Miðborg

Sumarblóm
12.07.2017
Bláir tónar eru greinilegir í blómaflórunni en heildarfjöldi sumarblóma í Reykjavík eru um 130 þúsund. 
Busstop.is
12.07.2017
Minnt er á að breytt fyrirkomulag vegna aksturs hópbifreiða um miðborgina tekur gildi næstkomandi laugardag, 15. júlí. Unnið er hörðum höndum að því að setja upp ný safnstæði, yfirborðsmerkingar, rútustaura og umferðarmerki. Eldra númerakerfi safnstæðanna gildir fram að 15. júlí en á föstudaginn verður klæðning með nýju númerakerfi sett á alla rútustaura. Sjá nánari upplýsingar.  
Hjáleið vegna lokunar Geirsgötu 7. til 10. júlí nk.
04.07.2017
Fyrirhuguð er tímabundin lokun á Geirsgötu föstudaginn 7. júlí meðan núverandi hjáleið verður færð til. Lokað verður kl. 9 á föstudagmorgun þegar mesta morgunumferðin er farin hjá. Lokunin mun standa yfir í 4 daga til mánudagsins 10. júlí. 
Austurvöllur á fallegum sumardegi. Þar eru bæði veitinga- og gististaðir. Mynd: Reykjavíkurborg
20.06.2017
Opinn kynningarfundur um drög að breytingum á aðalskipulagi vegna breyttra heimilda um veitinga- og gististaði verður haldinn miðvikudaginn 21. júní kl. 17 í húsnæði Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12 – 14.
Hópferðabílum verður óheimilt að aka innan skyggða reitsins á myndinni frá og með 15. júlí næstkomandi. Mynd: Reykjavíkurborg.
20.06.2017
Þann 15. júlí næstkomandi tekur gildi breytt fyrirkomulag varðandi akstur hópbifreiða um miðborgina. Reglurnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði 3. maí og í borgarráði 11. maí 2017. 
17. júní 2016, ljósmyndari Heimir Hoffritz
17.06.2017
Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Ókeypis er í öll tæki á vegum hátíðarhaldara. 
Hátíðarsvæði 17. júní og götulokanir
15.06.2017
Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, stórtónleikar í Hljómskálagarðinum, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira. Við vekjum athygli á að aðliggjandi götur í kringum hátíðarsvæðið eru lokaðar frá kl. 7-19.  Um er að ræða eftirtaldar götulokanir: Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata, Bjarkargata, Skothúsvegur og Vonarstræti. Skálholtsstígur lokaður fyrir neðan Laufásveg. Bragagata lokuð fyrir neðan Fjólugötu og Fjólugata lokuð norðan við Bragagötu. Þá verða umferðartruflanir kl. 12.00 -13.30 á Laugavegi og í Lækjargötu vegna skrúðgangna og aksturs fornbíla.
Austurstræti er aðalgata Kvosarinnar. Þar er oft mikill mannfjöldi. Mynd: Reykjavíkurborg.
15.06.2017
Hvatt til frumkvæðis og nýsköpunar með styrkveitingum nýs Miðborgarsjóðs. Úthlutað verður úr nýjum Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn nú í sumar. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum og er umsóknarfrestur til og með 5. júlí. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði allt að 30 milljónum króna árlega til verkefna sem eiga að efla miðborgina.
17. júní í miðbæ Reykjavíkur, ljósmyndari Peter Kidson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur
13.06.2017
Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira.  
06.06.2017
Flestum grunnskólum borgarinnar verður slitið miðvikudaginn 7. júní og halda þá hátt í 15.000 skólabörn á vit sumarævintýra.