Vesturbær

21.02.2017
Margir komu á fund fimmtudaginn 16. febrúar, þar sem drög að breytingu á landnotkunarskilmálum miðborgarinnar í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030. 
Fjöldi nýrra íbúða sem hafin er smíði var í sögulegu lágmarki árið 2010, en hefur síðan aukist ár frá ári.
21.02.2017
Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 
16.02.2017
Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum.
15.02.2017
Opnað verður fyrir umsóknir um götu- og torgsölu miðvikudaginn 15. mars kl. 9:00 á „mínum síðum” á vef Reykjavíkurborgar. Ekki er mögulegt að sækja um fyrir þann tíma.
15.02.2017
Innritun barna f. 2011 í grunnskóla og innritun á frístundaheimili á næsta skólaári 2017-2018 frestast um viku vegna tæknilegra örðugleika. 
14.02.2017
Opinn kynningarfundur um drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 um breytingu á landnotkunarskilmálum miðborgarinnar, fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 17–18.30.  
14.02.2017
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnarverkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um frá og með 20. febrúar klukkan 13.00 og umsóknarfrestur er til miðnættis 20. mars næstkomandi.
10.02.2017
Hvatningarverðlaun velferðarsviðs fyrir árið 2016 voru afhent í dag, á þekkingardegi velverðarsviðs, en markmið þeirra er að skapa hvetjandi vinnustaðamenningu og vekja athygli á gróskumiklu velferðarstarfi í borginni. 
09.02.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á mörkum tveggja skólahverfa í borginni frá og með næsta skólaári 2017-2018.
08.02.2017
Gróska, nýtt hugmyndahús í Vatnsmýri sem ætlað er að verða suðupottur nýsköpunar  og samstarfs háskóla og atvinnulífs, rís á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á næstu misserum. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingunni í dag að viðstöddu fjölmenni.