Fundur nr. 293

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 27. nóvember, var haldinn 293. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.36. Viðstödd: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Stefán Benediktsson, Eva Indriðadóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Trausti Harðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á úrslitum í samkeppni um útilistaverk við Vesturbugt. RMF17100012

Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 13.39 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
-    Kl. 13.40 tekur Þórgnýr Thoroddsen sæti á fundinum.

2.    Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um auka framlag til að ráða starfskraft fyrir Reykjavík Loves, sbr. 5. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 9. október 2017. Lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. RMF17100003 
Tillagan er felld með öllum greiddum atkvæðum.

-    Kl. 13.56 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum

3.    Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um hvatningarátak í strætó sbr. 10. lið fundargerðar frá 28. ágúst 2017. Lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs um tillöguna. RMF17080006
Tillagan er felld með öllum greiddum atkvæðum.

4.    Grisjunaráætlun Borgarsögusafns 2017-2019 lögð fram til samþykktar. Einnig er lagt fram bréf Þjóðminjavarðar dags. 29. júní 2017. RMF17110007
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Gerður Eygló Róbertsdóttir, verkefnastjóri á Borgarsögusafni, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt samhljóma.

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði fagna stefnu um grisjun á safnkosti borgarsögusafns. Stefnan er afar vandlega útfærð í samræmi við safnalög og ábendingar The International Council of Museums. Stefnan er byggð á faglegum grunni og engum munum verður fargað án samþykkis höfuðsafns (Þjóðminjasafn Íslands).

5.    Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um endurgerð vatnsþróar á Hlemmi sbr. 8. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 23. október 2017. Einnig lagðar fram umsagnir safnstjóra Borgarsögusafns og verkefnisstjóra borgarhönnunar á Umhverfis- og skipulagssviði. RMF17100010
Samþykkt. Vísað til fyrirhugaðrar samkeppni á vegum umhverfis- og skipulagssviðs.

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði þakka fyrir umsagnirnar sem gefa til kynna að í fyrirhugaðri hönnunarsamkeppni fyrir Hlemmsvæðið verði áhersla lögð á að draga fram söguna með tilvísun í vatnsþróna og sögulega stöðu Hlemms sem áningarstaðs á leið inn og út úr borginni.

6.    Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um rakaskemmdir og myglu í byggingum, sbr. 12. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 28. ágúst 2017. RMF17080008

7.    Lagt fram svar skrifstofustjóra menningarmála við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ársreikning RIFF, sbr. 9. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 13. nóvember 2017. RMF17110009

8.    Fram fer kynning á málefnum miðborgar. 

Stefán Eiríksson borgarritari og Elísabet Ingadóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

9.    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

Í morgunútvarpi Rásar tvö í nýliðinni viku var þeirri hugleiðingu og hugmynd kastað fram að styttu vantar í Reykjavík og/eða á Íslandi, af Björk Guðmundsdóttir söngkonu og best yrði styttan staðsett við Hörpuna og óskað eftir því að einhver í framkvæmdavaldinu myndi grípa þá hugmynd. Lagt er til að Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar grípi þessa hugmynd á lofti og hefji skoðun á því að láta útbúa styttu af Björk Guðmundsdóttir söngkonu og ef til kemur finna góða staðsetningu á þeirri styttu. Björk er heimsþekkt fyrir sína tónlist og jafnvel þekktasti núlifandi Íslendingurinn á erlendri grund. Björk er frumkvöðull, Reykvíkingur, Íslendingur og mikill kvenskörungur. Björk hefur gert mikið til að kynna land, borg og þjóð á alþjóðavetvangi og er öðrum stúlkum og konum sem og öllum Íslendingum mikil fyrirmynd.

Frestað.

Fundið slitið kl. 15.34

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen    Stefán Benediktsson
Eva Indriðadóttir     Börkur Gunnarsson
Þorgerður Agla Magnúsdóttir    Marta Guðjónsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 0 =