Kjalarnes

23.03.2017
Í dag var byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík og er það samkvæmt áætlun um hreinsun. Fjölförnustu leiðirnar verða hreinsaðar fyrst en það eru allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og þær sópaðar og þvegnar.
23.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti á morgun, föstudaginn 24. mars.  Um hádegi á fimmtudegi var fjöldi hugmynda um 800 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
Reykjavík
20.03.2017
Á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst, eða sem næst þeim degi  á ári hverju, eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og snyrtilegar þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsalóðir. Í ár verður í fyrsta sinn leitað eftir hugmyndum frá íbúum og hverfisráðum við val á húsum og lóðum sem þykja verðskulda að fá Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
16.03.2017
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík gengur vel og hafa nú þegar um 500 hugmyndir skilað sér á vefsvæðið hverfidmitt.is, en það er hluti af vefnum Betri Reykjavík.  Hugmyndasöfnun líkur eftir viku, föstudaginn 24. mars.
16.03.2017
Reykjavíkurborg leigir út um átta hundruð matjurtagarða til íbúa. Þeir verða opnaðir í byrjun maí ef veður leyfir, en hægt er að sækja um þá núna.
14.03.2017
Óskað er eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið felst í að endurskilgreina svæði sem ekki eru fastmótuð til framtíðar og auðga mannlíf borgarinnar.
Hjólaborgin
14.03.2017
Hjólaborgin verður í öndvegi á Kjarvalsstaðafundi um hjólreiðamenningu í Reykjavík þriðjudaginn 14. mars kl. 20. Spurt verður: Hvernig þróum við hrífandi borg fyrir hjólandi vegfarendur?
07.03.2017
Viltu vekja athygli á gróskumiklu leikskólastarfi og/eða frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar? Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs vegna leikskóla- og frístundastarfs í Reykjavík.
03.03.2017
Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.
Aðgengi að sorpílátum er víðast hvar mjög erfitt í borginni eftir hina miklu snjókomu. Íbúar eru hvattir til að auðvelda aðgengið með því að moka frá tunnum og innkeyrslum.
27.02.2017
Starfsfólk sorphirðu Reykjavíkur varð frá að hverfa í morgun í Breiðholti og Vesturbæ vegna ófærðar. Sorphirðan biður íbúa um að auðvelda aðgengið með því að moka vel frá sorpílátum og sorpgeymslum.