Fundur borgarráðs 13. október 2016

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 13. október, var haldinn 5426. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Ólöf Örvarsdóttir og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. október 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar staðfestur.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 4. október 2016. R16010005

3. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 21. september 2016. R16010034

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. október 2016. R16010015

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R16100013

6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Guðna Elíssyni styrk að fjárhæð kr. 500.000.- vegna Earth 101, verkefni sem snýr að miðlun loftslagsvandans.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

- Kl. 9.10 tekur borgarstjóri sæti á fundinum ásamt Pétri Ólafssyni.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á að óska eftir því við borgarráð að leitað verði samkomulags við lóðarhafa að Hverfisgötu 41.  R16080019
Vísað til skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem er falið að hefja viðræður við lóðarhafa.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. október 2106, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs  frá 5. október 2016, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar, svæði Þ1 - þjónustumiðstöð við Mógilsá. R16100077
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. október 2016, á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsársdals hverfi 04 vegna lóðar nr. 31 við Freyjubrunn. R16100076
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

10. Lagt fram bréf Lögmáls, f.h. Atlantsolíu, dags. 6. júní 2016, þar sem óskað er eftir úthlutun lóðar við Þjóðhildarstíg fyrir fjölorkustöð. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. október 2016. R16060045
Erindinu er synjað með vísan til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

11. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. október 2016, þar sem drög að erindisbréfi matsnefndar vegna veitinga stofnframlaga er lagt fram til kynningar ásamt greinargerð. R16060025

12. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um rafræna þjónustukönnun hjá foreldrum leikskólabarna og starfsfólki á leikskólum borgarinnar, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2016 ásamt umsögn skóla- og frístundasviðs og fjármálaskrifstofu og umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. R16090009
Vísað til meðferðar skóla- og frístundasviðs.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir ætlast til þess að skóla- og frístundasvið taki tillit til þessarar tillögu, þegar gerð verður þjónustukönnun í mars 2017, fyrst ekki var hægt að samþykkja tillöguna og framkvæma hana strax.

13. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina varðandi sölu lóða sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað sbr. 33. mál í fundargerð borgarstjórnar frá 21. júlí sl. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar. R16070097
Frestað.

14. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. október, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar 2016. R16010159

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er áhyggjuefni. Bæði vegna þeirra sem í hlut eiga og kostnaðarins sem af því hlýst. Þumalputtareglan hefur verið sú hjá atvinnurekendum að ef veikindahlutfallið sé komið yfir 4% á ársgrundvelli þá sé það á rauðu svæði en helst vilji atvinnurekendur sjá tölur frá 0 upp í 2-3% yfir árið. Veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar var langt yfir því eða 5,9% árið 2015. Ljóst er að aðgerðir meirihlutans frá því að rauðar tölur birtust 2014 hafa engan árangur borið miðað við þær tölur sem hér liggja fyrir.

15. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 12. október 2016, um viðaauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016. R16010225
Vísað til borgarstjórnar.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. október 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita Almenna íbúðafélaginu hses. vilyrði fyrir lóð að Urðarbrunni 33-35 sem heimilar byggingu 23 íbúða með fyrirvara um að Íbúðalánasjóður samþykki að veita félaginu stofnframlag á grundvelli laga nr. 555/2016.
Greinargerð fylgir erindinu. R16100068
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. október 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita Almenna íbúðafélaginu hses. vilyrði fyrir lóð að Urðarbrunni 130-134 sem heimilar byggingu 30 íbúða með fyrirvara um að Íbúðalánasjóður samþykki að veita félaginu stofnframlag á grundvelli laga nr. 555/2016.
Greinargerð fylgir erindinu. R16100073
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. október 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita Almenna íbúðafélaginu hses. vilyrði fyir byggingarrétti á um 70 íbúðum að Móaveg 2-4 með fyrirvara um að Íbúðalánasjóður samþykki að veita félaginu stofnframlag á grundvelli laga nr. 555/2016.
Greinargerð fylgir erindinu. R16100074
Samþykkt.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við velferðarráðuneytið um byggingu 95-105 rýma hjúkrunarheimilis. Áætlaður kostnaðarhluti Reykjavíkurborgar miðað við 100 rými er 468.750.- þús kr. og gert verður ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16100030
Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir telja eðlilegt að hér hefði verið tiltekið sérstaklega að um væri að ræða uppbyggingu á Sléttuvegi, en fagna samningi um uppbyggingu hjúkrunarheimilis nú korteri fyrir kosningar til Alþingis. 

20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að leigja hluta af eignum Reykjavíkurborgar í Víðinesi til Útlendingastofnunar til 2-3 mánaða. R16100079
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við þessa afgreiðslu þar sem við teljum að leiguverðið á nýuppgerðu húsnæði með hita og rafmagni sé of lágt fyrir þetta nýuppgerða húsnæði, en framkvæmdum upp á 150.000.000.- er nánast lokið.  Mikilvægt er að Reykjavíkurborg og svið hennar myndi sér stefnu um nýtingu húsnæðisins sem allra fyrst, en hugmyndir hafa verið uppi um að þarna gæti risið hjúkrunarheimili fyrir fólk í neyslu, höfuðstöðvar SORPU voru eitt sinn uppi, húsnæði fyrir heimilislausa, úrræði fyrir einstaklinga í neyslu eða annað. Hættan er alltaf sú að fordæmi skapist fyrir áframhaldandi leigu þeirra sem þegar hafa haft leigusamning eða haft not af fasteigninni. Ítrekað er mikilvægi þess að vandað sé til verka þegar svo viðkvæmar ákvarðanir eru teknar eins og útleiga á húsnæði í eigu borgarinnar til Útlendingarstofnunar fyrir hælisleitendur, þar sem slíkt hefur áhrif á allt nærumhverfi. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna enda er um tímabundna neyðarráðstöfun að ræða. Minnt er á tillögu Sjálfstæðisflokksins um að útbúin verði aðstaða í ónotuðu húsnæði borgarinnar á Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. Tillagan var flutt í júlí 2015 og vísað til velferðarsviðs í september sama ár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að nú hafi gefist nægur tími til að skoða tillöguna og hvetja til þess að framkvæmd hennar verði ekki frestað frekar.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. október 2016, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs fyrir úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir lóð að Bæjarflöt 19. R15060133
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. október 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun á byggingarrétt fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 58. R16060087
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. október 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á nýjum tímatökubúnaði fyrir Laugardalslaug og að efnt verði til útboðs um kaup á skjá sem tengist þeim búnaði. R16100061
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun tveggja lóða ásamt byggingarrétti við Suðurlandsbraut nr. 72 og 74. R16020171
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina samþykkja umrædda lóðarúthlutun til Hjálpræðishersins en óska eftir því að byggingarréttargjald vegna hennar verði fellt niður. Hjálpræðisherinn hefur í meira en 120 ár staðið fyrir umfangsmikilli hjálpar- og góðgerðastarfsemi í Reykjavík. Samtökin hófu að veita heimilislausu fólki mat og húsaskjól auk margvíslegrar annarrar þjónustu löngu áður en eiginlegri velferðarþjónustu var komið á í borginni og hafa gert það með öflugum og óeigingjörnum hætti allar götur síðan. Hjálpræðisherinn hyggst nú flytja á nýjan stað í borginni og efla um leið starfsemi sína. Í ljósi þessarar starfsemi er því rétt að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar lóðar. Hvetjum við borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna til að endurskoða afstöðu sína í málinu og undanþiggja Hjálpræðisherinn gjöldum vegna umræddrar lóðar þannig að tryggt verði að samtökin njóti sambærilegra kjara og önnur trúfélög hafa notið.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vísa til fyrri bókana sinna varðandi málið.

25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. október 2016, um staðfestingu og framlagningu kjörskrár vegna alþingiskosninga sem fram fara 29. október 2016 ásamt kjörskrárstofni með viðmiðunardeginum 29. september. R16080006
Samþykkt.

- Kl. 10.55 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum

26. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 6. október 2016, sbr. minnisblað sviðstjóra dags. 22. september 2016, um breytingu á skipuriti skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. R16100081
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina:

Til að gæta sanngirnis gagnvart þeim íbúum sem nú þegar búa á Kjalarnesi, þá er lögð fram tillaga um að hverfisráði Kjalarness verði gefið tækifæri til að fjalla um málefni er varða notkun Víðiness í tengslum við tímabundinn samning við Útlendingastofnun, um húsnæði fyrir hælisleitendur. R16100148

Samþykkt.

28. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina gera alvarlega athugasemd við fundarstjórn formanns borgarráðs og þá framkomu sem hann hefur ítrekað sýnt fulltrúum minnihlutans á fundum ráðsins. Óviðunandi er að formaðurinn misnoti fundarstjórnunarhlutverk sitt í því skyni að hrakyrða fulltrúa minnihlutans og gera lítið úr málflutningi þeirra á milli þess sem hann lætur orðið ganga á milli fundarmanna. Vilji hann láta slík ummæli falla er eðlilegt að hann setji sjálfan sig á mælendaskrána og fylgi þannig þeim reglum sem hann ætlast til að aðrir fundarmenn fari eftir. Óskað er eftir afstöðu formanns ráðsins til þess hvort slík framkoma samræmist fundarsköpum þess. R16100149

Fundi slitið kl. 11.32

borgarrad_1310.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_1310.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
39.05 KB
Skráarstærð
39.05 KB
umhverfis-_og_skipulagsrad_1210.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis-_og_skipulagsrad_1210.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
126 KB
Skráarstærð
126 KB
hvr_arbaejar_0410.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_arbaejar_0410.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.44 KB
Skráarstærð
17.44 KB
fjolmenningarrad_2109.pdf
Skrá
/sites/default/files/fjolmenningarrad_2109.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.62 KB
Skráarstærð
17.62 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_4.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
4.19 MB
Skráarstærð
4.19 MB
styrkumsoknir.pdf
Skrá
/sites/default/files/styrkumsoknir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
8.65 MB
Skráarstærð
8.65 MB
hverfisgata_41.pdf
Skrá
/sites/default/files/hverfisgata_41.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.26 MB
Skráarstærð
2.26 MB
kjalarnes_mogilsa.pdf
Skrá
/sites/default/files/kjalarnes_mogilsa.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.72 MB
Skráarstærð
2.72 MB
freyjubrunnur_31.pdf
Skrá
/sites/default/files/freyjubrunnur_31.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.41 MB
Skráarstærð
2.41 MB
thjodhildarstigur.pdf
Skrá
/sites/default/files/thjodhildarstigur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
4.74 MB
Skráarstærð
4.74 MB
matsnefnd_stofnframlog.pdf
Skrá
/sites/default/files/matsnefnd_stofnframlog.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
56.88 KB
Skráarstærð
56.88 KB
hjukrunarheimili.pdf
Skrá
/sites/default/files/hjukrunarheimili.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
537.67 KB
Skráarstærð
537.67 KB
tillaga_rafraen_thjonustukonnun.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_rafraen_thjonustukonnun.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
665.92 KB
Skráarstærð
665.92 KB
svar_veikindi.pdf
Skrá
/sites/default/files/svar_veikindi.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
35.97 KB
Skráarstærð
35.97 KB
vidaukar.pdf
Skrá
/sites/default/files/vidaukar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
175.73 KB
Skráarstærð
175.73 KB
urdarbrunnur_33_35_r16100068.pdf
Skrá
/sites/default/files/urdarbrunnur_33_35_r16100068.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.54 MB
Skráarstærð
1.54 MB
urdarbrunnur_130_134_r16100073.pdf
Skrá
/sites/default/files/urdarbrunnur_130_134_r16100073.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.54 MB
Skráarstærð
1.54 MB
moavegur_2_4_r16100074.pdf
Skrá
/sites/default/files/moavegur_2_4_r16100074.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.77 MB
Skráarstærð
1.77 MB
baejarflot_19_r15060133.pdf
Skrá
/sites/default/files/baejarflot_19_r15060133.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
71.51 KB
Skráarstærð
71.51 KB
haukdaelabraut_58_r16060087.pdf
Skrá
/sites/default/files/haukdaelabraut_58_r16060087.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
70.5 KB
Skráarstærð
70.5 KB
laugardalslaug_timatokukerfi_r16100061.pdf
Skrá
/sites/default/files/laugardalslaug_timatokukerfi_r16100061.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
32.79 KB
Skráarstærð
32.79 KB
vidines_leiga_r16100079.pdf
Skrá
/sites/default/files/vidines_leiga_r16100079.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
28.74 KB
Skráarstærð
28.74 KB
framlagning_kjorskrar.pdf
Skrá
/sites/default/files/framlagning_kjorskrar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
26.51 KB
Skráarstærð
26.51 KB
sfs-skipurit.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs-skipurit.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
530.5 KB
Skráarstærð
530.5 KB