum skilmálum skv. styrkjareglum borgarinnar, þ.á.m. áskilnaði um skil á kyngreindum gögnum, skv. grein 2.6 í styrkjareglum.

21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. apríl 2017, sbr. samþykkt  forsætisnefndar frá 31. mars 2017 á tillögu um staðsetningu umboðsmanns borgarbúa, stjórnskipulega stöðu embættisins og samstarf á sviði eftirlits með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar ásamt fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 13. september 2016, og umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags 13. september 2016.  R14090127
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

22. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um skoðun verkferla við sölu og ráðstöfun fasteigna og lóða sl. 4 ár sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. september 2016, ásamt umsögn innri endurskoðunar. R16090052
Frestað.

23. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. apríl 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um skráningu fyrirspurna í borgarráði, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017. R15050131

24. Lagt fram bréf formanns fulltrúaráðs Skjóls, dags. 28. mars 2017, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg kjósi 3 fulltrúa og 2 til vara í fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Skjóls til 4 ára, ásamt fylgigögnum. R17030268
Samþykkt að Regína Ásvaldsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Stefán Eiríksson taki sæti í fulltrúaráði hjúkrunarheimilisins Skjóls. Einnig er samþykkt að Heiða Björg Hilmisdóttir og Líf Magneudóttir taki sæti sem varamenn  í fulltrúaráðinu.

25. Lagt fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags 5. apríl 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki að gengið verði til samninga við WOW air ehf. um afnot af borgarlandinu undir hjólaleigustöðvar samkvæmt meðfylgjandi samningsdrögum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14080033
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. mars 2017, sbr. samþykkt borgarstjórnar þann 28. febrúar 2017 á tillögu Regínu Grétu Pálsdóttur frá ungmennaráði Kjalarness um aukna þjónustu við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig er lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu, dags. 3. apríl 2017. R17030002
Vísað til frekari vinnslu hjá mannréttindaskrifstofu.

Regína Gréta Pálsdóttir og Anna Kristinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 4. apríl 2017, þar sem lagðar eru fram til kynningar reglur um eignaskráningu rekstarfjármuna Reykjavíkurborgar ásamt skýrslu starfshóps um eignaskráningu.

Guðlaug Sigurðarsdóttir, Hreinn Ólafsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16090078

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti á handhafa lóðarréttinda og byggingarréttar að Freyjubrunni 23. R15070040
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Háskólans i Reykjavík um ráðstöfun á landi undir starfsemi Háskólans í Reykjavík. R15030020
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulög um niðurrif flugskýla. R17030166
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

31. Lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 3. apríl 2017, um framkvæmd styrkjareglna 2016, ásamt fylgigögnum. R17020025

- Kl. 11.30 víkur Halldór Halldórsson af fundinum og Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.

- Kl. 11.35 víkur Stefán Eiríksson af fundinum.

32. Lagt fram bréf starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin í Vesturbugt, dags. 3. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tilboð í kaup á byggingarrétti og sölu til Reykjavíkurborgar á 74 íbúðum og 170 bílastæðum í bílakjöllurum á lóðunum 03 og 04 í Vesturbugt og meðfylgjandi samning um uppbyggingu í Vesturbugt. R17040005
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Einar I. Halldórsson, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, Grímur Jónasson, Bjarki A. Brynjarsson, Björg Halldórsdóttir og Fernando de Mendonca taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir uppbyggingu á reitnum en telja að byggingarmagn (lóðanýting, rúmmál og hæð húsa) samkvæmt deiliskipulaginu sé of mikið miðað við grunnflöt og heildaryfirbragð aðliggjandi byggðar. Graeme Massie arkitektar, sem áttu vinningstillögu í opinni hugmyndasamkeppni um rammaskipulag gömlu hafnarinnar, hafa sent frá sér yfirlýsingu um að stóra þætti í vinningstillögunni sé ekki að finna í deiliskipulaginu. Gamli vesturbærinn hefur í meira en öld þróast í nánu sambandi við höfnina en hið nýja hverfi mun einkennast af einsleitum byggingum sem eiga lítið skylt við eldri byggð og byggingarsögu borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja hins vegar að yfirbragð og fjölbreytileiki gamla vesturbæjarins eigi að vera ríkjandi á svæðinu. Lítil áhersla er á opin svæði á reitnum og ekki er gert ráð fyrir sparkvelli eða öðru svæði til íþróttaiðkunar þar eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt til. Slæmt er að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli vitandi vits ekki nýta þetta tækifæri til að bæta úr miklum skorti á íþróttaaðstöðu í gamla vesturbænum heldur leggja áherslu á sem þéttasta uppbyggingu. En gamli vesturbærinn er það íbúahverfi borgarinnar sem býr við rýrustu íþróttaaðstöðuna þrátt fyrir að þar búi um tólf hundruð börn og unglingar.

33. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 4. apríl 2017, vegna minnisblaðs mannauðsdeildar um viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar árið 2017, dags. 4. apríl 2017.

Harpa Hrund Berndsen, Helga Björg Ragnarsdóttir, Ragnhildur Ísaksdóttir og Hörður Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17040015

34. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps dags. 6. apríl 2017, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 630 m.kr. að nafnvirði í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1. R16120032
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

35. Lagður fram trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2016, dags. 6. apríl 2017. Einnig er lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar, dags. 3. apríl 2017, um ársreikninginn, bréf fjármálaskrifstofu, dags. 4. apríl 2017, með endurskoðaðri áætlun um tímasetningar og bréf um trúnað vegna framlagningu ársreiknings, dags. 6. apríl 2017.

Ársreikningur borgarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar. Lagt er til að ársreikningi verði vísað til endurskoðunar.  R16120061
Samþykkt.

Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðarsdóttir og Ólafur B. Kristinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

36. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 5. apríl 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki að ráða Örnu Schram í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs.

Greinargerð fylgir tillögunni.  R17040042
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka óskir sínar um að fá afhentar ákveðnar upplýsingar varðandi það mál sem hér er til umfjöllunar. Um er að ræða matsblöð og greinargerð vegna ráðningar sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs auk umsóknir þeirra fjögurra aðila sem helst þykja hæfir til að gegna umræddri stöðu. Hingað til hafa borgarfulltrúar fengið slík gögn afhent, óski þeir eftir því. Minnt skal á að borgarráðsmenn hafa skýlausan rétt á upplýsingum varðandi þau mál sem lögð eru fyrir borgarráð á því formi sem þeir óska eftir. Vekur furðu að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi nú að ganga gegn langri hefð um afhendingu slíkra gagna til borgarfulltrúa, sé óskað eftir því. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða ekki atkvæði í málinu þar sem ekki hefur verið orðið við óskum þeirra um að fá gögn málsins afhent. Gerð er alvarleg athugasemd við þau vinnubrögð meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að takmarka aðgang borgarráðsmanna að slíkum upplýsingum með því að neita þeim um afhendingu gagnanna án haldbærra skýringa. Nýjum sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs er óskað velfarnaðar í starfi.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Við óskum nýjum sviðsstjóra velfarnaðar og árangurs í starfi.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Skýringu á neitun á afhendingu umræddra gagna er að finna í 35. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, en þar segir að „Varði málefni viðkvæma persónulega hagi einstaklings sem ekki er til umfjöllunar í borgarstjórn, er heimilt að neita um afhendingu gagna og upplýsinga.“ Starfsumsóknir og mat á umsækjendum falla skýlaust undir viðkvæma persónulega hagi einstaklinga. Ekki er þó um takmörkun á aðgengi að upplýsingum að ræða því borgarráðsfulltrúum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér öll gögn málsins. Voru þau aðgengileg í gagnaherbergi frá kl. 11 í gær og frameftir degi, eins og boðað var í tölvupósti sem sendur var borgarráðsfulltrúum kl. 10.47 í gær. Gögnin hafa síðan verið aðgengileg á fundi borgarráðs. Jafnframt hefði verið fallist á frest á málinu ef þess hefði verið óskað og gögnin þá áfram verið aðgengileg fram að afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Hingað til hafa borgarráðsmenn átt skýlausan rétt á því að fá afhent þau gögn sem þeir óska eftir vegna afgreiðslu mála í borgarráði. Hefur það jafnt gilt um trúnaðargögn sem önnur gögn. Með því að neita nú borgarráðsmönnum Sjálfstæðisflokksins um afhendingu umræddra gagna er tvímælalaust verið að takmarka aðgang borgarráðsmanna að upplýsingum.

- Kl. 13.25 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.

37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir skriflegu svari hvers vegna miðað við var við 11 mánaða gömul verðmöt við sölu/ráðstöfun á lóð merkt 1-5 og byggingarrétti, við Gelgjutanga til Festis ehf., sem samþykkt var í borgarráði þann 2. mars 2017.  Þann 19. febrúar 2015 voru samþykktar í borgarráði reglur um kaup og sölu fasteigna hjá Reykjavíkurborg.  Óskað er eftir hvað réttlætti það að farið var gegn skýrum ákvæðum reglnanna, m.a. 3.2.1. við ráðstöfun lóðarinnar. R13100391

38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Þar sem ljóst er að farið var gegn reglum Reykjavíkurborgar um kaup og sölu fasteigna hjá Reykjavíkurborg sem samþykktar voru í borgarráði 19. febrúar 2015, er óskað eftir því að lögð verði fyrir borgarráð 2 verðmöt óvilhallra fasteignasala um verðmæti byggingarréttar á lóð merkt 1-5 við Gelgjutanga sem ráðstafað var til Festis ehf. sbr. samþykkt í borgarráði 2. mars 2017 og að miðað verði við verðmæti í mars 2017.  Um er að ræða 7.930 heildarfermetrafjölda og áætlaður íbúafjöldi 63. R13100391

Frestað.

39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Skv. lið 30 á fundinum er Reykjavíkurborg að kaupa flugskýli í landi Skerjafjarðar skv. nánara samkomulagi. Óskað er eftir skriflegu svari, hvers vegna ekki var farið eftir reglum um kaup og sölu fasteigna hjá Reykjavíkurborg um að verðmat tveggja óvilhallra fasteignasala liggi til grundvallar söluverði.  Reglur þessar voru samþykktar í borgarráði 19. febrúar 2015. R17030166

40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir skriflegu svari hvort og hvernig ráðningasamningi borgarstjóra verði breytt nú eftir ákvörðun forsætisnefndar um hækkanir á launum kjörinna fulltrúa og aftengingar við launaákvörðun Kjararáðs.  Sérstaklega er óskað eftir svari hvort að laun borgarstjóra verði aftengd Kjararáði, ef svo er hvaða viðmið verði notuð og hver laun borgarstjóra verði þá eftir 1. maí 2017 og óskað er eftir sambærilegri útlistun eins og gert var með fyrirspurn í borgarráði 17. nóv 2016, liður 39.  Óskað er eftir að lagt verði fyrir borgarráð ráðningasamningur borgarstjóra, ef að breytingar munu eða muni eiga sér stað skv. ofangreindum fyrirspurnum. R16110090

41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að aðstæður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verði bættar þegar í stað við Úlfarsbraut á móts við íþróttasvæði Fram og göngustíg milli Gerðarbrunns 26 og 28. Leggja þarf gangbraut yfir Úlfarsbraut, gera ráðstafanir til að draga úr hraðakstri og tryggja göngu- og hjólaleið frá brautinni niður á íþróttasvæðið. Einnig þarf að huga að lýsingu, ganga frá gangstéttum meðfram brautinni og setja grind fyrir neðan tröppur sem liggja að henni. Um er að ræða helstu aðkomuleið barna og unglinga úr hverfinu niður á íþróttasvæðið en þarna eru aðstæður nú varasamar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. R17040051

Frestað.

42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Óskað er eftir upplýsingum um kostnað við ferð sex manna sendinefndar á vegum Reykjavíkurborgar til borgarinnar Wroclaw í Póllandi undir forystu borgarstjóra. R16070107

Fundi slitið kl. 13.32

borgarrad_0604.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_0604.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
99.86 KB
Skráarstærð
99.86 KB
hvr_hlida_2303.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_hlida_2303.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
25.05 KB
Skráarstærð
25.05 KB
hvr_laugardals_2703.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_laugardals_2703.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
63.36 KB
Skráarstærð
63.36 KB
hvr_vesturbaejar_2903.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_vesturbaejar_2903.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
60.07 KB
Skráarstærð
60.07 KB
samstarfsnefnd_skidasvaeda_3003.pdf
Skrá
/sites/default/files/samstarfsnefnd_skidasvaeda_3003.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
64.44 KB
Skráarstærð
64.44 KB
slokkvilid_2403.pdf
Skrá
/sites/default/files/slokkvilid_2403.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
83.22 KB
Skráarstærð
83.22 KB
umhverfis_og_skipulagsrad_0504.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsrad_0504.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
146.91 KB
Skráarstærð
146.91 KB
embaettis.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettis_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.61 MB
Skráarstærð
3.61 MB
umsagnir.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_13.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
20.09 KB
Skráarstærð
20.09 KB
styrkir.pdf
Skrá
/sites/default/files/styrkir_3.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
8.73 MB
Skráarstærð
8.73 MB
usk_adalskipulag_reykjavikur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_adalskipulag_reykjavikur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.24 MB
Skráarstærð
5.24 MB
usk_arbaejarblettur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_arbaejarblettur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.69 MB
Skráarstærð
5.69 MB
usk_falkagotureitur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_falkagotureitur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.26 MB
Skráarstærð
1.26 MB
usk_hlidarendi.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_hlidarendi_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
4.82 MB
Skráarstærð
4.82 MB
usk_kennarahaskoli_islands.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_kennarahaskoli_islands.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
45.13 MB
Skráarstærð
45.13 MB
usk_laugavegur_66_68.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_laugavegur_66_68.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
382.64 KB
Skráarstærð
382.64 KB
usk_njalsgotureitur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_njalsgotureitur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
365.81 KB
Skráarstærð
365.81 KB
usk_skipholt_23.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_skipholt_23.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.45 MB
Skráarstærð
1.45 MB
usk_spitalastigur_8.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_spitalastigur_8_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
4.16 MB
Skráarstærð
4.16 MB
reykjavikurborg_alit.pdf
Skrá
/sites/default/files/reykjavikurborg_alit.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
268.35 KB
Skráarstærð
268.35 KB
mof_samningar.pdf
Skrá
/sites/default/files/mof_samningar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
12.92 MB
Skráarstærð
12.92 MB
umbodsmadur.pdf
Skrá
/sites/default/files/umbodsmadur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
349.3 KB
Skráarstærð
349.3 KB
tillaga_verkferlar.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_verkferlar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
97.26 KB
Skráarstærð
97.26 KB
svar_fyrirspurn.pdf
Skrá
/sites/default/files/svar_fyrirspurn.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
46.97 KB
Skráarstærð
46.97 KB
skjol_tilnefningar.pdf
Skrá
/sites/default/files/skjol_tilnefningar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
466.49 KB
Skráarstærð
466.49 KB
hjolaleiga.pdf
Skrá
/sites/default/files/hjolaleiga.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.26 MB
Skráarstærð
3.26 MB
tillaga_ungmennarad.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_ungmennarad.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
42.85 KB
Skráarstærð
42.85 KB
reglur.pdf
Skrá
/sites/default/files/reglur_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
868.16 KB
Skráarstærð
868.16 KB
fms_framkvaemd_styrkreglna.pdf
Skrá
/sites/default/files/fms_framkvaemd_styrkreglna.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.63 MB
Skráarstærð
15.63 MB
sea_vesturbugt_uppbygging_r17040005.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_vesturbugt_uppbygging_r17040005.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
11.04 MB
Skráarstærð
11.04 MB
minnisblad_vidhorfskonnun.pdf
Skrá
/sites/default/files/minnisblad_vidhorfskonnun.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
233.69 KB
Skráarstærð
233.69 KB
fms_skuldabref.pdf
Skrá
/sites/default/files/fms_skuldabref.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
329.7 KB
Skráarstærð
329.7 KB
fms_arsreikninga.pdf
Skrá
/sites/default/files/fms_arsreikninga.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
753.58 KB
Skráarstærð
753.58 KB