Grafarholt og Úlfarsárdalur

Vel mætt í Ráðhúsinu í morgun
13.10.2017
Unnið er við nýjar íbúðir um alla borg og í dag eru um 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi.  Þá eru 4.300 íbúðir þegar deiliskipulagðar. Einnig eru staðfest áform upp á 4.100 íbúðir í samvinnu við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni i því skyni að fjölga íbúðum á viðráðanlegu verði. Þetta kom fram á árlegum fundi um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík sem haldinn var í ráðhúsinu í morgun.
Íbúðarhúsnæði við Mýrargötu í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
12.10.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb.
Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
06.10.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9  - 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.  Allir eru velkomnir.  
Óskatré Yoko Ono í Ráðhúsi Reykjavíkur, ljósmyndari BEB
06.10.2017
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono  ávarpar gesti í Viðey í beinni útsendingu frá Höfða fyrir tendrunina.
Tendrun Friðarsúlunnar 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
04.10.2017
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Þá verða á fríar  strætóferðir í kringum tendrunina.  
Frítt í strætó
21.09.2017
Frítt í strætó föstudaginn 22. september í tilefni af evrópskri samgönguviku 2017. Allir Evrópubúar eru hvattir til að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn. 
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrita samning um uppbyggingu  íþróttamannvirkja.
08.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrituðu í dag samning um uppbyggingu  íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal.  Þau eiga að þjóna íbúum Grafarholts og  Úlfarsárdals og verða samtengd menningarmiðstöð, almenningsbókasafni og sundlaug hverfisins.
Handhafar menningarfánans 2017 í Hagaskóla og Dalskóla.
07.09.2017
Menningarfáni Reykjavíkurborgar var veittur í sjötta sinn í dag og kom að þessu sinni í hlut tveggja skóla, Hagaskóla og Dalskóla. 
Framkvæmdir við grunnskólann. Fremst á mynd sést á þak leikskólabyggingar sem gengt verður út á af annari hæð skólans.
01.09.2017
Framkvæmdir við Dalskóla í Úlfarsárdal ganga vel og gera áætlanir ráð fyrir að fyrsta hluta í uppsteypu grunnskólans ljúki í október. Í ágúst var lokið við að steypa veggi fyrstu hæðar skólans og byrjað að steypa loftaplötu.  Byggingin tekur á sig sterkari mynd næsta mánuðinn þegar efri hæðin rís.
Göngugötur
23.08.2017
Göngugötur eru vinsælar meðal borgarbúa og eru íbúar í Hlíðum og í miðborginni ánægðastir allra aðspurðra í nýrri könnun.