Viðey

Friðarsúlan í Viðey
20.03.2017
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.
Miðborg Helsinki
16.02.2017
Norræn höfuðborgarráðstefna er nú haldin í Helsinki í Finnlandi og stendur hún dagana 16.-17. febrúar.  
Mynd af Perlunni
21.12.2016
Frá og með 1. janúar 2017 mun mannréttindakskrifstodfa hætta að bjóða upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur en þjónustunni verður áfram sinnt á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
Friðarsúlan í Viðey.
21.12.2016
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í kvöld, miðvikudag 21. desember,  og munu ljósgeislar hennar lýsa upp kvöldhimininn fram til nýárs.
Þessa leið er hægt að keyra, ganga, hjóla eða fara í strætó. Hvað gerir þú?
25.11.2016
Ferðavenjur borgarbúa hafa verið nokkuð stöðugar á liðnum árum. Ný könnun var gerð í október.
Reykjavík
19.10.2016
Í alþingiskosningunum þann 29. október nk. verða alls 15 kjörstaðir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum verður slitið kl. 22.00.
Verðlaunahafar ásamt Yoko Ono og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra
06.10.2016
Yoko Ono veitti fjórum alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LennonOno-friðarsjóðnum / LennonOno Grant for Peace á afmælisdegi John Lennon í gær sunnudaginn 9. október  í Hörpu. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár í Reykjavík í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey og er þetta í sjötta sinn sem athöfnin fer fram hér á landi en verðlaunin voru fyrst veitt í New York árið 2002.
Friðarsúlan í Viðey Mynd: Roman Gerasymenko
05.10.2016
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 10. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi John Lennons sunnudaginn 9. október klukkan 20.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans.
Friðarsúlan -Roman Gerasmynko
04.10.2016
Reykjavík er höfuðborg í herlausu landi. Það markar borginni sérstöðu og í allri stefnumótun hennar hefur verið lögð áhersla á mannréttindi og friðarstarf. Á næstu dögum verða hinir ýmsu viðburðir á vegum borgarinnar helgaðir friði.  
23.05.2016
„Hverfið mitt“ verður opnað á miðvikudag, en þar geta íbúar sett inn hugmyndir að nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í Reykjavík.  Íbúar geta sett inn hugmyndir sínar á vefsvæðið betrireykjavik.is fyrir 15. júní.