Fundur borgarráðs 20. október 2016

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 20. október, var haldinn 5427. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Kjartan Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 13. október 2016. R16010032

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. október 2016. R16010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. október 2016. R16010011

4. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 15. september og 13. október 2016. R16010014

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 21. september og 14. október 2016. R16010023

6. Lögð fram fundargerð umhverfis og skipulagsráðs frá 19. október 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 10. október 2016. R16010035

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R16100013

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16100001

- Kl. 9.15 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. október 2016 um að gera hluta Laugavegar og Skólavörðustígs að göngugötum tímabundið vegna hátíðarinnar Iceland Airwaves 2016. Einnig er lagt fram bréf Heiðu Láru Aðalsteinsdóttur og Bolla Ófeigssonar dags. 19. október sl. R16020010

Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

Framsókn og flugvallarvinir og Sjálfstæðisflokkurinn leggja fram tillögu um að lokanir á Laugavegi, Bankastræti, og Skólavörðustíg á þeim tíma sem Iceland Airwaves hátíðin stendur yfir, verði aðeins eftir lokanir verslana og þjónustu, þ.e.a.s eftir klukkan 18 á virkum dögum og eftir kl. 16 á laugardeginum. Miðbær Reykjavíkur verður að finna takt í því vera bæði menningarborg sem og borg verslunar og viðskipta.

Breytingartillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Meirihluti Samfylkingar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata valdi að hafna þessari sáttatillögu sem minnihlutinn leggur fram svo að allir geti vel við unað. Hér er bara ein stefna og enginn vilji til að taka tillit til ólíkra hópa og hagsmuna í miðborginni.

Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs er samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar um fundarsköp borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir telja óviðunandi að helstu verslunargötum Reykjavíkur sé lokað án nokkurs fyrirsjáanleika. Við höfum ekki lagst gegn sumarlokunum þó við höfum talið þær vera orðnar of langar. Fyrirsjáanleiki er ekki að það sé heimild í skipulagi þegar að borgarhátíðir séu haldnar, án þess að nokkur yfirlit eða fastar dagsetningar liggi fyrir um slíkt, nema þá ef vera skyldi 17. júní, þjóðhátíðardagur. Áskorun er fyrir meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að átta sig á því að hlutverk miðborgar er ekki aðeins að vera miðstöð menningar, heldur verður að finna jafnvægi þannig að í miðborginni þrífist blómleg og fjölbreytt verslun ásamt menningu.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborg Reykjavíkur á sumrin frá árinu 2011. Samkvæmt könnun Capacent hefur ánægja með göngugötur á sumrin aukist ár frá ári. Í könnun sem gerð var árið 2012 voru 63,2 % borgarbúa hlynntir sumargötum, árið eftir jókst það í 67,9% en á árinu 2015 eru 76% borgarbúa hlynntir sumargötum. Á árinu 2015 var framtíðarfyrirkomulag sumargatna samþykkt en einnig samþykkt að opna göngugöturnar við sérstök tilefni eins og Airwaves og Hönnunarmars. Þess vegna ætti fyrirkomulagið í kringum Airwaves ekki að koma neinum á óvart. Rétt er að halda því til haga að erfitt getur reynst að loka götunum fyrir bílum eftir að verslanir loka kl. 18 á fimmtudeginum og föstudeginum og kl. 16 á laugardeginum vegna þess að þá er búið að leggja bílum um allan Laugaveg og Skólavörðustíg og erfitt getur reynst að fá alla sem lagt hafa í bílastæði til að fjarlægja ökutæki sín fyrir kl. 18. Kannanir sýna að sífellt fleiri styðja göngugötur og um leið að þær auki verslun og fjárfestingu til muna.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Við erum ekki að fjalla um sumargötur í þessari tillögu, heldur vetrarlokanir. Öll umræða um ánægju með sumarlokanir hefur ekkert með vetrarlokanir að gera. Miðborgin er fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Ekki geta allir notað strætó og það eru margir eldri borgarar sem veigra sér við að fara í miðborgina vegna erfiðs aðgengis. Viðskipti hafa án nokkurs vafa aukist í borginni með auknum fjölda ferðamanna, en tekjuaukningin í heild er að lang mestu leyti á veitingastöðum, gististöðum og ölkelduhúsum, en ekki í verslunum nema óskilgreindum ferðamannabúðum. Tölur um veltuminnkun hjá mörgum verslunum í miðbænum er staðreynd.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 12. október 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðanna nr. 13 við Krókháls og 1 og 4 við Laxalón. R16100184
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. október á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Gömlu hafnarinnar-Vesturbugtar. R16100183
Samþykkt.

- Kl. 9.45 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

13. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina varðandi sölu lóða sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað, sbr. 33. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 21. júlí sl. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. október 2016. R16070097
Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins draga tillöguna tilbaka með vísan til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

14. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um áskorun um skattlagningu ofurbónusa, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 17. október 2016. R16090008
Frestað.

15. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um jafnlaunaúttekt, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar þann 17. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. mars 2015, með svohljóðandi breytingartillögu:

Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg látið óháða aðila vinna úttektir á launamun kynjanna og var síðasta úttekt unnin fyrir árið 2014. Í aðgerðaáætlun gegn kynbundnum launamun segir að gera eigi úttekt á kynbundnum launamun af óháðum aðila annað hvert ár. PWC hefur annast jafnlaunaúttektir og veita stofnunum og fyrirtækjum sem ná góðum árangri jafnlaunavottun. Lagt er til að starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar og deildarstjóra kjaradeildar verði falið að undirbúa þátttöku Reykjavíkurborgar í jafnlaunavottun PWC. R14060161

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir fagna því að tillaga okkar frá því í borgarstjórn 17. mars 2015 hafi loksins verði samþykkt, þó að hún sé í formi breytingartillögu. Miður er þó að ekki hafi verið hægt að afgreiða hana á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

16. Lagt fram svar formanns borgarráðs, dags. 17. október 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina frá 13. október sl. um fundarstjórn í borgarráði. R16100149

17. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. október 2016, þar sem greint er frá fyrirhugaðri ferð borgarstjóra til Barcelona dagana 2.-4. október nk. R16090172

18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. október 2016, varðandi viljayfirlýsingu um fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Jafnframt er lögð fram viljayfirlýsing, dags. 12. október 2016, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um framtíð Laugardalsvallar. R15020197

19. Lagt er til að að beina því til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að Líf Magneudóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir taki sæti í fulltrúaráði samtakanna í stað Sóleyjar Tómasdóttur og Grétu Bjargar Egilsdóttur. R14060139
Samþykkt.

20. Lögð fram bókun hverfisráðs Kjalarness, dags. 13. október 2016, varðandi leigu á húsnæði borgarinnar á Víðinesi til Útlendingastofnunar, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. október sl. R16100079

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. október 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að kaupa eignarlóð ásamt sumarhúsi og geymsluskúr á lóðinni Suðurlandsvegur sbl 112534 og eignarlóðina Suðurlandsveg sbl 218369, ásamt fylgiskjölum. R16070039
Samþykkt.

22. Borgarráðsfulltrúi Framsókn og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

Reykjavíkurborg skal hafa forgöngu að því að hefja formlegt samstarf við lögregluna í Reykjavík, innanríkisráðuneytið og samtök ferðaþjónustunnar um að finna leiðir til að halda utan um og skrá allar íbúðir sem leigðar eru í skammtímaleigu til ferðamanna í höfuðborginni. Tillagan byggir á því annars vegar að þarna sé möguleiki til tekjuaukningar hjá Reykjavíkurborgar en ekki er hægt að líta framhjá alvarlegum fréttum sem hafa borist í fjölmiðla um íbúðir sem leigðar eru skammtímaleigu á vefsíðum, eins og airbnb, séu notaðar til vændissölu. Í þessu sambandi vísum við m.a. til nýsamþykktrar mannréttindastefnu Reykjavíkur 2.1.3. þar sem segir: „Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi, vændi og mansali. Af þeim sökum er mikilvægt, í samvinnu við lögreglu, að sporna gegn rekstri nektardansstaða og rekstri sem snýst um vændiskaup.“ R16100293

Frestað.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð á skilgreindum þróunarreit við Reynisvatn. Samkvæmt nýrri kynningu borgarstjóra um uppbyggingu í Reykjavík er gert ráð fyrir 49 íbúða byggð við vatnið. Í því skyni að vernda þá náttúruperlu sem Reynisvatn og umhverfi þess er, er lagt til að umræddur þróunarreitur verði felldur út af aðalskipulagi þannig að tryggt verði að umrædd byggð rísi ekki við vatnið. R16100294

Frestað.

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Múlalundur, vinnustofa SÍBS, hefur um árabil verið virkur aðili að rammasamningi Reykjavíkurborgar vegna innkaupa á skrifstofuvörum. Vinnustofan hefur þjónað borgarstofnunum vel og vegna þeirra viðskipta hafa skapast umtalsverð verkefni fyrir fólk með skerta starfsorku. Ljóst er að vörur Múlalundar eru almennt vel samkeppnishæfar við aðrar vörur, bæði í gæðum og verði. Nú berast þær fregnir að Múlalundur hafi ekki lengur slíkan rammasamning við borgina, að því er virðist vegna misskilnings við framkvæmd útboðs. Óskað er eftir upplýsingum um þetta mál og tillögu um hvernig hægt er að leiðrétta þennan misskilning og tryggja áframhaldandi farsæl viðskipti samkvæmt rammasamningi milli Múlalundar og Reykjavíkurborgar. R16100295

Fundi slitið kl. 10.54

Halldór Auðar Svansson

Elsa H. Yeoman Heiða Björg Hilmisdóttir
Halldór Halldórsson Líf Magneudóttir
Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir Kjartan Magnússon

borgarrad_2010.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_2010.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
38.35 KB
Skráarstærð
38.35 KB
ferlinefnd_1310.pdf
Skrá
/sites/default/files/ferlinefnd_1310.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.62 KB
Skráarstærð
15.62 KB
hvr_grafarvogs_1110.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_grafarvogs_1110.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
23.11 KB
Skráarstærð
23.11 KB
hvr_kjalarness_1310.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_kjalarness_1310.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
20.67 KB
Skráarstærð
20.67 KB
hvr_vesturbaejar_1509.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_vesturbaejar_1509.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
18.26 KB
Skráarstærð
18.26 KB
hvr_vesturbaejar_1310.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_vesturbaejar_1310.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.32 KB
Skráarstærð
17.32 KB
sorpa_2109.pdf
Skrá
/sites/default/files/sorpa_2109.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
26.21 KB
Skráarstærð
26.21 KB
sorpa_1410.pdf
Skrá
/sites/default/files/sorpa_1410.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
29.96 KB
Skráarstærð
29.96 KB
umhverfis_og_skipulagsrads_1910.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsrads_1910.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
185.02 KB
Skráarstærð
185.02 KB
oldungarad_1010.pdf
Skrá
/sites/default/files/oldungarad_1010.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
16.28 KB
Skráarstærð
16.28 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_5.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
20.9 MB
Skráarstærð
20.9 MB
umsagnir_rekstrarleyfi.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_rekstrarleyfi_3.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
25.05 KB
Skráarstærð
25.05 KB
usk_gongugotur_fskj.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_gongugotur_fskj.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
831.39 KB
Skráarstærð
831.39 KB
usk_krokhals_laxalon.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_krokhals_laxalon.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.49 MB
Skráarstærð
2.49 MB
usk_gamla_hofnin_vesturbugt.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_gamla_hofnin_vesturbugt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
821.28 KB
Skráarstærð
821.28 KB
tillaga_sala_uthlutadra_loda.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_sala_uthlutadra_loda.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
69.44 KB
Skráarstærð
69.44 KB
tillaga_ofurbonusar_umsogn.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_ofurbonusar_umsogn.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
180.22 KB
Skráarstærð
180.22 KB
tillaga_jafnlaunavottun_umsogn.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_jafnlaunavottun_umsogn.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
138.3 KB
Skráarstærð
138.3 KB
svar_fundarstjorn.pdf
Skrá
/sites/default/files/svar_fundarstjorn.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
32.49 KB
Skráarstærð
32.49 KB
barcelona.pdf
Skrá
/sites/default/files/barcelona.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
18.85 KB
Skráarstærð
18.85 KB
viljayfirlysing_laugardal.pdf
Skrá
/sites/default/files/viljayfirlysing_laugardal.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
116.56 KB
Skráarstærð
116.56 KB
bokun_hvr_kjalarness.pdf
Skrá
/sites/default/files/bokun_hvr_kjalarness.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
29.08 KB
Skráarstærð
29.08 KB
sea_sudurlandsvegur_sumarbustadablett.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_sudurlandsvegur_sumarbustadablett.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
13.35 MB
Skráarstærð
13.35 MB