Miðborg

Þessi tók þátt í átakinu tínum rusl fyrir nokkrum árum og sendi þá þessa mynd á Facebook.
21.04.2017
Átakið Hreinsum saman - tökum þátt og tínum rusl á vegum Reykjavíkurborgar mun standa yfir daganna 2.-7. maí líkt og í fyrra. Þá tóku fjölmargir borgarbúar virkan þátt í hreinsuninni og vonir standa til að svo verði einnig núna.
Í byggingunni á Hlíðarenda 4 verða 40 íbúðir, yfir helmingur tveggja herbergja íbúðir. Mynd: Reykjavíkurborg.
21.04.2017
Uppsteypa á fyrstu íbúðarbyggingunni sem rís á Hlíðarenda í Vatnsmýri, er langt komin. Í byggingunni verða 40 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum.
Barnamenningarhátíð 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
21.04.2017
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjöunda sinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 11 með gleðihátíð í Hörpu. Viðburðir Barnamenningarhátíðar standa í sex daga og fara fram í öllum hverfum borgarinnar.
18.04.2017
Þrjár ungar listakonur eru handhafar Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 
19.04.2017
Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Bæk verður á þeytingi um borgina að undirbúa hjólin fyrir sumarið. 
Dagur B. Eggertsson á sínum yngri árum.
19.04.2017
Það styttist í þann tíma ársins þegar Barnamenningarhátíð tekur yfir Reykjavík og börnin taka yfir Facebook. Hátíðin hefst á þriðjudaginn 25. apríl og því hvetjum við alla að gefa lífinu lit og setja barna- eða unglingamynd af sér á Facebook og  fram yfir hátíðina sem stendur til sunnudagsins 30. apríl og setja myllumerkið  #barnamenning #barnamenningarhatid  
Vesturbugt í Reykjavík - samið um uppbyggingu
18.04.2017
Í dag var skrifað undir samning um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík.  Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði.
18.04.2017
Tími göngugatna í miðborginni hefst 1. maí næstkomandi. Göngugötum er ætlað að auðga mannlíf miðborgarinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu. Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur árið 2015 voru 74% svarenda jákvæðir gagnvart göngugötum en einungis 13% neikvæðir og hafði þá ánægja borgarbúa aukist jafnt og þétt frá því göngugötuverkefnið byrjaði. 
Ragnar Kjartansson, Woman in E / Kona í e-moll, Museum of Contemporary Art Detroit, Detroit, 2015. Courtesy of Luhring Augustine, New York and  i8 Gallery, Reykjavík.
10.04.2017
Sýningin Guð, hvað mér líður illa stendur frá 3. júní–24. sept 2017. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús verður undirlagt verkum eftir listamanninn Ragnar Kjartansson. Þar á meðal eru lifandi gjörningar. Leitað er að áhugasömum þátttakendum.
Vesturbugt við gömu höfnina í Reykjavík
06.04.2017
Samningur um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík var samþykktur í borgarráði í dag.  Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði.