Miðborg

Skólavörðustígur
26.05.2017
Ný útisýning hefst í dag á Skólavörðustíg, myndir af fólki á ströndinni. 
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt Reykvíkingum ársins 2014, bræðrunum Kristjáni og Gunnari Jónassonum, kaupmönnum í versluninni Kjötborg á Ásvallagötu.
26.05.2017
Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins.  Leitað er að einstaklingi sem með háttsemi sinni eða atferli hefur verið til fyrirmyndar á einhvern hátt.
Stokkandarkolla með myndarlegan ungahóp á Tjörninni í Reykjavík. Mynd: Björn Ingvarsson
22.05.2017
Varptíminn við Tjörnina er nú í hámarki og fyrstu ungarnir koma óvenju snemma úr eggjum. Því er mikilvægt að hætta brauðgjöfum því brauðið laðar að máfa sem einnig eiga til að éta litla unga.
18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.
Sýning í Ráðhúsinu
18.05.2017
Leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? verður þriðjudaginn 23. maí um þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur.
15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
Tillaga að akstursbanni
12.05.2017
Rútuumferð hefur aukist jafnt og þétt á götum Reykjavíkurborgar á undanförnum árum og hefur verið brugðist við því með sérstökum reglum. Haustið 2015 setti Reykjavíkurborg reglur um að rútur yfir átta metra mættu ekki keyra um á tilteknum svæðum í borginni. Gert var ráð fyrir að þessar reglur yrðu endurskoðaðar og nú er stefnt að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í júní 2017.
12.05.2017
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf voru afhent í Gerðubergi í dag á fjölsóttri fagstefnu starfsfólks í frístundastarfi borgarinnar. 
11.05.2017
Frístundamiðstöðvarnar Tjörnin og Gufunesbær voru í tveimur efstu sætunum í könnuninni Stofnun ársins 2017-borg og bær.  Viðurkenningar hlutu einnig skrifstofa velferðarsviðs, Listasafn Reykjavíkur og Bílastæðasjóður.
10.05.2017
Reykjavíkurborg mun leitast við að halda Geirsgötu opinni um hjáleið á meðan framkvæmdir við Hafnartorg og Austurhöfn standa yfir, að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar.