Árbær

20.01.2017
Meiri fjármunum verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra.
17.01.2017
Þriðjudaginn 17. janúar verður opinn fundur um tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis við Rauðavatn. Fundurinn verður í frístundamiðstöðinni Árseli kl. 20:00. Frummælandi tillögu ungmennaráðs, Sindri Smárason, mun segja frá tillögunni. Markmiðið með fundinum er að skapa umræður um uppbygginguna á svæðinu auk þess að setja niður hugmyndir að skipulagi svæðisins. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar var falið að vinna með tillögu ungmennaráðsins og mun taka saman hugmyndir og tillögur að uppbyggingu svæðisins. Dagskrá: Sindri Smárason, Ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts, segir frá tillögu sinni. Jóhannes Guðlaugsson segir frá vinnu starfshóps um málefnið. Framsaga aðila innan hverfis (Fulltrúi Fylkis, Fáks og Skáta) Umræður á borðum og hugmyndavinna. Fyrir hönd starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar Jóhannes Guðlaugsson, formaður hópsins.  
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu, mynd BEB
16.01.2017
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. 
12.01.2017
Byggingafélag námsmanna mun byggja 250 – 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína á næstu árum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Byggingafélags námsmanna og Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þessa efnis.
09.01.2017
Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur fór fram í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag.  
04.01.2017
Þrettándabrennur verða á þremur stöðum í Reykjavík föstudaginn 6. janúar.
Ármótabrenna
28.12.2016
Um þessi áramót, 2016 - 2017, verða áramótabrennur á tíu stöðum í Reykjavík, eins og verið hefur undanfarin ár.  Stærð þeirra ræðst af aðstæðum á hverjum stað.  Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka, sem huga vel að því sem sett er á brennurnar og tryggja að frágangur sé í lagi. 
Iðunn Gunnarsdóttir, með sýnishorn af svanaóróum.
23.12.2016
Jólin er tími gjafamildi og góðverka og oft heyrum við af einstaklingum sem gefa af öllu hjarta án þess að biðja um neitt í staðinn. Iðunn Gunnarsdóttir er ein þeirra en hún hefur selt svanaóróa og gefið ágóðann Álfalandi, skammtímavistun fyrir langveik og fötluð börn.
28.12.2016
Mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum. Hægt er að setja allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni í sérmerkta poka. Einnig er hægt að skila úrgangi á endurvinnslustöðvar SORPU
Mynd af Perlunni
21.12.2016
Frá og með 1. janúar 2017 mun mannréttindakskrifstodfa hætta að bjóða upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur en þjónustunni verður áfram sinnt á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.