Vesturbær

Setning Menningarnætur verður  við Veröld-Hús Vigdísar
18.08.2017
Setning Menningarnætur 2017 fer fram á morgun við Veröld – hús  Vigdísar kl. 12.30. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina. Við það tilefni vígir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands torgið og frú Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur tré.
Menningarnótt, ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson
16.08.2017
Á Menningarnótt breytist miðborgin í eina allsherjar göngugötu og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, ásamt tónlistarfólkinu Hönnu Þóru og Birgi
15.08.2017
Menningarnótt 2017 verður haldin í 22. skipti laugardaginn 19. ágúst. Í ár verður hátíðin ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika og yfir hundrað tónlistarviðburðir verða haldnir um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborginni sem bjóða uppá afar fjölbreytta dagskrá.
Mynd
15.08.2017
Þann 27. júní sl. var haldin garðveisla í Félagsmiðstöðinni á Vitatorgi í frábæru veðri. Boðið var upp á kaffiveitingar og ís og myndaðist skemmileg stemning í garðinum. Þau Guðrún og Hjálmar úr Vitatorgsbandinu léku á harmonikku og var sungið og dansað. Félagsmiðstöðin fékk lánað hjól frá Hjólað óháð aldri, sem tekur tvo farþega. Hjólið var kynnt í garðveislunni og gafst gestum tækifæri til að fara í hjólatúra. Farið var í marga hjólatúra út vikuna um hverfið og var hjólað eftir sjávarsíðunni að Hörpu og í bæinn, að Austurvelli og tjörninni og var hjólað niður Laugarveginn og kíkt á mannlífið.   Skemmtilegur dagur í góðu veðri sem vonandi er kominn til með að vera árlegur.
1. bekkingar með skólatöskur
14.08.2017
Þriðjudaginn 22. ágúst verða grunnskólar borgarinnar settir og hefja þá hátt í fimmtán þúsund börn skólastarf. 
Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
11.08.2017
Nú í haust stækka skólahljómsveitirnar í Reykjavík, en þeim verður heimilt að taka inn 130 nemendur í stað 120. Samtals geta því 520 nemendur verið í skólahljómsveitum í Reykjavík.
Á myndinni eru börn að ganga inn í blöðrum.
27.07.2017
Ein stærsta barna- og fjölskylduhátíð Reykjavíkur verður haldin á Klambratúni 30. júlí næstkomandi. Hátíðin, Kátt á Klambra, var haldin í fyrsta sinn í fyrra og hlaut frábærar undirtektir.
Laugardalshöllin var þéttsetin við upphaf heimsmóts skáta
25.07.2017
Heimsmót skáta fyrir 18 – 25 ára var sett í Laugardalshöll í morgun að viðstöddum skátum frá 96 þjóðum.  Alls taka um 5.000 skátar þátt í World Scout Moot.
Sumarblóm
12.07.2017
Bláir tónar eru greinilegir í blómaflórunni en heildarfjöldi sumarblóma í Reykjavík eru um 130 þúsund. 
Hópferðabílum verður óheimilt að aka innan skyggða reitsins á myndinni frá og með 15. júlí næstkomandi. Mynd: Reykjavíkurborg.
20.06.2017
Þann 15. júlí næstkomandi tekur gildi breytt fyrirkomulag varðandi akstur hópbifreiða um miðborgina. Reglurnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði 3. maí og í borgarráði 11. maí 2017.