Grafarholt og Úlfarsárdalur

20.01.2017
Meiri fjármunum verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra.
17.01.2017
Þriðjudaginn 17. janúar verður opinn fundur um tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis við Rauðavatn. Fundurinn verður í frístundamiðstöðinni Árseli kl. 20:00. Frummælandi tillögu ungmennaráðs, Sindri Smárason, mun segja frá tillögunni. Markmiðið með fundinum er að skapa umræður um uppbygginguna á svæðinu auk þess að setja niður hugmyndir að skipulagi svæðisins. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar var falið að vinna með tillögu ungmennaráðsins og mun taka saman hugmyndir og tillögur að uppbyggingu svæðisins. Dagskrá: Sindri Smárason, Ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts, segir frá tillögu sinni. Jóhannes Guðlaugsson segir frá vinnu starfshóps um málefnið. Framsaga aðila innan hverfis (Fulltrúi Fylkis, Fáks og Skáta) Umræður á borðum og hugmyndavinna. Fyrir hönd starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar Jóhannes Guðlaugsson, formaður hópsins.  
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu, mynd BEB
16.01.2017
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. 
12.01.2017
Byggingafélag námsmanna mun byggja 250 – 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína á næstu árum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Byggingafélags námsmanna og Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þessa efnis.
09.01.2017
Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur fór fram í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag.  
04.01.2017
Þrettándabrennur verða á þremur stöðum í Reykjavík föstudaginn 6. janúar.
Ármótabrenna
28.12.2016
Um þessi áramót, 2016 - 2017, verða áramótabrennur á tíu stöðum í Reykjavík, eins og verið hefur undanfarin ár.  Stærð þeirra ræðst af aðstæðum á hverjum stað.  Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka, sem huga vel að því sem sett er á brennurnar og tryggja að frágangur sé í lagi. 
28.12.2016
Mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum. Hægt er að setja allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni í sérmerkta poka. Einnig er hægt að skila úrgangi á endurvinnslustöðvar SORPU
Mynd af Perlunni
21.12.2016
Frá og með 1. janúar 2017 mun mannréttindakskrifstodfa hætta að bjóða upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur en þjónustunni verður áfram sinnt á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
08.12.2016
Sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í byrjun mánaðarins samninga um innleiðingu Borgarlínu – léttlesta- eða hraðvagnakerfis um höfuðborgarsvæðið.