Miðborg

Frítt í strætó
21.09.2017
Frítt í strætó föstudaginn 22. september í tilefni af evrópskri samgönguviku 2017. Allir Evrópubúar eru hvattir til að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn. 
Samgöngustrætó
18.09.2017
Evrópsk samgönguvika stendur nú sem hæst og verður málþing haldið í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og í lok málþings verður veitt árleg samgönguviðurkenning.  
Stjörnuverið mun tengjast Perlunni. Myndin er ekki af fullhönnuðu mannvirki. Mynd: Landmótun.
15.09.2017
Stjörnuver sem tengist náttúrusýningu í Perlunni verður byggt í Öskjuhlíð. Breytt deiliskipulag heimilar einnig byggingu á nýjum hitaveitutanki norðaustan við Perluna.
Myndin sýnir Spennustöðina við Austurbæjarskóla.
14.09.2017
Íbúasamtökin Heil brú standa í vetur fyrir framandi og skemmtilegum uppákomum í Spennustöðinni, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar við Austurbæjarskóla.
Aðalstræti 10 er elsta húsið í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
14.09.2017
Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að Reykjavíkurborg kaupi elsta hús borgarinnar að Aðalstræti 10 með það að markmiði að setja þar upp sýningu um sögu Reykjavíkur.
Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á Fríkirkjuvegi. Mynd: Reykjavíkurborg.
14.09.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborginni.
Svæðið verður deiliskipulagt með alhliða samgöngumiðstöð í huga
08.09.2017
Efnt verður til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar þar sem BSÍ er núna og á nærliggjandi svæði. Gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð áætlanaleiða út á land og flugrútu.
Gjörningur: Taktu mig hérna við uppþvottavélina - minnisvarði um hjónaband
06.09.2017
Þriðji og síðasti gjörningurinn sem fram fer á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, hefst laugardaginn 9. sept. og stendur yfir til sunnudags 24. sept.
Stúlkurnar sem hafa tekið þátt á gjörningnum Kona í e-moll á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafn
01.09.2017
Nú fer hver að verða síðastur að sjá gjörninginn Kona í e-moll á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi. Gjörningurinn er annar í röðinni af þremur gjörningum sýningarinnar. Honum lýkur sunnudaginn 3. september.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg
23.08.2017
Auglýsing H&M hefur verið fjarlægð af Lækjartorgi. Reykjavíkurborg biður aðila málsins velvirðingar vegna mistaka við leyfisveitinguna.