Fundur borgarráðs 1. desember 2016

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 1. desember, var haldinn 5434. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna. R16080138

- Kl. 9.18 taka borgarstjóri og Pétur Ólafson sæti á fundinum.
- Kl. 9.21 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 24. nóvember 2016. R16010032

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. nóvember 2016. R16010009

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 17. nóvember 2016. R16010014

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. nóvember 2016. R16010023

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. nóvember 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R16110150

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16110004

9. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 28. nóvember 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs, dags. 24. nóvember 2016, á tillögu ráðsins, dags. 7. nóvember 2016, um að framlengja núgildandi samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hjá Reykjavíkurborg út árið 2017 með endurskoðunarákvæði að sex mánuðum liðnum. R16110151
Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. nóvember 2016, ásamt fylgigögnum, varðandi endurskoðun umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Veður við Klapparstíg 33, þar sem mælt er með því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um rekstrarleyfi í flokki III með opnunartíma til kl. 01.00 virka daga og 03.00 um helgar. R16100001
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. nóvember 2016 á lýsingu á breytingu á aðalskipulagi m.a. vegna heimilda um veitinga- og gististaði, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs frá 21. nóvember 2016 um að hluta Laugavegar Bankastrætis og Skólavörðustígs verði breytt í göngugötur á aðventunni. R16020010

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðs:

Lagt er til að lokun fyrir bílaumferð á aðventunni 2016 verði með eftirfarandi hætti: Frá kl. 13.00 laugardag 3. desember til kl. 08.00 mánudag 5. desember. Frá kl. 13.00 laugardag 10. desember til kl. 08.00 mánudag 12. desember. Frá kl. 13.00 laugardag 17. desember  til kl. 08.00 mánudag 19. desember. Frá kl. 13.00  fimmtudaginn 22. desember til kl. 08.00 föstudag 23. desember. 23. desember frá kl. 13.00 til 24. desember kl. 08.00. 24. desember frá kl. 13.00 til kl. 08.00 27. desember.

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja nýja útfærslu á gatnalokun í desember enda er hún í samræmi við áherslur Miðborgarinnar okkar f.h. rekstraraðila. Meirihlutinn hefur séð að sér eftir afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði 23. nóvember sl. en þá greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina atkvæði gegn samfelldri gatnalokun.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkinginnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fyrirkomulag göngugatna á hluta Laugavegar og Skólavörðustígs undanfarin ár hefur gengið mjög vel. Samkvæmt fjölmörgum skoðanakönnunum hafa á milli 70% og 80% Reykvíkinga verið ánægðir með göngugöturnar og um 60% rekstaraðila á þessu svæði. Íbúasamtök Miðborgar og hverfisráð hafa sömuleiðis verið mjög hlynnt þeim. Ef Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hefðu ráðið ferðinni undanfarin ár væru engar göngugötur Reykjavík, hvorki á sumrin né á aðventunni.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á vegna bókunar meirihlutans að þeir hafa stutt göngugötur þegar útfærsla þeirra hefur verið unnin í góðu samráði við rekstraraðila. Því er fullyrðingu í bókun meirihlutans vísað til föðurhúsanna.

13. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. nóvember 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. nóvember 2016 á tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. nóvember 2016, þar sem lagt er til að hætt verði rekstri leikskólans Mýrar frá og með 15. júlí 2017, ásamt fylgiskjölum. R16070012
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið við lokun leikskólans Mýrar. Sú leið var farin að skapa óvissu um rekstur leikskólans og þrengja að rekstri hans, sem leiddi til þess að nýskráningum barna fækkaði mjög og reynslumikið starfsfólk hvarf á brott. Þannig var búið í haginn fyrir lokun leikskólans sem nú hefur verið samþykkt. Þessi aðferðafræði hefur haft óþægindi og kvíða í för með sér fyrir börn, foreldra og starfsfólk á leikskólanum Mýri og augsýnilega vegið þungt í brotthvarfi starfsfólks og barna yfir á aðra leikskóla og í önnur störf eins og fram kemur í umsögn foreldra leikskólans Mýrar. Ljóst er að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna ber alla ábyrgð á þessum ámælisverðu vinnubrögðum. Ekki hefur verið kannað til hlítar hvort skynsamlegt sé að leggja leikskólann Mýri niður þegar mið er tekið af mikilli fjölgun barna í Vesturbænum og Skerjafirði sem fyrirhuguð er með þéttingu byggðar og þá ekki síst viðamikilli uppbyggingu fjölbýlishúsa. Einnig hefði mátt skoða hvort unnt er að hefja samstarf við Félagsstofnun stúdenta, sem hefur ítrekað óskað eftir fjölgun leikskólarýma vegna mikillar eftirspurnar, um rekstur leikskólans sem er örstutt frá þeim þremur skólum sem FS rekur nú þegar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að afar veikur grundvöllur er fyrir áframhaldandi rekstri leikskólans Mýrar vegna mikillar fækkunar barna í leikskólanum. Foreldrar óskuðu eftir rúmum tíma til að aðlagast breyttum veruleika og var orðið við því. Væntingar um fjölgun barna hafa ekki gengið eftir og er því ljóst að ekki er grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri. Börnum sem nú eru á Mýri verður tryggð dvöl á leikskólum og munu viðkomandi börn njóta forgangs í þann leikskóla sem foreldrar óska eftir að þau fari í. Þá mun starfsfólk Mýrar fá aðstoð við að útvega sér sambærileg störf, t.d. í öðrum leikskólum borgarinnar.

Helgi Grímsson og Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna flugvallargeira 4, ásamt fylgiskjölum. R13120099
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra-Breiðholts m.a. vegna göngu- og hjólatenginga, ásamt fylgiskjölum. R16110149
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. nóvember 2016, um auglýsingu á deiliskipulagi strandsvæðis Eiðisgranda-Ánanaustar, ásamt fylgiskjölum. R16110072
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðarinnar nr. 31 við Fiskislóð, ásamt fylgiskjölum. R16110152
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. nóvember 2016, um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2020, ásamt fylgiskjölum. R15010103
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á bréfi samgöngustjóra, dags. 31. október, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 17. nóvember 2015 um örugga göngu- og hjólaleið yfir Miklubraut, ásamt fylgiskjölum. R15110171
Samþykkt að vísa tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um göngu- og hjólaleið yfir Miklubraut til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði með vísan til niðurstöðu í umsögn samgöngustjóra.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir þá athugun, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur innt af hendi vegna möguleika á göngubrú eða undirgöngum við Miklubraut á kaflanum milli Lönguhlíðar og Kringlumýrarbrautar í framhaldi af framlagningu undirskriftalista foreldra og tillögu Sjálfstæðisflokksins um málið í nóvember 2015. Samkvæmt framlögðum teikningum er vel hægt að smíða göngubrú á umræddum kafla og tryggja þannig örugga göngu- og hjólaleið þar, ekki síst fyrir börn og ungmenni sem þurfa að fara daglega yfir brautina vegna skólagöngu sinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eindregið eftir því að Reykjavíkurborg taki nú þegar upp viðræður við Vegagerðina í því skyni að ráðist verði sem fyrst í smíði göngubrúar yfir Miklubraut á umræddum kafla í samræmi við framlagða teikningu. Óháð þeirri vinnu styðja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ráðist verði í frekari greiningarvinnu vegna núverandi fyrirkomulags gönguþverunar yfir Miklubraut og leggja áherslu á að þar verði gripið til úrbóta sem fyrst.

20. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um breytt verklag vegna fegrunarviðurkenninga Reykjavíkurborgar, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. ágúst 2016. Jafnframt er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2016. R16080091

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga:

Lagt er til að borgarráð staðfesti þá tillögu að breyttu fyrirkomulagi vegna fegrunarviðurkenninga Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði 23. nóvember sl.

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. nóvember 2016, sbr. samþykkt stjórnar SSH frá 7. nóvember 2016, á tillögu að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn samgöngustjóra Reykjavíkur, dags. 21. nóvember sl. R16110082
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja hugmyndir um bættar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að bæta almenningssamgöngur í borginni, ekki síst eftir umtalsverða skerðingu á strætisvagnaþjónustu í eystri hverfum borgarinnar á yfirstandandi ári. Bent er á að ekkert er því til fyrirstöðu að efla nú þegar strætisvagnatengsl á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur og koma á fót sérstökum hraðleiðum í því skyni.

- Kl. 10.45 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

22. Lagt er til að Guðrún Alda Harðardóttir taki sæti Ilmar Kristjánsdóttur í stýrihópi um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla R16050104
Samþykkt.

23. Lagt er til að S. Björn Blöndal taki sæti Ilmar Kristjánsdóttur í stýrihópi um mótun heildstæðrar stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks. R16080114
Samþykkt.

24. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar til september 2016, ásamt umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkur, dags. 22. nóvember 2016. Jafnframt er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 1. desember 2016.  R16010141
Árshlutareikningurinn er staðfestur og áritaður.

Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Einar Bjarki Gunnarsson, Hörður Hilmarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Fram fer umræða um stöðu viðræðna Reykjavíkurborgar við Knattspyrnufélagið Fram. R13100424

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. nóvember 2016, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár verði samþykktar fyrir árið 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16010183
Vísað til borgarstjórnar.

27. Lagðar fram breytingatillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017. R16010183
Vísað til borgarstjórnar.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að fulltrúar Reykjavíkurborgar í samningaviðræðum við Knattspyrnufélagið Fram vegna uppbyggingar íþróttaaðstöðu taki upp viðræður við ,,Áfram“, aðgerðahóp foreldra í Grafarholti-Úlfarsárdal og veiti þeim allar upplýsingar um stöðu mála. Umræddur hópur hefur mikilla hagsmuna að gæta í málinu og vill leggja sitt af mörkum til lausnar þess. R13100424

Frestað.

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina:

Lagt er til að umræður í borgarstjórn verði að nýju gerðar aðgengilegar á rituðu formi. Umræðurnar verði birtar á vefsíðu borgarinnar og almenningi þannig gert kleift að fletta upp ræðum um ákveðin mál eða ræðum kjörinna fulltrúa með sama hætti og gert er á vefsíðu Alþingis. Með því verður gagnsæi aukið varðandi starfsemi kjörinna fulltrúa og gagnavinnsla auðvelduð, t.d. þegar skýra þarf stefnumarkandi ákvarðanir borgarstjórnar eftir á. R16120003

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.15

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

borgarrad_0112.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_0112.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
41.84 KB
Skráarstærð
41.84 KB
ferlinefnd_2411.pdf
Skrá
/sites/default/files/ferlinefnd_2411.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.72 KB
Skráarstærð
15.72 KB
hvr_haaleitis_bustada_2111.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_haaleitis_bustada_2111.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
27.6 KB
Skráarstærð
27.6 KB
hvr_vesturbaejar_1711.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_vesturbaejar_1711.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.37 KB
Skráarstærð
19.37 KB
sorpa_2511.pdf
Skrá
/sites/default/files/sorpa_2511.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
116.48 KB
Skráarstærð
116.48 KB
umhverfis-_og_skipulagsrad_3011.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis-_og_skipulagsrad_3011.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
157.17 KB
Skráarstærð
157.17 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_8.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
16.7 MB
Skráarstærð
16.7 MB
umsagnir_rekstrarleyfi.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_rekstrarleyfi_6.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
21.75 KB
Skráarstærð
21.75 KB
vel_npa.pdf
Skrá
/sites/default/files/vel_npa.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
894.2 KB
Skráarstærð
894.2 KB
vedur.pdf
Skrá
/sites/default/files/vedur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.04 MB
Skráarstærð
1.04 MB
usk_veitinga_og_gististadir.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_veitinga_og_gististadir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.11 MB
Skráarstærð
2.11 MB
usk_gongugotur_adventa.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_gongugotur_adventa.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.31 MB
Skráarstærð
2.31 MB
sfs_lokun_myrar.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs_lokun_myrar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.1 MB
Skráarstærð
1.1 MB
usk_reykjavikurflugvollur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_reykjavikurflugvollur_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
8.04 MB
Skráarstærð
8.04 MB
usk_breidholtsbraut.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_breidholtsbraut.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.78 MB
Skráarstærð
17.78 MB
usk_eidisgrandi_ananaust.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_eidisgrandi_ananaust.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.8 MB
Skráarstærð
2.8 MB
usk_fiskislod.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_fiskislod.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
738.7 KB
Skráarstærð
738.7 KB
usk_gardabaer.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_gardabaer.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
13.36 MB
Skráarstærð
13.36 MB
tillaga_d_gonguleid_miklabraut_umsong.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_d_gonguleid_miklabraut_umsong.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
6.53 MB
Skráarstærð
6.53 MB
tillaga_b_fegrunarvidurkenn_umsogn.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_b_fegrunarvidurkenn_umsogn.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
534.46 KB
Skráarstærð
534.46 KB
usk_borgarlina.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_borgarlina.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
502.81 KB
Skráarstærð
502.81 KB
tillaga_d_adgerdahop.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_d_adgerdahop.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.32 KB
Skráarstærð
15.32 KB
tillaga_b_og_d_fundarritun.pdf
Skrá
/sites/default/files/tillaga_b_og_d_fundarritun.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
14.23 KB
Skráarstærð
14.23 KB