Breiðholt

15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
12.05.2017
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf voru afhent í Gerðubergi í dag á fjölsóttri fagstefnu starfsfólks í frístundastarfi borgarinnar. 
05.05.2017
Hreinsunardagur Reykjavíkurborgar er 6. maí og þá er kjörið fyrir borgarbúa að hreinsa nærumhverfi sitt. Starfsfólk Reykjavíkurborgar liggur ekki á liði sínu þennan dag. 
05.05.2017
Breiðholtsbrúin sem er samstarfsverkefni Fjölskyldumiðstöðvar í Gerðubergi, Hjálparstarfs kirkjunnar og Pepp Ísland auk Fella- og Hólakirkju hefur nú verið flutt í Breiðholtskirkju þar sem næsta opna hús fer fram mánudaginn 8. maí kl. 11:30-14:00. Opið hús hefur verið haldið fimm sinnum í Fella- og Hólakirkju frá því í febrúar við ágætar undirtektir og nú stendur til að efla mætingu enn frekar. Breiðholtsbrúin er frjálst félagsstarf sem er í grunninn opið hús þar sem allir eru velkomnir - óháð aldri, stöðu, þjóðerni,  og öllum mögulegum breytum sem hægt er að tína til. Breiðholtsbrúin er m.a. kjörið tækifæri fyrir fólk sem hefur upplifað félagslega einangrun og vill byggja sig upp með því að hitta gott, hresst og skemmtilegt fólk á sínum eigin forsendum.
Hreinsum Reykjavík saman
04.05.2017
Starfsfólk umhverfis- og skipulagsviðs í Borgartúni hreinsuðu nærumhverfi sitt í morgun í góðu veðri í tilefni af evrópskri hreinsunarviku 2.-7. maí. Á laugardaginn er sérlegur hreinsunardagur borgarbúa. 
Barnamenningarhátíð lauk með allsherjar dansveislu í Ráðhúsinu á sunnudaginn, mynd Ragnar Th. Sigurðsson
02.05.2017
Barnamenningarhátíð lauk á sunnudaginn og hefur hún sjaldan tekist eins vel. Alls voru sendir 20.000 bæklingar til grunn- og leikskólabarna í Reykjavík með dagskrá hátíðarinnar og sóttu þau og fjölskyldur þeirra afar vel þá yfir 150 viðburði sem voru í boði meðan á hátíðinni stóð.
28.04.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vekur athygli á skyldu hundaeigenda að þrífa upp eftir hunda sína og einnig taumskyldu á göngustígum borgarinnar.
Krakkar á Barnamenningarhátíð 2017, mynd, Berghildur Erla Bernharðsdóttir
27.04.2017
Barnamenningarhátíð stendur sem hæst og um helgina verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Ráðhúsinu þegar því verður breytt í Ævintýrahöll. Þá er mikið um að vera í víða um borgina næstu daga.
26.04.2017
Hreinsun á húsagötum hófst nú í vikunni en stefnt er að því að ljúka sópun og þvotti á húsagötum í byrjun júní. Byrjað er með forsópun og nokkrum dögum síðar verður sópað og þvegið.
26.04.2017
Börn af frístundaheimilunum í Breiðholti taka þátt í Barnamenningarhátíð í ár, eins og endranær. Framlag þeirra er tvískipt í þetta sinn, annars vegar sýning á teiknimyndasögum sem þau hafa unnið í vetur og hins vegar „fjölbreytileikakarl“.