Breiðholt

Alþjóðlegur tungumáladagur
15.02.2018
Þriðjudaginn 21. febrúar næstkomandi verður alþjóðlegur móðurmálsdagur Unesco haldinn hátíðlegur á Íslandi og víða um heim. Áherslur UNESCO í  ár tengjast mikilvægi fjöltyngiskennslu og sjálfbærni tungumála í menntun barna. 
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir skólastjóri og  Anna María Þorkelsdóttir verkefnastjóri  taka á móti verðlaununum fyrir hönd Hólabre
14.02.2018
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framúrskarandi grunnskólastarf voru afhent við hátíðlega athöfn á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í Hörpu í dag. Verðlaunin komu í hlut þriggja skóla; Hólabrekkuskóla fyrir verkefnið Snillismiðjuna, Fellaskóla fyrir verkefnið Framtíðarfell og Waldorfskólans Sólstafi fyrir verkefnið Lifandi tónlist í lifandi skólasamfélagi.
Markaður á Bernhöftstorfu
14.02.2018
Opnað verður fyrir úthlutun á nýjum leyfum fyrir götu- og torgsölu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:00  á vef Reykjavíkurborgar og þarf að vera með virkt aðgengi að Mínum síðum í Rafrænu Reykjavík til að geta sótt um.
Vetrarfrí í febrúar 2018, dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana.
13.02.2018
  Vetrarfrí í grunnskólum borgarinnar er að skella á og hefst fimmtudaginn 15. febrúar.
SigurvegararnirElna Mattína og Hrafnhildur Hanna
11.02.2018
Föstudaginn 9. febrúar hélt Frístundamiðstöðin Miðberg árlega hæfileikakeppni, Breiðholt got Talent, í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Keppnin var nú haldin í níunda sinn og mikill metnaður var lagður í að öll umgjörð væri hin glæsilegasta og ljósa- og hljóðbúnaður eins og best yrði á kosið.
Vegglistaverk eftir Þórdísi Erlu Zoëga við Smiðjustíg.
09.02.2018
Hvaða máli skipta lýsing, litir og list í borgum? Hafa þessir þættir áhrif á líðan borgarbúa? Hvernig má gera borg heimilislega? Velkomin á fund á Kjarvalsstöðum í fundarröðinni Borgin, heimkynni okkar sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.
Börnin í Blásölum fengu súkkulaðibúning í tilefni Dags leikskólans.
06.02.2018
Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar 2018 og af því tilefni buðu börn og starfsfólk í leikskólanum Blásölum foreldrum að koma  í súpu og brauð í hádeginu og heyra  nýjustu fréttir af leikskólastarfinu. 
Teikning af þjónusthúsi ÍR, sem rís á íþróttasvæði félagsins í Mjódd.
02.02.2018
Umhverfis- og skipulagsráð býður út framkvæmdir á frjálsíþróttavelli og þjónustuhúsi á ÍR svæðinu.
Innstigum í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 9,0 milljónum árið 2011 í 11,7 milljónir árið 2017.
31.01.2018
Umfangsmikil könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fór fram í október 2017. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði í dag 31. janúar. Ferðamátaval Reykvíkinga breytist ekki mikið frá fyrri könnunum en sýnir nú almennan vöxt í samgöngum.  Í Reykjavík voru 73% allra ferða farnar á einkabíl samkvæmt könnuninni, 7% á reiðhjóli og 4% ferða voru farnar með strætisvögnum. Innstigum í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 9,0 milljónum árið 2011 í 11,7 milljónir árið 2017.
Þátttakendur í ráðstefnu um gististarfsemi í borgum í Amsterdam.
26.01.2018
Borgir í Evrópu vilja nýta sér aðgang að rafrænum gögnum til að hafa eftirlit með og koma reglum yfir ólöglega ferðamannagistingu. Þetta kom fram á blaðamannafundi ráðstefnu í Amsterdam í dag sem Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, hefur setið og haldið erindi á.