Fundur borgarráðs 2. febrúar 2017

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 2. febrúar, var haldinn 5441. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Oddrún Helga Oddsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 26. janúar 2017.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 20. desember 2016.

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 17. janúar 2017.

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 19. janúar 2017.

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 26. janúar 2017.

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. janúar 2017.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20. janúar 2017.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27. janúar 2017.

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.

12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Sportbarinn Ölver, Álfheimum 74, dags. dags. 30. janúar 2017; og fyrir Lebowski Bar, Laugavegi 20a; og Bjarni Fel/Hressó, Austurstræti 20, dags. 31. janúar 2017;  aðfaranótt mánudagsins 6. febrúar nk. vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar.
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. janúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. janúar 2017 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Víðidals, Fáks, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar Hafnarstrætis milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 100 m.kr.
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.18 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna leiksvæða, torga og opinna svæða árið 2017. Um er að ræða endurgerð á 5 leiksvæðum, lagfæringar í Grasagarði, á Klambratúni og við Tjörnina, endurgerð á Freyjutorgi og áframhald verkefnisins torg í biðstöðu. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 100 m.kr.
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Fram fer kynning á örplasti í fráveituvatni og hugsanlegar aðgerðir til úrbóta.

Stefán Gíslason, Eygerður Margrétardóttir, Íris Þórarinsdóttir, Fjóla Jóhannsdóttir og Guðmundur Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráð þakkar fyrir vel útfærða kynningu. Einhugur ríkir í borgarráði um að styðja við rannsóknir á örplasti og öðru örrusli og ráðast í fjölþættar aðgerðir til að koma í veg fyrir losun þess í lífríkið.

- Kl. 9.42 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

17. Lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. janúar 2017, um erindi Hraunavina og náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands, dags. 3. janúar 2017, um vatnsból höfuðborgarsvæðisins.

- Kl. 10.36 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

18. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, 27. janúar 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundasviðs á reglum Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga frá 25. janúar 2017, ásamt fylgiskjölum.
Frestað.

Helgi Grímsson og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. janúar 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. janúar 2017 á samningum við tónlistarskólana vegna neðri og efri stiga ásamt fylgiskjölum.
Frestað.

Helgi Grímsson og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að skila umsögn vegna fyrirliggjandi draga að reglum um nýja þjónustusamninga við tónlistarskóla, sem og vegna samningsdraga vegna efri og neðri stiga tónlistarnáms, áður en þau verða tekin til endanlegrar afgreiðslu í borgarráði. Rétt er að fulltrúar í borgarráði átti sig á því að hve miklu leyti þær breytingar, sem gerðar hafa verið á drögunum, koma til móts við áður framkomnar athugasemdir einstakra tónlistarskóla sem og stjórn Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík.

20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. janúar 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. janúar 2017 á sameiginlegum reglum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skólaakstur fatlaðra grunnskólabarna. Einnig er lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um málið.

21. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. janúar 2017, um starfshóp um örugga miðborg ásamt drögum að erindisbréfi.

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. janúar 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki að verja 4 m.kr. til kaupa á öryggismyndavélum fyrir miðborgina og fleiri staði. Jafnframt er lagt fram endurskoðað samstarfssamkomulag. Fjárfestingin rúmast innan gildandi fjárfestingaáætlunar og færist á kostnaðarstað 2101.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

23. Lagt fram til kynninga bréf borgarstjóra til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2017, um skipun rannsóknarnefndar vegna snjóflóðs í Esjuhlíðum.

24. Fram fer umræða um tilnefningar í skólanefndir framhaldsskóla 2017.
Frestað.

- Kl. 11.28 tekur Ómar Einarsson sæti á fundinum.

25. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, ódags., varðandi lífeyrismál.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. janúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að aðilaskipti verði gerð á lóðinni nr. 10-12 við Gylfaflöt. Einnig er lagt fram samkomulag milli aðilanna.
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. janúar 2017, þar sem óskað er samþykkis borgarráðs fyrir því að verja allt að 15 m.kr. til að kanna fýsileika þess að setja Miklubraut í stokk að hluta. Einnig er lögð fram sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið, dags. 23. janúar 2017.
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samkomulagi um fyrirhugaða uppbyggingu á lóð við Sléttuveg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar, dags. 30. janúar 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá skuldabréfi vegna greiðslu gatnagerðargjalda á lóðinni Sturlugötu 6.
Samþykkt.

30. Lagt fram yfirlit yfir styrkúthlutanir íþrótta- og tómstundaráðs 2017, dags. 25. janúar 2017.

31. Lagt fram minnisblað starfsmannastjóra, dags. 30. janúar 2017, um ráðningu í starf sviðsstjóra velferðarsviðs.

32. Lagt fram bréf framkvæmdarstjóra knattspyrnufélagsins Fram, dags. 26. janúar 2017, þar sem fram koma viðbrögðum félagsins við samningsdrögum sem send voru félaginu þann 8. desember 2016. Einnig er lögð fram samantekt borgarlögmanns, dags. 31. janúar 2017, um stöðu samningsmála milli Fram og Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykjavíkurborg ljúki sem fyrst samningsgerð við íþróttafélagið Fram svo unnt sé að halda áfram löngu tímabærum framkvæmdum við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Grafarholti-Úlfarsárdal. Rétt er að slíkar framkvæmdir verði í samræmi við þau fyrirheit um íbúafjölda, sem félaginu voru gefin þegar framkvæmdir hófust við íþróttasvæðið í Grafarholti-Úlfarsárdal árið 2008. Íbúar þessara hverfa hafa sýnt Reykjavíkurborg ríkulegan samstarfsvilja og langlundargeð vegna seinkunar, sem varð á uppbyggingu vegna efnahagsáfalla í þjóðfélaginu á sínum tíma. Ljóst er að metnaðarfull uppbygging í Úlfarsárdal mun leiða til þéttingar byggðar í hverfinu, sem er jákvæð í sjálfu sér. Sú ákvörðun vinstri meirihlutans í borgarstjórn að draga verulega úr íbúabyggð í Úlfarsárdal frá því sem áður var ákveðið, rýrir mjög möguleika rekstraraðila á því að veita öfluga þjónustu í hverfinu og á það ekki síst við um íþrótta og æskulýðsstarf. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja því enn og aftur til að skipulag í Úlfarsárdal verði endurskoðað og íbúum fjölgað með það að markmiði að þar skapist góð skilyrði til að reka blómlegt íþrótta- og félagsstarf og að hverfin Grafarholt-Úlfarsárdalur verði sjálfbær hvað varðar fjölbreytilega Þjónustu

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt með atkvæðum allra flokka, þar með talið helmingi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Einnig er vert að benda á að Fram samþykkti í mars á síðasta ári að framtíðarstærð hverfanna í Úlfarsárdal og Grafarholti réði ekki úrslitum varðandi flutning félagsins í hverfið. Á næstu dögum verður fundað með fulltrúum íbúa og félagsins og gefst þá vonandi færi á að leiðrétta rangfærslur og fara meðal annars yfir það að þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi samningsdrögum kosta samtals 4,7 milljarða - en skv. upphaflegum samningi frá 2008 var skilgreint að 2,7 milljarðar væru þar hámark eða 4 milljarðar að núvirði.

- Kl. 12.36 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum.

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfsstæðisflokksins:

Borgarráð Reykjavíkur beinir því til stjórnar Strætó bs. að leitast verði við að koma á beinni strætisvagnatengingu milli Skerjafjarðar og þeirra skóla og íþróttamannvirkja sem þjóna íbúum hverfisins, þ.e. Melaskóla, Hagaskóla og KR-svæðisins.

Frestað.

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að borgarráð samþykkir styrkveitingu til Knattspyrnufélagsins Víkings vegna byggingar blaðamannastúku við keppnisvöll félagsins. Styrkurinn nemi 2,1 milljón króna eða sömu upphæð og Reykjavíkurborg innheimtir í gatnagerðargjöld vegna byggingarinnar. Um er að ræða óupphitað mannvirki inni á miðju svæði félagsins og verður borgin ekki fyrir útgjöldum vegna þess.

Frestað.

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að ljósastaur við Oddfellowhúsið við Vonarstræti verði færður í því skyni að bæta aðkomu fatlaðra og hreyfihamlaðra að hjólastólabraut við aðalinngang hússins.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

36. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um breytingar á gjaldskrám velferðarsviðs frá árinu 2006. Eru umræddar gjaldskrár að fullu samræmdar á milli starfstaða og borgarhluta, t.d. mötuneyta?

37. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Frést hefur af því að fólki hefur verið vísað frá þjónustuveri Reykjavíkurborgar með beiðnir og bent á að nauðsynlegt sé að senda tölvupóst, ekki sé hægt að hitta þjónustufulltrúa til að fara yfir viðkomandi mál. Í þessum tilfellum var um eldra fólk að ræða sem ekki notar tölvupóst. Óskað er eftir upplýsingum um hvort að svo geti verið að þetta sé verklag hjá þjónustuveri borgarinnar.

38. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um hver er staða skýrslu um akstur stórra bifreiða í miðborginni.

- Kl. 12.43 víkja Líf Magneudóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.

Fundi slitið kl. 12.52

borgarrad_0202.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_0202.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
37.84 KB
Skráarstærð
37.84 KB
ferlinefnd_2601.pdf
Skrá
/sites/default/files/ferlinefnd_2601.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
68.56 KB
Skráarstærð
68.56 KB
hvr_breidholts_2012.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_breidholts_2012.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
65.75 KB
Skráarstærð
65.75 KB
hvr_breidholts_1701.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_breidholts_1701.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
66.4 KB
Skráarstærð
66.4 KB
hvr_hlida_1901.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_hlida_1901.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
67.98 KB
Skráarstærð
67.98 KB
hvr_midborgar_2601.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_midborgar_2601.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
61.73 KB
Skráarstærð
61.73 KB
innkauparad_2701.pdf
Skrá
/sites/default/files/innkauparad_2701.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
68.74 KB
Skráarstærð
68.74 KB
straeto_2001.pdf
Skrá
/sites/default/files/straeto_2001.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
81.67 KB
Skráarstærð
81.67 KB
sorpa_2701.pdf
Skrá
/sites/default/files/sorpa_2701.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
77.61 KB
Skráarstærð
77.61 KB
umhverfis_og_skipulagsrad_0102.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsrad_0102.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
246.29 KB
Skráarstærð
246.29 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_15.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.71 MB
Skráarstærð
2.71 MB
umsagnir.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_6.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
24.27 KB
Skráarstærð
24.27 KB
superbowl.pdf
Skrá
/sites/default/files/superbowl.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
62.58 KB
Skráarstærð
62.58 KB
usk_vididalur_fakur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_vididalur_fakur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.99 MB
Skráarstærð
3.99 MB
usk_hafnarstraeti.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_hafnarstraeti.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.55 MB
Skráarstærð
1.55 MB
usk_leiksvaedi.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_leiksvaedi.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.67 MB
Skráarstærð
5.67 MB
usk_orplast.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_orplast.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
888.11 KB
Skráarstærð
888.11 KB
her_hraunavinir.pdf
Skrá
/sites/default/files/her_hraunavinir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.03 MB
Skráarstærð
3.03 MB
sfs_reglur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs_reglur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
9.17 MB
Skráarstærð
9.17 MB
sfs_samningar.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs_samningar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
8.4 MB
Skráarstærð
8.4 MB
sfs_akstur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs_akstur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
340.57 KB
Skráarstærð
340.57 KB
mar_orugg_midborg.pdf
Skrá
/sites/default/files/mar_orugg_midborg.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
65 KB
Skráarstærð
65 KB
oryggismyndavelar.pdf
Skrá
/sites/default/files/oryggismyndavelar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
20.56 KB
Skráarstærð
20.56 KB
bref_umhverfis-_og_audlindaraduneytid.pdf
Skrá
/sites/default/files/bref_umhverfis-_og_audlindaraduneytid.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.28 KB
Skráarstærð
19.28 KB
fms_minnisblad.pdf
Skrá
/sites/default/files/fms_minnisblad.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
295.1 KB
Skráarstærð
295.1 KB
sea_miklabraut_stokk.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_miklabraut_stokk.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
83.01 KB
Skráarstærð
83.01 KB
sea_hrafnista_slettuvegur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_hrafnista_slettuvegur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.28 MB
Skráarstærð
1.28 MB
itr_styrkir.pdf
Skrá
/sites/default/files/itr_styrkir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
40.87 KB
Skráarstærð
40.87 KB
minnisblad_svidstjori.pdf
Skrá
/sites/default/files/minnisblad_svidstjori.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
118.2 KB
Skráarstærð
118.2 KB
fram.pdf
Skrá
/sites/default/files/fram.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
20.9 MB
Skráarstærð
20.9 MB