Viðey

Laugardalshöllin var þéttsetin við upphaf heimsmóts skáta
25.07.2017
Heimsmót skáta fyrir 18 – 25 ára var sett í Laugardalshöll í morgun að viðstöddum skátum frá 96 þjóðum.  Alls taka um 5.000 skátar þátt í World Scout Moot.
Reykjavíkurborg - Viðey.
12.07.2017
Sunnudaginn 16. júlí mun Steinn Ármann Magnússon leikari hjóla með gesti um Viðey í leiðsögn sem verður bæði gamansöm og fróðleg.
Reykjavíkurborg - Viðey
28.06.2017
Hinn árlegi Barnadagur verður haldinn í Viðey sunnudaginn 2. júlí frá kl. 13:00 – 16:00. 
Göngur í Viðey henta öllum aldurshópum.
22.06.2017
Sunnudaginn 25. júní kl. 13:15 leiðir Anna Rósa grasalæknir göngu um Viðey þar sem algengar lækningajurtir verða skoðaðar, fjallað verður um áhrifamátt þeirra og leiðbeint með tínslu og þurrkun.
Þetta er sjöunda árið sem sólstöðuganga er farin um Reykjavík.
20.06.2017
Miðvikudaginn 21. júní verður farið í hina margrómuðu sólstöðugöngu í Viðey, en þetta verður sjöunda árið í röð sem gangan fer fram í Viðey.
Reykjavíkurborg - Dagur villtra blóma.
16.06.2017
Sunnudaginn 18. júní kl. 13:15 verður farin leiðsögn um Viðey í tilefni af degi villtra blóma sem árlega er haldið upp á þennan dag um öll Norðurlöndin.
17. júní í miðbæ Reykjavíkur, ljósmyndari Peter Kidson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur
13.06.2017
Dagskrá Þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er glæsileg en aðalhátíðarhöldin fara fram kringum tjörnina í Reykjavík en ennfremur í aðliggjandi görðum og götum. Í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira.  
Dagur B. Eggertsson á sínum yngri árum.
19.04.2017
Það styttist í þann tíma ársins þegar Barnamenningarhátíð tekur yfir Reykjavík og börnin taka yfir Facebook. Hátíðin hefst á þriðjudaginn 25. apríl og því hvetjum við alla að gefa lífinu lit og setja barna- eða unglingamynd af sér á Facebook og  fram yfir hátíðina sem stendur til sunnudagsins 30. apríl og setja myllumerkið  #barnamenning #barnamenningarhatid  
Frá páskaeggjaleit í Viðey
04.04.2017
Laugardaginn 8. apríl býður Elding upp á páskaeggjaleit  fyrir börn í samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Friðarsúlan í Viðey
20.03.2017
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.