Fundur nr. 121

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 10. nóvember var haldinn 121. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal: Hofi, 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.55. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á viðbrögðum við mengunaróhöppum þar sem olía hefur farið í ofanvatn að undanförnu. Nefndin óskar eftir minnisblaði vegna málsins.

Kristín Lóa Ólafsdóttir og Ísak Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Kynnt viðbrögð Heilbrigðiseftirlits við kvörtunum um ólykt sem berst frá fyrirtækjum í Gufunesi yfir í nálæga íbúðabyggð. Nefndin óskar eftir minnisblaði vegna málsins.

Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagður fram listi, dags. 13. október 2017, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1221-1249.

4.    Lagður fram listi, dags. 13. október 2017, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 12.06

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir     René Biasone
Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 6 =