Fundur nr. 212

FORSÆTISNEFND

Ár 2017, föstudaginn 17. mars, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. mars nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

1. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu á nýju umferðarmódeli fyrir Reykjavík og aðliggjandi svæði

2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mislæg gatnamót við Reykjanesbraut-Bústaðaveg

3. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður við ríkið vegna Sundabrautar

4. Umræða um ferðamannaborgina Reykjavík

5. Umræða um eftirlit með þjónustu Reykjavíkurborgar við fatlað fólk

6. Kosning í hverfisráð Háaleitis og Bústaða R17010108

2. Fram fer umræða um breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.

Erik Tryggvi Striz Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið R16110090

Fundi slitið kl. 11.23

Líf Magneudóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =