Breiðholt

Vel mætt í Ráðhúsinu í morgun
13.10.2017
Unnið er við nýjar íbúðir um alla borg og í dag eru um 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi.  Þá eru 4.300 íbúðir þegar deiliskipulagðar. Einnig eru staðfest áform upp á 4.100 íbúðir í samvinnu við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni i því skyni að fjölga íbúðum á viðráðanlegu verði. Þetta kom fram á árlegum fundi um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík sem haldinn var í ráðhúsinu í morgun.
Íbúðarhúsnæði við Mýrargötu í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg
12.10.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb.
Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
06.10.2017
Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9  - 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.  Allir eru velkomnir.  
Óskatré Yoko Ono í Ráðhúsi Reykjavíkur, ljósmyndari BEB
06.10.2017
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono  ávarpar gesti í Viðey í beinni útsendingu frá Höfða fyrir tendrunina.
Nemendur í 2. bekk í Hólabrekkuskóla mynduðu fánaborg þegar forsetann bar að garði
04.10.2017
Forvarnardagurinn Tökum þátt var í grunnskólunum í dag þar sem unglingar í 9. bekk ræddu bestu leiðirnar til að forðast vímuefnanotkun. Guðni forseti Íslands heimsótti Hólabrekkuskóla í tilefni dagsins og Dagur borgarstjóri átti góðar stundir með 9. bekkingum í Árbæjarskóla.  
Tendrun Friðarsúlunnar 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
04.10.2017
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Þá verða á fríar  strætóferðir í kringum tendrunina.  
Haustmynd.
02.10.2017
á fyrsta lífsstílskaffi vetrarins, í Gerðubergi miðvikudaginn 4. október, fjallar dr. Erla Björnsdóttir um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu ásamt því að kynna nýútkomna bók sína, Svefn, þar sem fjallað er um algeng svefnvandamál og góðum svefnvenjum lýst.
Hálsaskógur
27.09.2017
Ásgerður Guðnadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Hálsaskógi, sjö deilda leikskóla í Seljahverfi. 
Blómstrandi Breiðholt
25.09.2017
Hverfisráð Breiðholts auglýsir nú eftir tilnefningum frá íbúum til nýrra hvatningarverðlauna sem hafa fengið heitið Hverfishetjan. Hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa, félög eða fyrirtæki í Breiðholti sem hafa á einhvern hátt verið til fyrirmyndar eða haft jákvæð áhrif á samfélag og nærumhverfi í Breiðholti. Markmiðið með verðlaununum er að þakka þessu fyrirmyndarfólki fyrir framlag þeirra til samfélagsins, efla félagsauð í Breiðholti, vinna að jákvæðum viðhorfum og hvetja íbúa til samfélagslegrar þátttöku. Tekið er við tilnefningum í gegnum rafrænt skráningarform sem má nálgast hér fyrir neðan. Skilafrestur verður til sunnudagsins 12. nóvember. Í framhaldi af því mun hverfisráð taka afstöðu til tilnefninganna á fundi og verðlaunin verða síðan veitt í desember. Íbúar eru eindregið hvattir til að taka þátt og senda inn sína tilnefningu. Smellið hér til að senda inn tilnefningu  
Frítt í strætó
21.09.2017
Frítt í strætó föstudaginn 22. september í tilefni af evrópskri samgönguviku 2017. Allir Evrópubúar eru hvattir til að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn.