Miðborg

Öll börn eiga rétt á vináttu.
17.11.2017
Börn eru mikilvæg! var hrópað hástöfum þegar hin árlega Réttindaganga barna var farin í dag.
Lóðin við Malarhöfða  verður eins konar anddyri nýrrar byggðar á Ártúnshöfða.
16.11.2017
Reykjavíkurborg hefur uppfyllt skilyrði um þátttöku í alþjóðlegri samkeppni um sjálfbæra uppbyggingu á vegum borgarsamtakanna C40 sem eru samtök yfir 90 stærstu borga veraldar og Climate KIC sem eru evrópsk samtök um baráttu gegn loftslagsbreytingum.   
Ferðamenn í miðborginni
14.11.2017
Hvert skal stefnt? er yfirskrift opins fundar um hótel, íbúðahótel og heimagistingu í Reykjavík sem hverfisráð og íbúasamtök Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, ásamt borgarstjóra, standa fyrir. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, miðvikudaginn 15. nóvember, kl. 17 – 18.30.
Auglýsing um fundinn
14.11.2017
Framtíðarborgin verður til umræðu í kvöld, 14. nóvember kl. 20. á Kjarvalsstöðum, á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Unnt er að horfa og hlusta á fyrri fundi hjá netsamfelag.is.  
Hverfið mitt - frá hugmynd til framkvæmda
13.11.2017
Kosningum á www.hverfidmitt.is lýkur á sunnudag en kosið er um hugmyndir sem eiga að koma til framkvæmda í hverfum borgarinnar á næsta ári.   Fleiri hafa kosið nú en á sama tíma í fyrra. Í morgun höfðu um 6.700 íbúar nýtt atkvæðisrétt sinn eða um 6,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Unnur Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri er vongóð um að nýtt met verði slegið, en í fyrra var kjörsókn 9,4% sem þá var besta þátttaka til þessa.  
Kjarvalsstaðir
10.11.2017
Framtíðarborgin verður til umræðu á næsta fundi á vegum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar  sem haldinn er þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20. á Kjarvalsstöðum.
Pierre Coulibeuf: Tvöföldun í Hafnarhúsi.
08.11.2017
Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Tvöföldun í Hafnarhúsi en síðasti sýningardagur er sunnudagur 12. nóvember.
Skerjafjörður
08.11.2017
Kynningarfundur um niðurstöður í hugmyndaleit fyrir rammaskipulag Nýja Skerjafjarðar var haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins fimmtudaginn 2. nóvember. Hægt er að skoða upptöku af fundinum og glærur sem lýsa vinningstillögunni,
Kosningar eru hafnar
03.11.2017
Kosningar á Hverfidmitt.is eru hafnar og standa þær til 19. nóvember.  Íbúar í Reykjavík kjósa hvaða hugmyndir koma til framkvæmda á næsta ári.
Hverfið mitt - frá hugmynd til framkvæmda
31.10.2017
Kosningar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt hefjast á föstudag 3. nóvember og standa til 19. nóvember. Allir sem verða 16 ára í ár og eldri geta kosið.