Fundur nr. 215

FORSÆTISNEFND

Ár 2017, föstudaginn 5. maí, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.34. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 9. maí nk. R17010108 R17010108
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalið mál verði tekið á dagskrá sem sérstakur dagskrárliður með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2016; seinni umræða

2. Lögð fram drög að umsögn forsætisnefndar, dags. 5. maí 2017, um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. R17050002
Samþykkt.

Áheyrnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar frumvarpi um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn enda hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skorað á Alþingi að endurskoða lagaákvæði um fjölgun borgarfulltrúa í núgildandi sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Hafa ber í huga að þótt borgarfulltrúar hafi verið 15 talsins og ekki fjölgað með fjölgun borgarbúa að þeir eru allir í fullu starfi í dag en þannig var það ekki áður. Þess vegna hafa þeir meiri yfirsýn og betri tíma til að vinna í málefnum borgarinnar en í öðrum sveitarfélögum þar sem fulltrúar í sveitarstjórnum eru í hlutastarfi. Verði frumvarpið að lögum mun borgarstjórn taka sjálf ákvörðun um hvort fjölga beri borgarfulltrúum eða ekki. Það eflir sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga að slík ákvörðun sé tekin í borgarstjórn en komi ekki sem tilskipun í lagaformi frá Alþingi.

3. Lögð fram úttekt innri endurskoðunar á stjórnun upplýsingatæknimála. R16120034
Samþykkt að vísa ábendingum innri endurskoðunar til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs til umsagnar.


Fundi slitið kl. 11.03

Líf Magneudóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 2 =