Fundur nr. 54

STJÓRNKERFIS- OG LÝÐRÆÐISRÁÐ

Ár 2017, 6. mars, var haldinn 54. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.  Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.36. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Eva Einarsdóttir, Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar Sandholt og Sonja Wiium.
Fundarritari var Dagbjört Hákonardóttir.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á framtíð hverfisráða í Reykjavík.
- Kl. 13.39 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum. 
- Kl. 13.42 tekur Björn Gíslason sæti á fundinum.
- Kl. 13.50 tekur Eva H. Baldursdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 14.08 víkur Eva H. Baldursdóttir af fundinum.
Óskar Dýrmundur Ólafsson tekur sæti undir þessum lið.

2. Fram fer kynning á markaðs- og kynningarmálum verkefnisins Hverfið mitt 2017.

Jón Halldór Jónasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer umræða um opinn fund um lýðræðisstefnu á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að fram fari lýðræðisstefna þriðjudaginn 28. mars nk. í Iðnó.

4. Fram fer kynning á heimsókn frá forseta austurríska þingsins þann 6. apríl nk.

5. Fram fara umræður um tillögu Framsóknarflokks og flugvallarvina um að fram fari íbúakosning í Reykjavík samhliða borgarstjórnarkosningum árið 2018, sbr. 5. liður fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 23. janúar 2017. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að vísa málinu til skrifstofu borgarstjórnar til umsagnar. Er óskað eftir því að í umsögninni komi fram sundurliðun á kostnaðarmati vegna stakra íbúakosninga annars vegar og kosninga samhliða sveitarstjórnarkosningum hins vegar.


Fundi slitið kl. 15.08

Halldór Auðar Svansson

Skúli Helgason Eva Einarsdóttir
Björn Gíslason Jón Ingi Gíslason
Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

17 + 3 =