Breiðholt

Þessi tók þátt í átakinu tínum rusl fyrir nokkrum árum og sendi þá þessa mynd á Facebook.
21.04.2017
Átakið Hreinsum saman - tökum þátt og tínum rusl á vegum Reykjavíkurborgar mun standa yfir daganna 2.-7. maí líkt og í fyrra. Þá tóku fjölmargir borgarbúar virkan þátt í hreinsuninni og vonir standa til að svo verði einnig núna.
Barnamenningarhátíð 2016, ljósmyndari Roman Gerasymenko
21.04.2017
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjöunda sinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 11 með gleðihátíð í Hörpu. Viðburðir Barnamenningarhátíðar standa í sex daga og fara fram í öllum hverfum borgarinnar.
18.04.2017
Þrjár ungar listakonur eru handhafar Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 
19.04.2017
Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Bæk verður á þeytingi um borgina að undirbúa hjólin fyrir sumarið. 
Dagur B. Eggertsson á sínum yngri árum.
19.04.2017
Það styttist í þann tíma ársins þegar Barnamenningarhátíð tekur yfir Reykjavík og börnin taka yfir Facebook. Hátíðin hefst á þriðjudaginn 25. apríl og því hvetjum við alla að gefa lífinu lit og setja barna- eða unglingamynd af sér á Facebook og  fram yfir hátíðina sem stendur til sunnudagsins 30. apríl og setja myllumerkið  #barnamenning #barnamenningarhatid  
18.04.2017
Foreldrafélag Breiðholtsskóla fékk á dögunum samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fyrir að vinna gegn fordómum.   
06.04.2017
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð hverfisráðs Breiðholts fyrir árið 2017. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 30. apríl. Umsóknareyðublað má nálgast með því að smella hér. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við reglur um úthlutun styrkja á vegum hverfisráða. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki í sjóðinn vegna viðburða og verkefna.  
Reykjavíkurborg fjölmiðlafundur
04.04.2017
Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt á fjölmiðlafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag sem róttæk, félagsleg og stórhuga. Þar kom fram að byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir eru komnar á framkvæmdastig í borginni og fjölgar hratt. Að auki liggja fyrir í staðfestu skipulagi byggingarsvæði fyrir aðrar 2.500 íbúðir og þá eru um 4.000 íbúðir í formlegu skipulagsferli. Auk þess eru svæði fyrir tæplega 10.000 íbúðir í þróun.
Hverfissjóður Reykjavíkur
04.04.2017
Hverfissjóður Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, en  styrkir eru veittir til verkefna sem að stuðla að bættu mannlífi, eflingu félagsauðs, fegurri ásýnd borgarhverfa og stuðla að auknu öryggi eða efla samstarf íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja við borgarstofnanir.
03.04.2017
Hugmyndaríkir einstaklingar eða hópar sem vilja taka að sér almenningssvæði í borginni og gæða þau meira lífi hafa nú frest til 17. apríl að skila inn umsókn um Torg í biðstöðu.