Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 296

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2018, mánudaginn 8. janúar var haldinn 296. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstöddvoru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Margrét M. Norðdahl, Aron Leví Beck, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. desember 2017, um breytingu á áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði. RMF14060015

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. RMF17120002

    Halldór Auðar Svansson, formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, Stefán Eiríksson borgarritari og Theódóra Sigurðardóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -             Kl. 14.02 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Lagður fram samstarfssamningur um Danshús. RMF17060007

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að skipan í hússtjórn Iðnó.

    Samþykkt. RMF17060011

    Kl. 14.10 tekur Arna Schram sæti á fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14.14

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Margrét Norðdahl

Aron Leví Beck

Þorgerður Agla Magnúsdóttir

Þórgnýr Thoroddsen

Marta Guðjónsdóttir

Björn Gíslason