Árbær

Svifryksmengun er nú talsverð í borginni. Mynd: Reykjavíkurborg.
07.12.2017
Gildi svifryks eru há við umferðargötur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börn að vera mikið úti við í nágrenni við miklar umferðargötur á meðan logn er og þurrt í veðri. 
Hrólfur Jónsson, Dagur B. Eggertsson, Björn Víglundsson og Ómar Örn Friðriksson
01.12.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Víglundsson  formaður GR skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um samstarf uppbyggingar golfaðstöðu og vinnu við deiliskipulag fyrir nýjar atvinnulóðir bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. 
Guðlaug Sturlaugsdóttir
22.11.2017
Guðlaug Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Árbæjarskóla.
Horft yfir íbúðabyggð í Hraunbæ
22.11.2017
Tillaga að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um nýja íbúðarbyggð við Hraunbæ-Bæjarás er til sýnis á Borgarbókasafninu í Árbæ að Hraunbæ 119 til mánudagins 4 desember.
Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri
21.11.2017
Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%.  Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og þar áður 7,3%.  Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þús íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa.  Kosningar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt 3. – 19. nóvember.
Fölskvalaus gleði sigurvegaranna
14.11.2017
Átta skólar kepptu til úrslita á æsispennandi hæfileikahátíð í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sjónvarpað var beint frá hátíðinni þar sem hátt í tvö hundruð  grunnskólanemar í borginni létu ljós sitt skína.
Hverfið mitt - frá hugmynd til framkvæmda
13.11.2017
Kosningum á www.hverfidmitt.is lýkur á sunnudag en kosið er um hugmyndir sem eiga að koma til framkvæmda í hverfum borgarinnar á næsta ári.   Fleiri hafa kosið nú en á sama tíma í fyrra. Í morgun höfðu um 6.700 íbúar nýtt atkvæðisrétt sinn eða um 6,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Unnur Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri er vongóð um að nýtt met verði slegið, en í fyrra var kjörsókn 9,4% sem þá var besta þátttaka til þessa.  
Börn að leik við Árbæjarskóla
07.11.2017
Fjórir umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í Árbæjarskóla, en umsóknarfrestur rann út  6. nóvember. 
Mynd frá siguratriði Árbæjarskóla sem hét Komohewa - Boðflennan
07.11.2017
Skrekkur hæfileikakeppni grunnskólanna hófst í Borgarleikhúsinu mánudaginn 6. nóv. þegar fyrstu undanúrslitin fóru fram. Árbæjarskóli og Langholtsskóli fóru með sigur af hólmi, en alls taka 26. skólar þátt í keppninni. 
Loftmynd frá Árbæjarhverfi.
03.11.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt íbúafund um málefni Árbæjar fimmtudaginn 2. nóvember sl. í Árbæjarskóla.