Árbær

15.05.2017
Borgarstjóri býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis  og innviða á föstudag. Þar verður farið yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni.
12.05.2017
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf voru afhent í Gerðubergi í dag á fjölsóttri fagstefnu starfsfólks í frístundastarfi borgarinnar. 
11.05.2017
Frístundamiðstöðvarnar Tjörnin og Gufunesbær voru í tveimur efstu sætunum í könnuninni Stofnun ársins 2017-borg og bær.  Viðurkenningar hlutu einnig skrifstofa velferðarsviðs, Listasafn Reykjavíkur og Bílastæðasjóður.
10.05.2017
Þann 4. júní 2013 gerðu Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis með sér samkomulag um að taka upp markvisst samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkursamþykkti í maí 2016 að þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar myndu leiða verkefnið í samstarfi  allra stofnana í hverfunum. Forvarnarverkefninu Heilsueflandi Árbær og Grafarholt er ætlað að ná til allra stofnana í hverfinu með það að markmiði að verða heilsueflandi samfélag. Stofnanir, hverfisráð og félagasamtök í hverfinu gegna mismunandi hlutverkum í heilsu og forvörnum en eiga þó sameiginlegt að vera mikilvægir aðilar.   
05.05.2017
Hreinsunardagur Reykjavíkurborgar er 6. maí og þá er kjörið fyrir borgarbúa að hreinsa nærumhverfi sitt. Starfsfólk Reykjavíkurborgar liggur ekki á liði sínu þennan dag. 
Hreinsum Reykjavík saman
04.05.2017
Starfsfólk umhverfis- og skipulagsviðs í Borgartúni hreinsuðu nærumhverfi sitt í morgun í góðu veðri í tilefni af evrópskri hreinsunarviku 2.-7. maí. Á laugardaginn er sérlegur hreinsunardagur borgarbúa. 
Barnamenningarhátíð lauk með allsherjar dansveislu í Ráðhúsinu á sunnudaginn, mynd Ragnar Th. Sigurðsson
02.05.2017
Barnamenningarhátíð lauk á sunnudaginn og hefur hún sjaldan tekist eins vel. Alls voru sendir 20.000 bæklingar til grunn- og leikskólabarna í Reykjavík með dagskrá hátíðarinnar og sóttu þau og fjölskyldur þeirra afar vel þá yfir 150 viðburði sem voru í boði meðan á hátíðinni stóð.
28.04.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vekur athygli á skyldu hundaeigenda að þrífa upp eftir hunda sína og einnig taumskyldu á göngustígum borgarinnar.
27.04.2017
Afmælishátíð verður í Árbæjarskóla laugardaginn 29. apríl. Nemendur eru á fullu að undirbúa hátíðina. 
Krakkar á Barnamenningarhátíð 2017, mynd, Berghildur Erla Bernharðsdóttir
27.04.2017
Barnamenningarhátíð stendur sem hæst og um helgina verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Ráðhúsinu þegar því verður breytt í Ævintýrahöll. Þá er mikið um að vera í víða um borgina næstu daga.