Fundur borgarráðs 12. janúar 2017

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 12. janúar, var haldinn 5438. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.17. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. desember 2016. R16010009

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Laugardals frá 19. desember 2016. R16010012

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 6. janúar 2017. R17010015

4. Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 16. desember 2016. R16010023

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. janúar 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R17010129

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17010041

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. janúar 2017, með tillögum að breytingum á málsmeðferðarreglum borgarráðs vegna veitingastaða og gististaða. R14030064
Samþykkt.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. janúar 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að menningar- og ferðamálasviði verði falið að gera samning við stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir árin 2017-2019. Framlag Reykjavíkurborgar verði 3 m.kr. árlega, alls 9 m.kr. með fyrirvara um fjárhagsáætlun 2018 og 2019, sem greiðist árið 2017 af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. Fjármununum verði varið til að mæta kostnaði við sýningar og menningarviðburði fyrir almenning, ekki síst börn og ungmenni.

Einnig er lagt fram bréf forstöðumanns stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, dags. 14. desember 2016, og umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 10. janúar 2017. R16120070
Samþykkt.

10. Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis, dags. 21. desember 2016, í tilefni af kvörtun Bjargeyjar Guðmundsdóttur varðandi gjaldtöku vegna fyrirspurnar um gildandi deiliskipulag. R16090171
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

11. Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis, dags. 23. desember 2016, í tilefni af kvörtun Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg varðandi Sumargötu 2015. R15040215
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

12. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingu á aðalskipulagi við Reynisvatn, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. október sl. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs frá 7. nóvember 2016. R16100294
Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við gerð hverfisskipulags á svæðinu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fyrir liggur að engin uppbygging er að fara af stað við Reynisvatn þótt heimild sé fyrir því í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Því er tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vísað til gerðar hverfisskipulags á næsta kjörtímabili.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að íbúar hafa lýst áhyggjum sínum af því að samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð á skilgreindum þróunarreit við Reynisvatn. Þar er gert ráð fyrir 49 íbúða byggð við vatnið. Hreinlegast væri, að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að samþykkja upphaflega tillögu þeirra um að fella þennan reit út af aðalskipulagi. Þess í stað kýs meirihlutinn að vísa hugmyndum um fjölbýlishúsabyggð á umræddum stað til áframhaldandi vinnu í borgarkerfinu þannig að íbúar munu næstu árin þurfa að fylgjast með málinu.

13. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. janúar 2017, varðandi fyrirhugaða ferð borgarfulltrúa og embættismanna á Norrænu höfuðborgarráðstefnuna í Helsinki í Finnlandi, dagana 16.-17. febrúar nk. R16050102
Frestað.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember 2016, ásamt skýrslu um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, dags. í desember 2016.

Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R11060102

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á gervigrasi og gúmmíi á æfingavöllum Fram í Safamýri, ÍR og Leiknis. R17010136
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að fara í framkvæmdir í afgreiðslu Laugardalslaugar, endurbætur á sturtukerfum og lagfæringar og endurbætur til bráðabirgða á umhverfi og gangstéttum norðan við stúku. R17010135
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. janúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, s.d., á minnisblaði skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2017, varðandi skipulagssamkeppni á Heklureit. R17010144
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að farið verði í samkeppni vegna þess sem kallað er Heklureitur og aðliggjandi reitir við Laugaveg frá Nóatúni að Kringlumýrarbraut upp að Brautarholti. Lögð er áhersla á að þetta er sérmál og ekki með nokkrum hætti í tengslum við lóðaúthlutanir annars staðar í borginni.

- Kl. 10.17 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

18. Lagt fram bréf Festu, dags. 5. janúar 2016, þar sem kynnt er verkefnið Ábyrg ferðaþjónusta og óskað eftir að Reykjavíkurborg taki þátt í verkefninu. R15010225

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráð fagnar frumkvæði Festu að því að gefa fyrirtækjum og lögaðilum tækifæri til að sýna í verki að þau stundi ábyrga ferðaþjónustu. Hagsmunir borgarinnar vegna ferðaþjónustunnar eru ríkir enda hefur stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins viðkomu í Reykjavík. Borgin sinnir jafnframt margs konar þjónustu sem ferðamenn nýta sér og skipuleggur fjölmarga viðburði fyrir ferðamenn. Því tekur Reykjavíkurborg þátt í verkefni Festu með mikilli ánægju.

Áshildur Bragadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. janúar 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að Reykjavíkurborg auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög borgarinnar með umsóknarfresti til 31. janúar nk. í samræmi við auglýsingu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) þann 30. desember sl. Íbúðalánasjóður auglýsti umsóknarfrest vegna seinni úthlutunar stofnframlaga ÍLS ársins 2016, opið er fyrir umsóknir til 31. janúar 2017. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir 800 m.kr. stofnframlögum á árinu 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16110125
Samþykkt.

Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. janúar 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarstjóri fái umboð til að undirrita meðfylgjandi samning milli ÍR og Reykjavíkurborgar fyrir hönd borgarinnar, en áður verði hann borinn upp til samþykktar á aðalfundi félagsins og kynntur á opnum íbúafundi í Breiðholti sem haldinn verði í samvinnu Reykjavíkurborgar, ÍR og hverfisráðs Breiðholts. Samningurinn felur í sér breytingu á fjárfestingaáætlun og verður viðauki vegna þess lagður fram til samþykktar í borgarráði og borgarstjórn þegar samningurinn hefur verið staðfestur. R16100021

Frestað.

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og Heklu hf. vegna uppbyggingar á lóðum Heklu milli Brautarholts og Laugavegar og hins vegar á mögulegri lóð í Suður-Mjódd. R16020062
Frestað.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi um rekstur Fab Lab Reykjavík milli Reykjavíkurborgar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Samningurinn er til eins árs og áætluð kostnaðarþátttaka Reykjavíkurborgar er kr. 3.500.000. R16090011
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja viðræður við íþróttafélagið Fylki um skil á æfingasvæði félagsins við Hraunbæ og endurbætur á aðalvelli félagsins við Fylkisveg. R15030218
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. janúar 2017, þar sem lögð eru fram drög að erindisbréfi starfshóps um skipulags- og uppbyggingarmál KR svæðisins. R16110079

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Landspítala um Kópavogsbraut 5b. R17010118
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Hageign ehf. um íbúð 201 við Breiðuvík 11. R17010098
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Alnitak ehf. um íbúð 208 í Naustabryggju 33. R17010128
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Ágúst Bogason og Valgerði Árnadóttur um Kleppsveg 6, íbúð 801. R17010111
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti að lóðarréttindum ásamt byggingarrétti að Iðunnarbrunni 18-20, fastanúmer 230-5822. R17010130
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. janúar 2017, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 10. janúar 2017 á tillögu um mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar. R17010123
Lagt er til að Skúli Helgason sem jafnframt verður formaður hópsins, Líf Magneudóttir, Halldór Auðar Svansson. Sigurður Björn Blöndal, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Halldór Halldórsson verði skipuð í stýrihóp borgarstjórnar um menntastefnu Reykjavíkur.
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Í stefnumótunarvinnu í menntamálum er mikilvægt að tryggja fullt samráð, gagnsæi og rétta upplýsingagjöf gagnvart öllum aðilum sem ætlað er að taka þátt í umræddri vinnu svo traust ríki á milli þeirra í öllu ferlinu. Að þessu leyti hefur nú pottur þegar verið brotinn þar sem ítrekað hefur komið fram að fulltrúar meirihlutans hafa unnið að málinu um nokkurt skeið og tekið mikilvægar ákvarðanir í sambandi við það án nokkurs samráðs við fulltrúa minnihluta borgarstjórnar. Þá er mikilvægt í slíkri vinnu að leita fanga sem víðast og rétt að sá hópur, sem valinn verður til að sinna verkefninu, hafi fullt frelsi til að velja sér ráðgjafa. Borgarstjóri kaus hins vegar að semja við ákveðinn mann um að leiða vinnu erlendra ráðgjafa í verkefninu án nokkurs samráðs við minnihlutann og áður en tillaga um málið var lögð fram í borgarstjórn. Var þessi maður boðaður til landsins á fundi á vegum verkefnisins áður en tillaga um að ráðast í það var lögð fram og áður en skipað hafði verið í stýrihóp þess, allt án nokkurs samráðs við fulltrúa minnihluta borgarstjórnar. Lýst er yfir furðu á þessum vinnubrögðum og óskað eftir því að betur verði staðið að framhaldi verkefnisins. Þá er gerð athugasemd við að í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar sem send var fjölmiðlum 10. janúar sl. er ranglega fullyrt að vegna þessarar vinnu hafi nú þegar verið skipaður þverpólitískur stýrihópur, verkefnastjórn sem og ráðgjafateymi.

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram að nýju svohljóðandi tillögu, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september 2016:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirliggjandi viljayfirlýsing, sem felur í sér ráðstöfun á 24 þúsund fermetra lóð í Syðri-Mjódd án útboðs, verði ekki tekin til afgreiðslu í borgarráði fyrr en eftirtöldum aðilum hefur verið gefinn kostur á að gefa umsögn um hana: Íþróttafélag Reykjavíkur, starfshópur Íþróttafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um svæði ÍR í Mjódd, íbúasamtökin Betra Breiðholt, hverfisráð Breiðholts, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, hjúkrunarheimilið Skógarbær, Árskógum 2, félagsstarfið Árskógum 4, húsfélagið Árskógum 6-8, Félag eldri borgara í Reykjavík og húsnæðissamvinnufélagið Búseti. R16020062

Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Því skal haldið til haga að íbúafundur verður haldinn innan tíðar þar sem kynning verður á deiliskipulaginu á svæðinu, samninga við ÍR og Heklu, þar sem ofantöldum aðilum verður sérstaklega gert viðvart í þeim tilgangi að hagaðilar og nánasta grennd geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina telja rétt að haldinn verði opinn íbúafundur um skipulagsmálefni í Syðri-Mjódd sem fyrst, þ.m.t. hugmyndir meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna um ráðstöfun 24 þúsunda fermetra lóðar á svæðinu til ákveðins fyrirtækis án útboðs. Eftir sem áður er rétt að gefa hagsmunaaðilum á svæðinu kost á að skila formlegri umsögn um málið en tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina þar að lútandi hefur nú legið óafgreidd í borgarráði í þrjá og hálfan mánuð.

Fundi slitið kl. 12.05

Sigurður Björn Blöndal

Líf Magneudóttir Halldór Auðar Svansson
Heiða Björg Hilmisdóttir Halldór Halldórsson
Kjartan Magnússon Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

borgarrad_1201.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_1201_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
82.99 KB
Skráarstærð
82.99 KB
hvr_haaleitis_bustada_1912.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_haaleitis_bustada_1912.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.66 KB
Skráarstærð
19.66 KB
hvr_haaleitis_bustada_hvr_hlida_1912.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_haaleitis_bustada_hvr_hlida_1912.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
18.36 KB
Skráarstærð
18.36 KB
hvr_laugardals_1912.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_laugardals_1912.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.64 KB
Skráarstærð
17.64 KB
innkauparad_0601.pdf
Skrá
/sites/default/files/innkauparad_0601.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
28.2 KB
Skráarstærð
28.2 KB
sorpa_1612.pdf
Skrá
/sites/default/files/sorpa_1612.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
22.49 KB
Skráarstærð
22.49 KB
umhverfis_og_skipulagsrad_0111.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsrad_0111.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
279.75 KB
Skráarstærð
279.75 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_12.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.83 MB
Skráarstærð
19.83 MB
umsagnir_rekstrarleyfi.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_rekstrarleyfi_7.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
77.92 KB
Skráarstærð
77.92 KB
malsmedferdarreglur.pdf
Skrá
/sites/default/files/malsmedferdarreglur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
191.96 KB
Skráarstærð
191.96 KB
vigdisarhus_nytt.pdf
Skrá
/sites/default/files/vigdisarhus_nytt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
254.99 KB
Skráarstærð
254.99 KB
alit_bjargey.pdf
Skrá
/sites/default/files/alit_bjargey.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
320.79 KB
Skráarstærð
320.79 KB
alit_sumargotur.pdf
Skrá
/sites/default/files/alit_sumargotur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
980.26 KB
Skráarstærð
980.26 KB
tillaga_reynisvatn.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_reynisvatn.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
481 KB
Skráarstærð
481 KB
hofudborgarradsstefna.pdf
Skrá
/sites/default/files/hofudborgarradsstefna.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.56 MB
Skráarstærð
1.56 MB
usk_adalskipulag_framfylgd.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_adalskipulag_framfylgd.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.08 MB
Skráarstærð
2.08 MB
usk_gervigras.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_gervigras.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.8 MB
Skráarstærð
1.8 MB
usk_laugardalslaug.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_laugardalslaug.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
298.24 KB
Skráarstærð
298.24 KB
usk_heklureitur_nytt_1.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_heklureitur_nytt_1.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
741.87 KB
Skráarstærð
741.87 KB
festa_abyrg_ferdathjonusta.pdf
Skrá
/sites/default/files/festa_abyrg_ferdathjonusta.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
239.56 KB
Skráarstærð
239.56 KB
uthlutanir_ils_nytt.pdf
Skrá
/sites/default/files/uthlutanir_ils_nytt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
648.63 KB
Skráarstærð
648.63 KB
samningur_ir.pdf
Skrá
/sites/default/files/samningur_ir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
183.83 KB
Skráarstærð
183.83 KB
sea_hekla.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_hekla_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
715.7 KB
Skráarstærð
715.7 KB
sea_fablab_nytt.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_fablab_nytt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
115.04 KB
Skráarstærð
115.04 KB
sea_fylkir.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_fylkir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
27.58 KB
Skráarstærð
27.58 KB
kr.pdf
Skrá
/sites/default/files/kr_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
144.35 KB
Skráarstærð
144.35 KB
sea_kopavogsbraut.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_kopavogsbraut.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.43 MB
Skráarstærð
2.43 MB
sea_breidavik.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_breidavik.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
208.36 KB
Skráarstærð
208.36 KB
sea_naustabryggja.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_naustabryggja.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
4.03 MB
Skráarstærð
4.03 MB
sea_kleppsvegur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_kleppsvegur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.59 MB
Skráarstærð
2.59 MB
sea_idunnarbrunnur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_idunnarbrunnur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
252.89 KB
Skráarstærð
252.89 KB
bref_menntastefnu.pdf
Skrá
/sites/default/files/bref_menntastefnu.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
26 KB
Skráarstærð
26 KB